Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna hrynur fylgið

af Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum núna eftir Landsfundinn sem fundarmenn héldu að hefði verið svo stórkostlegur?

Var hann þá ekki stórkostlegur?

Bjarni formaður og Hann Birna varaformaður? Var það ekki stórkostlegt?

Flottar samþykktir.

Hætta viðræðunum við ESB?

Gera eitthvað sniðugt fyrir heimilin í gegnum eitthvað flókið?

Lofa ekki of miklu?

Vera ábyrgur?

Svo kemur bara stuðið.

Fylgið hrynur um 30 %.

Getum við sjálfstæðismenn sagt að það sé bara eitthvað að fólkinu.?

Það sjái ekki og skilji ekki hvað við séum sniðugir?

Er það formaðurinn sem veldur þessu? Fólkið vill hann ekki?

Er það framkvæmdastjórinn? Fóllkið vill hann ekki?

Var Evrópusambandsarmurinn 30 % af flokknum?

Ég hef verið að reyna að hlera hverjar ástæðurnar séu út meðal fólksins. Því miður þá er staðan svona og útlitið fyrir bata slæmt.

Það er ekki alvarlegt fyrir sjálfstæðisstefnuna  þó að flokkurinn gangi ekki neitt í einum kosningum. Hann mun lifa og breyta sér. Hugsjónin hefur ekki breyst. Það er eitthvað annað að. Og það mikið.

Það alvarlega er fyrir þjóðina er hinsvegar að við verðum forystulaus áfram. Stjórnarstefnan sem við höfum búið við í fjögur ár heldur áfram að einhverju leyti. Stefna hins neikvæða hagvaxtar. Stefna atvinnuleysis. Stefna fjárfestingarleysis. Stefna ákvarðanafælni og samræðustjórnmála. Stefna hrossakaupa, stefna glundroða og flokkafjölda.

Jafnvel ungir Sjálfstæðismenn segjast ætla að kjósa Pirataflokkinn. Gamlir Sjálfstæðismenn segjast ætla að kjósa Framsókn.  Þetta er ekki bara bull í mér. Þetta er að heyrast. Það er hinn stóri Landsfundur sem stendur yfir sem er að ræða málin.

Fylgið hrynur.

Ætlum við bara að sitja og láta þetta gerast? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki er það ESB andstaðan því Framsókn hefur einmitt verið að herðast í henni auk þess sem andstaða við ESB aðild fer vaxandi meðal þjóðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 16.3.2013 kl. 22:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég sem Sjálfstæðismaður og hef verið frá Æsku og verð.En ég er eins og margir flokksmenn sem ekki mega sitja Landsfund Flokksins og ég hef rætt við hafa aldrei treyst Bjarna Ben frá upphafi,hann hefur ekki þessa Forystuhæfileika sem við vorum vanir að hafa í Flokknum.Okkur vantar mann eins og Davíð Oddson,og Bjarna heitin Ben.þeir höfðu engan fortíðar draug á eftir sér..

Vilhjálmur Stefánsson, 16.3.2013 kl. 23:13

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sviplitill og bragddaufur formadur, med torraeda fortid, sem sveiflast eins og lauf i vindi, er engum flokki hollur.  Annad hvort er flokkurinn med eda a moti adild ad esb. Eins og stadan er i dag, veit hinn almenni sjalfstaedismadur ekki neitt um hug forystunnar og thvi hrynur fylgid einnig, vegna thess. Thad er makalaust ad flokkur sem starfad hefur i stjornarandstodu i tid mjog ovinsaellar rikisstjornar, skuli ekki hafa burdi til ad odlast meira fylgi. Forystan er greinilega vanhaef og aetti ad hverfa til annara starfa sem fyrst. Maeli med ad formadurinn verdi makadur i rakspira og settur til afgreidslustarfa i tiskuvoruverslun. Thar gaeti gott "look" komid ser vel. Thar tharf heldur ekkert vodalega mikid ad hugsa eda reyna ad lata fra ser gafuleg svor.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2013 kl. 23:16

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn endurnýjaði sig ekki eftir hrunið...gamla liðið, Davíð stýrir reikulum formanni, huglaus varaformaður sem hefur bara tapað kosningum.. einangrunarstefnan, veruleikaflóttinn ,,, margt fleira.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.3.2013 kl. 23:23

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hárrétt greiníng, huglægt 'high5' frá mér.

Línan um "Jafnvel ungir Sjálfstæðismenn segjast ætla að kjósa Pirataflokkinn. Gamlir Sjálfstæðismenn segjast ætla að kjósa Framsókn." er zúrzæt zannindi.

Steingrímur Helgason, 16.3.2013 kl. 23:24

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að þetta sé rétt hjá þér og sorglegt fyrir mig sem hægri mann að sjá minn gamla flokk svona laskaðan og sennileg mun fylgið falla enn lengra niður á við.

En hrokinn gagnvart mér og öðrum frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefur verið slíkur undanfarin ár að maður er svo sem ekki hissa.

Það kemur mér hins vegar á óvart að þetta fólk sæki í maddömu Framsókn, en ástæðan er auðvitað hörmuleg frammistaða Samfylkingarinnar undanfarin 4 ár.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.3.2013 kl. 23:26

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - þið á landsfundinum síðasta sýnduð ykkar rétta andlit (sem er stórkostlegt) - einangrunarstefna, kristin gildi í lagasetningum o.þ.h sem sennileaga fáir xD menn eru hrifnir af

Rafn Guðmundsson, 17.3.2013 kl. 00:13

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Grun stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru þarna en þá og fólkið sem studdi þau er þarna en þá. 

En að setja rolur til forustu, sem aldrei vita á hvaða þúfu á að stíga næst, þær lendi bara ofaní aftur og aftur.

Foringi sem lætur afvegaleiðasig eins og gerðist,  verður aftur afvegaleiddur.  



 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2013 kl. 08:40

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Nú er komin upp sú "tragi komiska" staða, að þó formaðurinn forfallist skyndilega, þá er það nú einfaldlega orðið of seint og myndi aðeins gera illt verra. Úr því sem komið er, þá verður óvinsæl forystan að að þreyja þorrann og reyna að halda þessu 25% fylgi innvígðra og innmúraðra

Jónatan Karlsson, 17.3.2013 kl. 09:42

10 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þú spyrð flestra erfiðu spurninganna, kollega Halldór. Að mínu mati er erfiðleika Flokksins að stórum hluta að rekja til eftirfarandi atriða:

 

1.     Stuðningur Flokksins við ríkisstjórnina í Icesave-deilunni. Þrátt fyrir greinilega andstöðu meirihluta Sjálfstæðismanna við Icesave-III-lögin, var tekin sú heimskulegu ákvörðun að greiða þeim atkvæði. Einu rökin sem fram komu, var að Lárus Blöndal taldi þau ásættanleg og einhver óljós rök sem Bjarni vísaði til sem hið fræga »ískalda mat«.

 

http://blog.pressan.is/skafti/2011/02/06/%E2%80%9Ciskalt-hagsmunamat%E2%80%9D/

 

2.     Forusta Sjálfstæðisflokks hefur allt kjörtímabilið daðrað við ESB-aðild. Þetta hefur greinilegast komið fram með skorti á þjóðhollri peningastefnu. Í hvert skipti sem málið hefur verið til umræðu innan Flokksins, hefur verið leitað til ESB-sinna eins og Gylfa Zoega og Benedikts Jóhannessonar.

 

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1229374/

 

3.     Flokkurinn á möguleika að auka fylgi sitt, ef  forustan fylgir leiðsögn síðasta Landsfundar, sem setti stefnu á »fastgengi«. Allir landsmenn vita að »torgreinda peningastefnan« er leið tortímingar. Sú stefna forustu Flokksins að halda möguleikanum fyrir ESB-innlimun Íslands opinni, meðal annars með því að fylgja ekki eftir stefnu Landsfundarins varðandi peningastefnu, mun leiða til áframhaldandi fylgistaps.

 

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1288111/

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

  

Samstaða þjóðar, 17.3.2013 kl. 09:44

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Halldór:

Ég held að vandamálið kristallist í afstöðu manna á borð við Loft Altice Þorsteinsson, sem vilja færa flokkinn enn lengra til hægri. Flokkur sem vill vera með 40% fylgi þarf að höfða til hófsamra hægri manna og þeirra sem eru lengra til hægri. Þetta er að mistakast og því verður fylgið 20-25%.

Auðveldast hefði verið að taka þetta ESB mál út fyrir sviga líkt og var gert á þar síðasta landsfundi. Þetta geta Davíð, Björn, Styrmir og félagar ekki sætt sig við og þetta er útkoman. Vandamálið varðandi peningastefnuna er að Sjálfstæðisflokknum tókst ekki að bjóða upp á neina lausn aðra en að taka upp aðra mynt.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.3.2013 kl. 11:37

12 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það vandamál sem Guðbjörn sér kristallast, hefur ekkert að gera með fylgistap Sjálfstæðisflokks. Guðbjörn og félagar hans voru farnir úr Flokknum löngu áður en fylgistapið hófst og um þá félaga munar ekkert í skoðanakönnunum.

 

Það er einnig rangt hjá Guðbirni að vandamálið hafi eitthvað að gera með »hægri - vinstri«. Deilan snýst um hvort betra er fyrir þjóðina, að vera sjálfstæð eða nýlenda Evrópusambandsins. Þetta er deila sem rekja má aftur til Sturlunga-aldar. Svona mikilvægt mál verður ekki tekið út fyrir sviga.

 

Peningastefnan er annars eðlis, þótt Evrópusinnar vilji tengja hana ESB. Fastgengi er nauðsynleg efnahagsleg aðgerð, sem tengist engu fremur en skynsemi. Evrópusinnar hafa notað þessa staðreynd til rökstuðnings upptöku Evru. Öllum eru ljósir þeir pólitísku meinbugir sem fylgja Evrunni og þetta skilja Íslendinga, þótt Evrópusinnar haldi áfram að hrópa sig hása.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 17.3.2013 kl. 12:37

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Framsókn lofar upp í ermina.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2013 kl. 12:48

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það vantar ekki greinigu vandamálsins hjá vinstr/hægri/frjálslindum.Sorglegt fyrir mig!Hrokinn gagnvart mér,aumingja Guðbjörn var til í að styðja Sjálfstæðisflokkinn,þegar hann var stærstur. Það eru menn eins og Loftur sem greina vandann,hann ser óeðlileg afskipti merkikertanna ESB,sinnanna sem ætti að gera óvirka í flokknum,það er raunar mín skoðun. Fylgja Landsfundar-samþykktinni af fullum krafti. Mér bíður í grun að mönnum sé ekki eins leitt og þeir láta. Gamlir Sjálfstæðismenn sjá að við svo búið má ekkistanda.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2013 kl. 13:14

15 Smámynd: Óskar

Mér leiðist ekki að sjá sjalla greina vandann. Held að Guðbjörn hitti nokkurn veginn í mark.  Staðreyndin er sú að víðast hvað í lýðræðisríkjum eiga flokkar lengst til hægri ekki nema 10-15% fylgi og sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarið.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til fengið stóran hluta fylgis síns frá hægri krötum.  Þetta fólk kýs hann ekki núna af augljósum ástæðum.  Öfgamenn eins og Loftur sjá auðvitað ekki vandann því þeir skilja ekki hversvegna helmingur þjóðarinnar getur ekki hugsað sér að kjósa flokk sem er búinn að mála sig út í horn með öfgum og jafnvel tilbúinn til að taka trúarrugl inn í stefnuskrána.  En þetta er fínt, því minna fylgi sem þessi glæpasamtök fá, því betra.

Óskar, 17.3.2013 kl. 15:00

16 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek hér undir mál Lofts að megin efni, en fastgengi er ekki alveg á dagskrá, fyrst þarf að koma atvinnulífi af stað svo að öflun verði.  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2013 kl. 15:03

17 Smámynd: Samstaða þjóðar

Fróðlegt væri að sjá hvernig Óskar Haraldsson skilgreinir öfgamenn. Hann uppnefnir mig öfgamann, sem er bara skammaryrði, því að það er fullkomlega rangt. Hvað með Sjálfstæðisflokk, er líka skammaryrði hjá Óskari að nefna hann öfgaflokk?

 

Hvað er lengst til hægri í huga Óskars? Hann segir að Sjálfstæðisflokkur hafi tapað stuðningi “hægri krata” en hvers vegna fer þetta fylgi þá ekki til Samfylkingar eða VG?

 

Ljóst er að ríkisstjórnin er rúin öllu trausti og fylgi hennar verður einungis 50% af fyrra fylgi. Hvar eru öfgarnar ef ekki hjá þessum flokkum, sem hafa haldið til streitu fullkomlega öfgafullum málum, í algerri andstöðu við mikinn meirihluta landsmanna.

 

Flestir landsmenn eru sammála mér, að Samfylking er hættulegasta glæpafélag landsins. Ég nefni: Icesave-kúgunina, ESB-þjónkunina, stjórnarskrár-endaleysuna og banka-gjöfina til hrægammanna. »Hægri-vinstri« er pólitískur steingervingur, sem menn ættu að leggja í salt.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 17.3.2013 kl. 15:30

18 Smámynd: Samstaða þjóðar

Fastgengi verður að taka upp, ef menn vilja koma á efnahagslegum stöðugleika. Hins vegar ef menn vilja viðhalda verðbólgu, eigna-bruna, snjóhengju, gjaldeyishöftum og annar óáran, þá styðja menn auðvitað áframhaldandi flotgengi.

 

Fastgengi er undirstaða þess að hægt verði að koma atvinnulífinu af stað. Gengisfelling gagnast sannanleg ekki atvinnulífinu. Jafnvel Evrópusinnar skilja að fastgengi er á dagskrá, að vísu einstrengingslega bara með Evru. Ný peningastefna fyrir landið er mál málanna og öll önnur mál eru tittlingaskítur í samanburði.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 17.3.2013 kl. 15:43

19 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Halldór,

Ég held það gæti líka haft eitthvað að segja að á síðustu vakt flokksins í ríkisstjórn urðu á Íslandi 3 af 7 stærstu gjaldþrotum veraldarsögunnar. 

Ísland, undir stjórn sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar verður um langa framtíð samnefnari um allan heim fyrir hrunið 2008 og efnahagsstjórn sem var ein sú versta sem um getur og varð grunnurinn að þessum 3 stórgjaldþrotum.  Það er arfleifð síðasta áratugar. 

Fólk vill eitthvað annað en þetta dómadags arfarugl, sem viðgengist hefur á Íslandi undanfarna áratugi, en það er úr litlu að moða í þeim efnum. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 17.3.2013 kl. 16:46

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég myndi aldrei nenna að fylgja "foringja" sem væri sífellt að eltast við skoðanakannanir. Davíð Oddson er þannig maður að maður veit hvar maður hefur hann.  Á endanum er heilladrýgst að menn fylgi eða verði allavega ekki viðskila við sannfæringu sína.  Ég mun aldrei undir nokkrum kringumstæðum styðja stjórnmálamenn sem vilja afsala eða deila fiskveiðiauðlindinni með ESB.

Sigurður Þórðarson, 17.3.2013 kl. 17:28

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir heimsóknir í dag á mitt litla blogg. Af einhverjum ástæðum hefur heimsóknarfjöldinn margfaldast frá því hinn daginn.

Ég vil túlka þetta þannig fyrir mig, að fólki sé ekki sama um Sálfstæðisflokkinn. Það sé ekki ánægt með þessa þróun. Ekki vegna einstakra manna eða vinsælda þeirra endilega því þetta snýst ekki bara um það eins og Hanna Birna orðaði það svo vel í Silfrinu í dag. Þetta snýst um þjóðina. Þetta snýst um það hvert stefnir ef við fáum hugsanlega sömu stjórn eða svipaða áfram. Við fáum þá hækkandi skatta og minnkandi hagvöxt í stað breyttra áherzlna. Það er það sem mér sjalfum finnst ógnvænlegast við fylgishrun flokksins.

Og þessi mikli fjöldi sem hefur ómakað sig til að taka upp rökræður um þetta mál vegna þessa ltla pistils, hann gefur mér þá von að það hafi kannski ekki slitnað þráðurinn heldur teygst á honum.

Enn og aftur þið góða fólk,þakka ykkur fyrir athyglina.Reynum að hafa rök efst á blaði en forðumst að nota upphrópanir. Við erum öll Íslendingar og erum að leita að því sem betur má gefast fyrir okkar þjóð en sumt af því sem hæst hefur borið hjá okkur nú um hríð.

Halldór Jónsson, 17.3.2013 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband