Leita í fréttum mbl.is

Össur aldrei þessu vant

skrifar eitthvað af viti í Mbl.í dag. Hann veltir upp nauðsyn þess að Íslendingar hafi hér viðbúnað til björgunar og eftirlits vegna aukinnar umferðar um norðurhöf sem eer að vaxa ört. 

Össur segir m.a.:

"....Liður í því er að Ísland verði sterkur hlekkur í keðju viðbragðs- og björgunarmiðstöðva sem óhjákvæmilega verða til við umferðaræðar norðursins. Miðstöðin á Íslandi þarf að verða til í alþjóðlegri samvinnu. Bak þeirri hugsun liggja ekki síst þau rök að það þarf að tryggja jafnvægi milli ávinnings og ábyrgðar. Þau ríki, jafnvel fyrirtæki, sem munu njóta góðs af umsvifunum, hvort sem eru siglingar eða vinnsla, þurfa að leggja sitt af mörkum til að stuðla að öryggi á svæðinu. Án alþjóðlegrar samvinnu verður einfaldlega erfitt fyrir Ísland að tryggja viðunandi getu til að takast á við skelfilegar afleiðingar stórslyss á sjó eða alvarlegra mengunarslysa. Alþjóðleg samvinna um slíka miðstöð á Íslandi er því hagur allra sem eiga hagsmuni í grennd við okkur.

 

Það má rifja upp, að á síðasta hausti fór fram vel heppnuð leitar- og björgunaræfing norðurskautsríkjanna við Austur-Grænland. Hún undirstrikaði hversu Ísland hentar að öllu leyti sem slík miðstöð gagnvart flæmum suður af landinu og til norðurs milli Íslands, Grænlands og Svalbarða....

 

....Landið liggur vel við siglingaleiðum um Atlantshafið og Norður-Íshafið. Í námunda við Ísland eru stór strandsvæði þar sem lítill eða enginn viðbúnaður eða innviðir eru til staðar, t.d. við austanvert Grænland, auk víðfeðmra hafsvæða norðan og sunnan Íslands. Hér eru líka sterkar grunnstoðir, bæði alþjóðaflugvellir og hafnir sem hægt er treysta allan ársins hring. Við Keflavíkurflugvöll er feiknagóð aðstaða, sem auk alþjóðlegs flugvallar telur hafnarmannvirkin í Helguvík, flugskýli og afbragðsaðstöðu til birgðahalds og gistingar.

 

Í landinu er einnig úrvalsatgervi og mannauður sniðinn fyrir starfsemi af þessum toga. Eitt af því besta við Ísland - og sem fáir skilja fyrr en þeir komast í hann krappan - er sú velþjálfaða úrvalssveit sem við höfum á að skipa í björgunarliði landsmanna. Og hún hefur þegar getið sér gott orð á alþjóðavettvangi. Þar má upp telja Landhelgisgæslu, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Neyðarlínuna auk ýmissa stofnana, jafnvel skóla, sem búa yfir mikilvægri þekkingu og reynslu á þessu sviði.

 

Það er þó ekki sístur kostur landsins í þessu tilliti, að hér eru fjölbreytt tækifæri til margskonar þjálfunar fyrir erfiðar aðstæður, svo sem á jöklum uppi, á hafís úti, í fjalllendi, tor- og illfærir vegir í boði, auk þess sem óblítt veðurfar er í fullmiklu framboði.

 

Næsta skref er að stjórnvöld vinni ítarlega greiningu á þeim möguleikum sem við höfum til að styrkja innlendan mannauð og viðbúnað í gegnum alþjóðasamvinnu. Í framhaldinu þarf að kynna þá greiningu fyrir okkar helstu erlendu samstarfsaðilum með frekari samvinnu að leiðarljósi..."

 

Össur gleymir því auðvitað að hann ætlaði að undirbúa þessi næstu skref árið 2011 en sveik það sem ýmsilegt annað vegna eina málsins.

Í þessu sambandi langar mig að rifja upp hugmynd sem Steingrímur Erlingsson útgerðarmaður frá Canada kom með. Hann stakk upp á að kaupa gamlan olíuborpall á brotajárnsverði og tjóðra hann við Kolbeinsey, útvörð landhelgi Íslands sem er að sökkva í sæ. Á þessum palli gætu þyrlur lent og haft bækistöð, og ótal fleira gagn mætti af þessu hafa þó að eyjan sjálf hafi ekki sömu þýðingu og fyrrum eftir miðlínusamninga.Þarna gæti verið heil íslensk borg með tímanum.  Í samvinnu við aðra bækistöð í Grímsey er auðséð að Íslendingar eru í bestri aðstöðu til að þjónusta hafsvæðin miklu í stríði og friði.

Össur hreyfir þarna máli sem hann sjálfur hefði náttúrlega átt að gera eitthvað í meðan hann gat í stað þess að gera bara það sem hann gerði og allir hafa séð.

Aldrei þessu vant hlustaði ég á Össur í þetta sinn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgari

Össur er skemmtilega froðumæslkur og fær ritbelgingur. Við höfum varla efni á því að reka Landsspítala og tvær stórar þyrlur.

Hvað er annars mikil umferð á þessari miklu norðurleið eða við Kolbeinsey? Tíu skip á ári eða meira?

Borgari, 14.3.2013 kl. 16:31

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er þannig með Jóhönnu og allt hennar fólk að loppurnar náðu aldrei út úr ermunum til nokkurs gagns á kjörtímabilinu, en þvaður maskínan gengur því betur sem nær dregur að kosningum og þá er hvergi sparað að lofa upp í ermar annarra.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 14.3.2013 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418252

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband