7.3.2013 | 22:28
Nei, þetta er okkur óviðkomandi
var nokkurn veginn svarið frá lögfræðideild Íslandsbanka þegar ég fór fram á að fá skuldskeytingu við áður greidda lánshluta erlendra lána vegna hlutabréfakaupa í Glitni banka sem ég tók hjá BYR.
Íslandsbanki tók við öðrum lánshlutum og vegna sömu viðskipta og bauð mér uppgjör af sínum frjálsa og fúsa vilja á eftirstöðvunum. Þegar vextir höfðu verið reiknaðir var lánið eilítið lægra en á pari við gjaldeyrisupphæðina á bréfinu.(Já ég er fífl sem ætlaði að taka stöðu í hlutabréfum í bönkunum góðu árið 2005 í erlendu láni sem er talið löglegt vegna orðalagsins á bréfum BYR. Bankarnir fóru allir á hausinn árið 2008 og BYR skömmu síðar án þess að ég hefði haft rænu á að selja með hagnaði meðan ég gat.)
Lögfræðingar hafa sagt mér að venja sé að skuldajafna við svona uppgjör. Lögfræðideild Íslandsbanka skrifaði langa greinargerð um málið og var innihaldið nokkurn veginn eins og fyrirsögnin. Enda væri hér um frjálsa sjálfboðaaðgerð bankans að ræða sem satt er.Og veri hann auðvitað margblessaður fyrir. En ég var áður búinn að borga BYR að fullu meira en helming skuldarinnar. Sú skilvísi varð mér dýr því hefði ég ekki gert þetta þá hefði Íslandsbanki tekið við þeirri kröfu líka og gefið mér tilboð. En snú er sem sagt allt uppgreitt og ég skuldlaus við blessaðan bankann en blánkur.
En tilefni þess að ég skrifa um þetta er grein eftir Guðmund Oddsson í Mbl í dag.
Guðmundur segir m.a.:
..."En samningar eru með þeim ósköpum gerðir að þeir hljóta að eiga við báða aðila sem við samningaborðið sitja. Það getur ekki verið eðlilegt að annar aðilinn geti hagað sér með þeim hætti að hann geti með hegðun sinni og gjörðum kollvarpað öllum þeim grunni sem samningurinn grundvallaðist á. Þá komum við að þeirri spurningu hvort það geti verið eðlilegt að sá sem lánar einhverjum eitthvað geti þegar honum sýnist breytt öllum forsendum og raunar hagað sér eins og bandít.
Án þess að ég hafi kannað það, þá þykir mér ekki ólíklegt að mjög margir þeirra sem nú eru í vandræðum með að greiða af þeim lánum sem þeir nú eru sagðir skulda, hafi á sínum tíma tekið bankana trúanlega þegar þeir sögðu að besta og öruggasta leiðin til að ávaxta sitt pund væri að kaupa hlutabréf í bönkunum. Í hugum okkar flestra voru bankarnir kjölfestan og höfðu alltaf verið og því voru þeir teknir trúanlegir þegar þeir gáfu upp eigin fjármálastöðu. Auðvitað má kalla þá sem trúðu því að allt væri satt og rétt sem frá þessum stofnunum kom aula, en var þeim ekki nokkur vorkunn?
Þá komum við að spurningunni, hverjir eiga að borga? Ég hef oft sagt, að það er ekkert að því að taka lán, en það versta við lánin er að það verður að borga þau til baka. Í þeim hremmingum sem gengið hafa yfir okkur á síðustu árum og þeim lygum og svikum sem bankarnir hafa sýnt þjóðinni, þá er fyrir mér alveg ljóst, að bankarnir eiga að bera mestan kostnað við lánin sem veitt voru á fölskum forsendum um þeirra eigin stöðu. Bankarnir bókstaflega hvöttu fólk til að taka lán á sínum tíma og eins hringdi starfsfólk þeirra í þá sem áttu fé á traustum bankabókum og hvöttu þá til að setja fé í einhverja fjárfestingu og þá oftast í kaup á hlutabréfum í bönkunum sjálfum. Það er því ljóst í mínum huga, að bankarnir eiga í flestum tilvikum að sitja uppi með þessi lán. Það eru því engir aðrir sem verða að borga.
Eins og alkunna er, þá fóru bankarnir allir á hausinn og nú sigla þeir áfram á nýjum kennitölum og láta sem þeir hafi aldrei átt sér neina fortíð. Þeir hafa hins vegar ekki gleymt sínum gömlu viðskiptavinum, því nú sýna þeir milljarða hagnað ár eftir ár, sem grundvallast að mestu á að uppreikna þau stökkbreyttu lán sem þeir veittu þeim á fölskum forsendum...."
Guðmundur tekur hressilega til orða að vanda. Án þess að ég skrifi undir öll lýsingarorðin þá er sannleikskjarni í þessu hjá Guðmundi. Ég er auðvitað auli eins og hann segir sem tók lán tiil að græða á hlutabréfum í bönkunum þar sem þeir hvöttu mann til þess. Þeir brugðust svo, skiptu um kennitölur og allt það en rukka nú skuldirnar vegna hlutabréfakaupanna á fullu.
Núna skiptir fortíðin þá engu máli. Íslandsbanka koma Glitnir og BYR ekkert við nema að hann rukkar öll bréf sem Glitnir og BYR áttu eftir einhvern gjörning Steingríms J. Sigfússonar. Íslandsbanki hætti við að innheimta stofnfjárlánin sem Jón Ásgeir og hans nótar komu inn á stofnfjáreigendur BYR og náðu til sín milljörðum á þann hátt. Íslandsbanki á heiður skilinn fyrir þetta því þúsund heimili hefði farið á hausinn ef þetta hefði verið rukkað..
Mér hefði fundist sanngjarnt að þeir sem höfðu greitt lán í BYR vegna hlutafjárviðskipta hefðu átt að fá þau tekin með í heildaruppgjöri við nýjan eiganda bréfanna Íslandsbanka.
Líka hefði mér fundist sanngjarnt að fyrrum hlutafjáreigendur í Glitni hefðu kannski átt að fá einhver bréf í nýja Íslandsbankanum og hinum líka í staðinn fyrir gömlu bréfin að þau tilskildu að sannað væri að þeir hefðu ekki eignast þau í skuggalegum viðskiptum með lánum frá bönkunum sjálfum.
Kannski sjá bankarnir eins og Íslandsbanki sér einhvern sóma í að gera eitthvað fyrir þessa gömlu tryggu hluthafa frá tímum Iðnaðarbankans sem sitja úti á klakanum og horfa á sama fólkið og fyrr sitja í sömu stólunum að gera sömu hlutina í sömu húsunum og fyrir hrun, Glitni og allt það. Bara undir nýjum kennitölum og merkjum.
Thor Jensen er sagður hafa borgað gömlum kröfuhöfum skuldir sínar þegar hann gat án þess að nokkur neyddi hann til þess. En hans líkar koma líklega ekki aftur.
Bankahefðir eru líklega fyrir bí og okkur óviðkomandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Við endurreisn bankanna gleymdist að endurreisa það traust sem þeir nutu. Við hrun þeirra féll einnig traustið.
Það var auðvitað nauðsynlegt að koma á starfhæfu fjármálakerfi eftir hrunið, en bankakerfi án trausts þjóðarinnar er lítils virði.
Því hefði átt að leggja miklu meiri áherslu á að byggja upp þetta traust aftur. Því miður virðast hvorki stjórnvöld né forsvarsmenn bankanna sjá þessa augljósu staðreynd, a.m.k. er ekki að sjá að verk bankanna beri þess merki og ekkert hafa stjórnvöld gert, nema síður sé.
Gunnar Heiðarsson, 8.3.2013 kl. 09:44
Hveerju orði sannara Gunnar. Maður lítur banka öðrumm augum en áður. Þeir gengu alveg fram af þjóðinni fyrir hrun og hrifningin hefur ekki aukist þó þeir séu að skreyta sig með brúkuðum og aðkeyptum póltíkusum í stjórnum. Fólkið dýrkar þá ekki lengur eins og var meðan traustið var á dögum og einhvers metið.Veltu fyrir þér af hverju Davíð Oddsson nýtur fjórfalds álits meira en 7000 aðspurðra á móti þeim sem næstir koma? Hann var nefnilega traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður en ekki vindhani, hafði skoðanir en lét ekki kaupa sig.
Halldór Jónsson, 8.3.2013 kl. 13:27
Hverjir eiga að borga þeim sem staðgreiddu bréfin.
Eyjólfur G Svavarsson, 8.3.2013 kl. 18:39
Ég var ekki að biðja um endurgreiðslu heldufr að allt dæmið væri reiknað.Ekki bara rukkað en gömlum greiðslum vegna sama hlutar sleppt.
En mér finnst svo líka að bankarnir gætu alveg gefið því fólki sem átti í bönkunum fyrir hrun kost á að fá einhverja hluti í þeim nýju á einhverjum sérkjörum sem þeir geta upphugsað.Þannig mynu bankarnir endurreisa orðstír sinn að einhverju leyti eins og Thor Jensen gerði
Halldór Jónsson, 9.3.2013 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.