Leita í fréttum mbl.is

Af hverju að byrja á lóðagjöldum?

 Þegar rætt er um húsnæðisvanda ungs fólks?

Ef fólk vill koma sér upp þaki yfir höfuðið á höfuðborgarsvæðinu þá byrjar maður á að borga 6-15milljónir fyrir lóð. Húsnæðislánið er 20 millur.

Hér í Orlando eru mörg hverfi þar sem ódýr hús standa og jafnvel trailerar, svo koma önnur hverfi þar sem húsin kosta milljónir dollara. Allir geta fengið íbúð sem hentar fjárhagnum. Íbúðir á öllum verðum. Margt annað til lífsins kostar 1/pí  miðað við Ísland eins og bensín, áfengi,heimilstæki, margar matartegundir. Kaupið er lágt og atvinnu vantar víða. Af hverju þurfum við að pína okkur svona?

Það er illa hægt á Íslandi að  fá að byggja svona ódýrt og áreiðanlega batnar það ekki með nýrri byggingareglugerð. Það er ein og enginn hafi áhuga fyrir neinu svona. Menn geta fengið pláss fyrir hjólhýsi á Flúðum og Laugarvatni en ekki í Kópavog.

Hvernig væri að t.d. Hafnarfjörður sem á nóg hraun myndi skaffa pláss undir öðruvísi hús sem menn mættu byggja á ef þeir borguðu tengigjöldin . Mættu til dæmis byggja úr gámum sem hægt er að kaupa nýja og notaða. Koma upp einbýlishúsum fyrir 10 millur?. Malbik á götuna gæti ekki kostað þau ósköp og götulýsing.  

Slömm segir einhver, braggarnir komnir aftur. En hvað er betra, eitthvað eða ekkert? 

Af hverju byrjar allt á að kaupa lóð? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er mikið til í þessu.  Fyrir ríflega 6 árum keypti ég og fjölskyldan lítið og nett einbýlishús í Toronto, í nokkuð góðu hverfi.  Sirka 120m2 plús kjallari og bílskúr.  Not bene þá eignaðist ég lóðina líka.

Þetta fékkst fyrir svipað verð og góðar lóðir voru seldar á á höfuðborgarsvæðinu.

Rétt er að hafa í huga að vissulega var gengið allt annað þá en nú.

G. Tómas Gunnarsson, 20.3.2013 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband