Leita í fréttum mbl.is

Bjarni góður á Bylgjunni

í Sprengisandi Sigurjóns á sunnudaginn síðasta. Ég hvet fólk sem vill fræðast bæði um hæfileika Bjarna sem talsmanns og um stefnu Sjálfstæðisflokksins í helstu málum til að spila þáttinn fyrir sig.

Mér dettur nú bara í hug sagan sem ég heyrði þegar Júlíus Hafstein gamli og góði sýslumaðurinn sagði við Ólaf Þorgrímsson hæstaréttarmálaflutningsmann þegar hann hafði lokið ræðu fyrir Hæstarétti: "Mikið assgoti var þetta gott hjá þér strákur. Ég hefði ekki getað gert þetta betur sjálfur."

Ég er alveg viss um að ég hefði ekki getað gert þetta betur en hann Bjarni í þessum Sprengisandsþætti. Hann fór ótt yfir mikil svið og skýrði á kjarngóðu máli svo ég skildi út á hvað tillögur Sjálfstæðismanna í vandamálum heimilanna ganga. Bjarni hefur kennarahæfileika og mælsku til að bera sem ekki er öllum gefin. Og víst er að hann skýrði málin svo vel að ekki þurfti neinn túlk fyrir það sem hann var að tala um.

 Áður var ég búinn að lesa yfir bækling frá flokknum um sama málefni sem ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að skilja til fulls. Það er ekki sama hvernig mál eru sett fram.

Það var sagt í gamla daga í Þýskalandi, að til væri í landinu fyrirbrigði sem héti DIN-asninn. Hann væri þannig að áður en DIN-staðall væri gefinn út væri DIN-asninn sóttur og látinn lesa textann. Ef hann skildi ekki textann til fulls varð að endurskrifa.  

Stjórnmálaflokkar verða að gæta sín í framsetningu fyrir kosningar. Skemmst er að minnast Leiftursóknarinnar.  Hugsanlega hefur Framsókn slegið Sjálfstæðisflokknum við í þessu tilliti núna og notað eitthvert afbrigði af DIN-asnanum sem mætti kannski kalla FRAMSÓKNAR-fíflið til að lesa textann yfir. Því víst er ef marka má skoðanakannanir að þjóðin virðist skilja Framsókn betur en Íhaldið.

En Bjarni var góður á Bylgjunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband