10.4.2013 | 22:35
Fáránlegir þættir
birtast á RÚV um stjórnmál nú í aðdraganda kosninga.
Hvernig er hægt að leggja það á fólk þegar RÚV stillir upp ellefu frambjóðendum í röð til að ræða efnahagsmál. Þar af eru kannski fjórir sem eiga einhverja von í að ná 10-20 þingmönnum og fara í stjórn eftir kosningar. Þeir alvörukallarnir eru látnir hlusta á helmingi fleiri nóboddía nota sama ræðutíma og þeir til að tala um hluti sem þeir í versta falli botna ekki í sjálfir hvað þá að þeir munu hafa áhrif á málaflokkinn eftir kosningar. Mig vantar ekkert að frétta neitt hjá þessu fólki.
Það er ekki leggjandi á venjulegt fólk að hlusta á þetta. Fulltrúa þessarar sérvitringaframboða á að hafa í sérþætti og fulltrúar flokka sem eiga einhvern þingstyrk vísan eiga að vera í öðrum. Menn verða að rífasat á janfréttisgrundvelli. Fluguvigtarmenn eru aldrei sendir í þungavigtarkeppnir í íþróttum eða unglingalið í meistaraflokka.
Þessi fræðsluþáttur um stjórnmál er eyðilagður fyrir fróðleiksfúsum alvörukjósanda því hann nennir ekki að eyða tíma í að hlusta á fimbulfambið í þessum eða hinum sem engin áhrif mun hafa hvort eða er eftir kosningar.Maður sem þarf að einbeita sér um hvað hann eigi að gera við atkvæðið til árangurs getur ekki eytt tíma í þetta.
Hugsanlega væri líka best að raunverulegir áhrifaforystumenn tali bara sína ræðu einir í sér þætti eða gangi á hólm við einn jafningja sinn. Maður getur þá spilað það sem maður vill heyra en ekki láta nauðga sér andlega eins og svona línudansaraþættir eru.
Vonandi dettur forystumönnum alvöruflokkanna ekki í hug að láta teyma sig aftur í sjónvarp rétt fyrir kosningar til að munnhöggvast við Sturlu bílstjóra, Pétur á Sögu eða Þorvald Gylfason þó ágætir séu annarsstaðar. Það hefur engan tilgang í þeirri baráttu sem háð verður. Þessir þrír geta svo bara ágætlega rifist hvor við annan eða Birgittu en eiga ekki að fá að eyða tíma frá öðrum og drepa öllu sem máli skiptir á dreif. Við höfum annað betra við tímann að gera.
Alvöru stjórnmálamenn láti ekki poppara á fjölmiðlum stýra sér! Þeir eru sjálfir söluvaran og eiga að ráða hvernig þeir láta stilla sér upp en ekki einhverjir sjónvarpsstarfsmenn.
Okkur vantar ekki meiri fáránlega umræðuþætti í sjónvarpið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta er ekki svona einfalt. Samkvæmt þessu ætti fjórflokkurinn einn að einoka umræðuna eins og hann hefur gert síðan 1942. Þegar umræðuþættirnir hófust var þessu fjórflokkur ekki með nema um 70% atkvæða í skoðanakönnunum en "sérvitringaframboðin" með 30%.
Segjum að þú hefðir samþykkt að Björt framtíð fengi ein að vera með af nýju framboðunum, af því að þá voru þeir með allt að 15% fylgi, þá hefðu samt allt upp í 17% kjósenda ekki fengið að heyra í neinum sem tengdust þessum framboðum.
Þú verður að athuga að það eru alveg ný og áður óþekkt hlutföll að skapast í íslenskum stjórnmálum vegna þess álitshnekkis sem stjórnmálamenn almennt og þá einkum Alþingi hafa orðið fyrir.
Í ljós hefur komið síðustu vikur að af nýju framboðunum hafa Píratar fengið flug og hafa fylgi sem gæti skilað þeim minnst fimm þingmönnum.
Engin leið var í upphafi þáttanna að sjá það fyrir hvað af nýju framboðunum kæmist fyrst í gegn. Það, að til dæmis Pírötum hefði verið meinað að vera í hópi annarra hefði verið hliðstætt við það að Hannibal og hans fólki í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna hefði verið meinað að vera innan um aðra í umræðuþáttum 1971, af því að þeir voru "sérvitringaframboð."
Gengi sérvitringaframboðanna í sveitarstjórnarkosningunum 2010, meðal annars í Reykjavík og á Akureyri sýnir, að hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er veldi fjórflokksins að molna í öðrum stóru kosningunum í röð.
Það er pólitískur veruleiki sem Sjónvarpið getur ekki komið í veg fyrir að birtist um 30% kjósenda sem undanfarna mánuði hafa gefið til kynna í skoðanakönnunum að þeir vilji að komi fram.
Ómar Ragnarsson, 11.4.2013 kl. 05:30
Hvaða tilgang hefur að ræða efnahagsmál við pirataflokkinn sem hefur ekkert slíkt á stefnuskrá sinni heldur lögleiðingu fíkniefni, ritskoðunarmál og svoleiðis mál. Ég held að enginn þeirra viti neitt um þjóðmál sem hægt sé að ræða við þá. Fjórflokkurinn verður þá bara að ákveða sjálfur að mæta ekki til umræðna með þeim og það er það sem ég er að segja, að alvöruflokkar láti ekki sjórnvarpsliðið setja sig upp í gapastokk með svona liði heldur ákveða sjálfir við hverja þeir tala. Hinir geta bara talað saman án þeirra.
Halldór Jónsson, 11.4.2013 kl. 13:57
Er ég e.t.v. einfaldur og einfeldningslegur eða sjá ekki aðrir hrokann í þessari færslu?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 14:26
Hvað er hroki? Ég hef þessa skoðun hvað sem þér finnst um hana. Þú hefur aðra skoðun, Ég er að leggja til betra verklag, hætt að eyða tíma í vitleysu eða tilgangsleysi eins og við höfum gert of mikið á síðustu 4 árum
Halldór Jónsson, 11.4.2013 kl. 16:59
Fluguvigtarmenn? Stórsniðugt orð fyrir ýmislegt þó ég ætli ekki að tjá mig um það í samhengi við pistilinn. Var þetta nýyrði?
Elle_, 11.4.2013 kl. 20:49
Nei kære Elle, þetta kemur úr hnefaleikum, fluguvigt, bantamvigt,millivigt, léttþungavigt eða veltivigt og þungavigt, mig minnir að þettga sé svona. Hann Ómar veit allt um þetta.
Halldór Jónsson, 11.4.2013 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.