Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk Þýðingarmiðstöð?

utanríkisráðuneytisins?

Frosti Sigurjónsson hefur farið ofan í saumana á þýðingu á Lissabon sáttmálanum. Utanríkisráðuneytið rekur mikið og merkt batterí sem heitir Þýðingarmiðstöð. Þessi stofnun hefur unnið mikið og merkilegt starf í opinberum þýðingum og sett saman gagnagrunn til samræmdra þýðinga sömu hugtaka. Þarna starfar inni hámenntað fólk og beitt er nýjustu tækni.

Ég hef sótt námskeið hjá þessari stofnun sem tilboðsgjafi í þýðingar. Ég hef skilað nokkrum þýðingum þar sem ég hef reynt að fara eftir öllum reglum, s.s. þýða milli punkta, bæta engu í og sleppa engu. Ég hef fengið þá dóma að ég hafi skilað ótæku verki þar sem íslenskan mín sé of lík enskunni til að teljast tæk. Ég er því útilokaður frá störfum jafnvel þó ég sé meðal lægstbjóðenda verktakaþýðenda. 

Ég fékk aldrei að þýða neitt af mínu fagsviði heldur bara lagatexta og einu sinni þungan efnafræðitexta.   Ein og ein villa sem kann að hafa sloppið í gegn hjá mér dugar til útilokunar. Ég hef tekið þessu með stillingu af þeirri miklu virðingu sem ég ber fyrir því fólki sem ég hef kynnst þarna. Ég kann hinsvegar handverkið og tæknina það vel að ég hef fengið góð verkefni annarsstaðar. En ekki er allt sem sýnist.

Það var búið að segja mér það af öðru fólki að ég skyldi ekki búast við framhaldslífi þarna inni vegna pólitíkurinnar. Það yrði tekið í taumana. Ég hef aldrei trúað á þetta. En ég veit hinsvegar að ég er útilokaður frá störfum fyrir ÞM þrátt fyrir af hafa haft yfirlesara með meistarapróf í þýðingarfræðum. Útkoman var ótækar þýðingar og þar við situr. Ég fæ ekki einu sinni annað tækifæri til að ráða mér Norrænudeildina alla til yfirlestrar til viðbótar. Lokaðar dyr.

Ein og ein villa sem kann að hafa sloppið í gegn hjá mér dugar til útilokunar. Ég hef tekið þessu með stillingu af þeirri miklu virðingu sem ég ber fyrir því fólki sem ég hef kynnst þarna. 

  

En nú kemur Frosti Sigurjónsson fram á ritvöllinn og sýnir með óyggjandi dæmum að ÞM er annaðhvort ekki óskeikul eða þá bara beint pólitísk:

 

560145

Lissabon sáttmálinn hefur verið þýddur á Íslensku. Sáttmálinn lýsir réttindum og skyldum aðildarríkja í smáatriðum. Þess vegna er mikilvægt að þýðingin sé vönduð og nákvæm en því miður virðist það markmið ekki hafa náðst. Hér eru nokkur dæmi:

2. KAFLI, SÉRTÆK ÁKVÆÐI UM SAMEIGINLEGA STEFNU Í UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁLUM, 1. ÞÁTTUR ALMENN ÁKVÆÐI, 24. gr :

“Þau skulu forðast að gera nokkuð það sem vinnur gegn hagsmunum Sambandsins eða kynni að skaða áhrif þess sem afls í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum.”

"They shall refrain from any action which is contrary to the interests of the Union or likely to impair its effectiveness as a cohesive forcein international relations."

Þetta er rangt þýtt því "Cohesive force in international relations" þýðir “samheldið afl í alþjóðasamskiptum”, en alls ekki “afl í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum”.

XXI. BÁLKUR ORKUMÁL 194. gr.

“1. Með tilliti til stofnunar og starfsemi innri markaðarins og með skírskotun til þarfarinnar á að varðveita og bæta umhverfið skal stefna Sambandsins í orkumálum miða að því, í anda samstöðu meðal aðildarríkjanna, að:

a) tryggja starfsemi orkumarkaðarins,

b) tryggja öryggi í orkuafhendingu í Sambandinu, “

"(b) ensure security of energy supply in the Union; "

Þetta telst röng þýðing því “supply” þýðir “framboð” en ekki “afhending” Lið b) ætti því frekar þýða þannig "tryggja öryggi orkuframboðs í Sambandinu." Aðildarríki eru hér að samþykkja að Brussel taki ákvarðanir um öruggt orkuframboð (auðlindina) en ekki bara örugga afhendingu orku.

I. BÁLKUR FLOKKAR OG SVIÐ VALDHEIMILDA SAMBANDSINS 3. gr.

“1. Eftirtalin svið skulu falla undir fullar valdheimildir Sambandsins: a) tollabandalag, b) setning nauðsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markaðarins, c) peningamálastefna fyrir þau aðildarríki sem hafa evru sem gjaldmiðil, d) verndun lífrænna auðlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, e) sameiginleg viðskiptastefna. “

"1. The Union shall have exclusive competence in the following areas: "

Exclusive þýðir að sambandið sé alfarið einrátt um þessa málaflokka. Sem mætti þýða "Sambandið skal hafa óskiptar valdheimildir á eftirfarandi sviðum". Þetta skiptir máli því aðildarríkin eru hér að samþykkja að lúta einhliða ákvörðunum ESB í þessum flokkum.

C. YFIRLÝSINGAR AÐILDARRÍKJANNA

“... og Evrópudagurinn 9. maí verða áfram í þessum löndum tákn samfélags borgara í Evrópusambandinu og tengsla þeirra við það. “

"... and Europe day May 9th will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Unionand their allegiance to it."

Orðið „allegiance" getur þýtt: obligation, commitment, devotion, faith og loyalty. Þarna er á ferð yfirlýsing um hollustu við Evrópusambandið en ekki bara "tengsl" við það.

Finnst einhverjum fleirum en mér að þessar þýðingavillur séu best til þess fallnar að láta þennan grundvallarsáttmála Evrópusambandsins líta út fyrir að vera eitthvað ásættanlegri en hann er í raun og veru?

 

Íslensk þýðing: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/lissabon-sattmali/Lissabon-heildarskjal.pdf

Enska útgáfan: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:C:2010:083:FULL:EN:PDF

 Jafnvel ég, sem ótækur þýðandi sé að þarna er réttu máli hallað og textinn er beinlínis rangur. Og þetta er sjálf stjórnarskrá Evrópusambandsins undir. Ekkert ómerkilegt plagg eins og ég hef verið að þýða um hvernig samskiptum  VesturEvrópusambandsins og Evrópusambandsins skuli vera háttað. Sem er úrelt fyrir 10 árum síðan þar sem VES hefur verið lagt niður og fleira í þeim dúr sem ég hef komið að.

Jæja, mér er bara létt. Þeir eru þá ekki óskeikulir þarna hjá ÞM . En sjálfsagt er ég jafnvitlaus og áður í pólitíkinni. Það hafði hinsvegar aldrei hvarflað að mér að það gæti verið heppilegra að orða eitthvað öðruvísi en stendur á frumtextanum. Þar er ég bit á Þýðingarmiðstöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Markmið manna eru oftast góð og falleg, eins markmiðið um sameinaða evrópu. Það eru hinnsvega meðulin sem menn nota til að ná settu marki sem skilja á milli illmenna og hinna.

Guðmundur Jónsson, 23.3.2013 kl. 14:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég vil nú ekki nota orð eins og illmenni um þetta Evróputrúarfólk okkar. Þetta er þeirra heilagt Gral eins og Múhammeð er fyrir Múslíma. Hinsvegar datt mér aldrei í hug að neinn reyndi að stýra merkingu tilskipana ESB á þann hátt serm Frosti hefur komið auga á.

Það er búið að þýða þúsundir af tilkipunum frá ESb og margar orðnar að lögum hérna. Margir þolendur haf kvartað fyrir íslenskum embættismönnum að þeir seú kaþólskari en páfinn í framfylgninni eins og td. Flugmálastjórn þar sem menn kvarta sáran undan kreddufestu. Þarf virkilega að fara að lesa allt regluverikið í að leita að samskonar dæmum eins og koma þarna fram í Lissabonsáttmálanum?

Ef þetta er svona þarna í grunninum, hvað með aðrar reglugerðir?

Halldór Jónsson, 24.3.2013 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband