12.3.2013 | 16:35
Hvað nú ungi maður?
Þór Saari?
Það gekk ekki hjá þér stjórnarskráin. Það gekk ekki hjá þér vanstraustið. Hefur eitthvað gengið hjá þér yfirleitt þennan tíma á þinginu?
Jú, eitt verðu ekki af þér tekið. Slifsisleysistískan sem þú innleiddir til að auka virðingu þingsins væntanlega. Það mun halda nafni þínu á lofti um langa framtíð. Þó eru víst horfur á því að þið Björn Valur ætlið hvorugur að verða á næsta þingi.
Langaafi minn Jón Ólafsson rítstjóri sagði oftar af sér þingmennsku en nokkur annar. Í eitt skiptið tilfærði hann þá ástæðu að hann gæti ekki stundinni lengur setið þar með þeim vitleysingum sem þar væru innanstokks. Svo álit okkar samtíðarmanna á okkar þingmönnum er ekkert nýtt.
Það var annars hann Jón Ólafsson sem kom böndum á það þá fram úr hófi skrílslegt orðafar þingmenna sem þeir tíðkuðu með því að fá þá til að fallast á að nefna hvern annan ávallt hæstvirtan þingmann svo og svo í stað þess til dæmis að kalla hverjir aðra til dæmis gungur með skítlegt eðli og svo framvegis. Honum var annt um virðingu þingsins þó hann hefði alltaf verið talinn mesti orðhákur íslenskrar blaðamennsku. Hann varð tvívegis landflótta fyrir kjaftinn á sér um ráðamenn og Dani.
Síðast sagði Jón kallinn af sér embætti konungskjörins þingmanns, en því embætti hafði honum verið úthlutað tl að hann hefði eitthvað að lifa á því hann var alla tíð fátækur baslari. Nei, Jón Olafsson var maður með skap. Hann hafði verið bókavörður í Chicago í nærri áratug og vissi þessvegna meira um bókasöfn en margir aðrir. Hann hlaut ekki kosningu í undirbúningsnefnd Landsbókasafnsins heldur var landlæknir kosinn í hans stað af pólitík einni saman. Jón Ólafsson sagði umsvifalaust af sér embættinu og þar með eftirlaununum og hvarf í baslið sitt aftur til dauðadags 1916.
Þá hafði hann meðal annars gefið út stafrófskver sitt í meira en 16 000 eintökum frá byrjun aldarinnar Kenndi þjóðinni að lesa ef svo má segja..Auk margra kennslubóka en hann kenndi í Verslunarskólanum lengi. Gaf út blöð og tímarit einn eða með tengdasyni sínum prófessor dr.Ágústi H. Bjarnason, Iðunni, Reykjavíkina svo eitthvað sé nefnt. Einn afkomandi hans Ársæll Valfells lektor sýndi það framtak að gefa út kennslubók hans í hagfræði. Annar gaf út sýnishorn ljóða eftir hann ásamt Gilsi Guðmundssyni. En Jón var prýðilegt skáld og orti talsvert. "Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár" ætti að nægja til þess að bera þjóðskáldstitil.
Hann varð oftar ritstjóri en nokkur annar Íslendingur fyrr eða síðar. Hann kjaftaði herskip með fullri áhöfn út úr Ulysses Grant Bandaríkjaforseta og hershöfðingja Lincolns til að kanna búsetuskilyrði á Alaska sem hann taldi mjög henta Íslendingum. Skýrsla hans er í Library of Congress. Hann drakk Hvítahúsið þurrt eina nótt með Grant og þurfti Jón að borga sjálfur fyrir báða þegar þeir fóru á búllugang eftir meira brennivíni því Grant var blánkur.
Gils Guðmundsson skrifaði bók um Ævintýramanninn Jón Ólafsson sem er stórgóð lesning eins og Gils var von og vísa slíkur afbragðsmaður hann var hvað sem pólitíkinni hans leið en hann var ekki Sjálfstæðismaður.
Ég er ekki vel kunnugur mörgum afrekum Þórs Saari en held samt að þeir gætu átt eitthvað sameiginlegt Jón Ólafsson og hann Þór ef grannt er skoðað.
Því má nú spyrja: Í hverja skal heima nú halda? Hvernig verður ástandið á Alþingi með 19 flokka? Kannski verður þetta þing okkar sem nú er að kveðja bara hátíð miðað við það næsta?
Hvað nú ungi maður Þór Saari?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Arfleyfð Þórs Saari í Íslenskum stjórnmálum er sú að nú veit öll þjóðin að pontan á Alþingi er stillanleg.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2013 kl. 17:13
Hér má finna upplýsingar um Jón Ólafsson:
http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1279701/
Þór Saari var einu sinni með mér í bekk í barnaskóla og var hinn vænsti drengur. Svo hvarf hann og sagt var að hann hefði siglt vestur um haf. Svo kemur hann eins og skrattinn úr sauðaleggnum og lýsir yfir vantrausti á allt og alla.
Þannig menn verða ekki bundnir með bindi, Halldór Jónsson. En ég vona eiginlega dálítið að Saari komist inn á þing eftir næstu kosningar, en var hann ekki búinn að lýsa því yfir að hann hefði engan áhuga.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.3.2013 kl. 17:19
Var það ekki einhver varaþingmaður VG að norðan sem fyrst lýsti yfir stríði gegn hálsbindum? En gott ef Saari fer ekki á Borgina í staðin fyrir Dómkirkjuna fyrir þingsetningu. Hann er víst ekki í framboði og kemst því miður ekki til þings konungskjörinn eins og hann langafi þinn Halldór. Annars var þetta stórfróðlegur pistill um Jón Ólafsson og viðbót Fornleifs vinar okkar um spítalafatnaðinn er nokkuð skondin. Þeirra tíma Útvarp Saga?
Sigurður Þórðarson, 12.3.2013 kl. 19:58
Sæll halldór.Varðandi þessa bindistísku þá verð ég að segja það að hún virkar svolítið öfugt á mig.Ég forðast yfirleitt menn með bindi,finnst þeir eiginlega ótraustverðir.Eins þegar menn eru með fleðjulæti og uppgerðar kurteisi.Það eru aðrir hlutir sem vekja traust hjá mér.
Jósef Smári Ásmundsson, 13.3.2013 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.