Leita í fréttum mbl.is

Bíddu Bjarni !

þó þér sé þungt.

Eftir sjónvarpsþáttinn í gærkvöldi settist ég niður með sjálfum mér og reyndi að hugsa skýrt sem er ekki mín sterka hlið. Miklu fremur er ég stemnings-og kvikasilfursvera og sveiflast oft í hringi. Ég hef margoft rætt það við fólk í kringum mig hvort flokknum yrði það fyrir bestu að Bjarni segði af sér núna. Enga afgerandi niðurstöðu hef ég fengið og því haldið áfram að snúast.

En sem sagt í gærkvöldi ákvað ég að skrifa Bjarna póst svohljóðandi:

"Sæll Bjarni

Ég fylgdist með sjónvarpi og þínum einarða og hreinskilna málflutningi.

Ég hef auðvitað efast margoft eins og þú sjálfur hvort við værum á
réttri leið. Hvort væri búið að rægja þig svo mikið að það væri
orsökin fyrir því að fylgismenn fara. Hvort afsögn þín yrði til heilla
fyrir flokkinn?

En nú er ég kominn að niðurstöðu.

Þeir Sjálfstæðismenn sem hlaupa til annarra flokka þegar á móti blæs
verða þá að vera þar. Þeir munu varla  hollráðir verða í næstu framtíð
hvort eð er. Við breytum þeim seint ekki í trausta Sjálfstæðismenn ef
þeir gerast það ekki sjálfir.

Nafni þinn og forveri sagði eitt sinn að formennska í
Sjálfstæðisflokknum væri miskunnarlaust starf. Það er áreiðanlega
rétt. Starfið er eitt það flóknasta sem í boði er, sérstaklega  þegar
menn geta ekki áttað sig á því hvaðan atsóknin kemur.Og að formanni
Sjálfstæðisflokksins er ávallt sótt.

Ég held að við eigum ekki að láta skoðanakannir og það fjölbreytilega
fólk sem þeim stjórna hafa áhrif á okkur.

Það verða áreiðanlega einhver vatnaskil áður en  kosið er. Við skulum
ekki gefast upp. Við eigum engan betri talsmann um þessar mundir en
þig. Við getum ekki verið án þín í baráttunni núna.

Ég styð nú þig til áframhaldandi starfa eins og ég hef raunar gert
allar götur síðan þú fyrst baðst um mitt atkvæði til
stjórnmálastarfs.Berstu með okkur og við berjumst með þér.

Saman getum við náð lengra.

Áfram Bjarni!

Eigi víkja!"

Ég held þessvegna að það muni bæði skaða Sjálfstæðisflokkinn og þá þjóðina til lengri tíma að hlaupa til vegna yfirlýsinga frá því lausafylgi Framsóknarflokksins sem segist annars myndi snúa til baka.Hver segir að það gangi eftir?

Skoðanakönnun Viðskiptablaðsins verðu hiklaust rakin til Hönnu Birnu og ekki myndi það lagast ástandið innan flokksins. Bjarni á mikla sveit harðsnúinna stuðningamanna sem ekki láta sveifla sér.  Hún myndi þurfa lengri tíma en í boði er til að róa öldurnar niður. 

Og dettur nokkrum í hug, að næði þetta hlaupafylgi þeim árangri að hrekja Bjarna frá, að þar yrði látið staðar numið? Yrði ekki farið að tala um restina af þingflokknum sem studdi Icesave, Sjóð 9,  stóra styrki og uppgjör einstakra manna við Hrunið? Núna, hálfum mánuði fyrir kosningar?

Nei, við verðum að halda til orrustunnar eins og við erum klædd.

Það er þjóðin sem dæmir og þar við situr.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gott hjá þér Halldór, tek undir hvert orð.

Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2013 kl. 14:09

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Flott færsla. Ég er sammála þér að það yrði algert feigðarflan að hætta. Ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum en ég þekki þessa stöðu sem Bjarni er nú í. Hann væri ekki maður ef honum væri ekki þungt í skapi og það svo mjög að hann íhugaði vel afsögn. Bjarni er prúður og flottur foringi og enn betri nú þegar hann hefur komið fram sem einstaklingur en ekki bara leiðtogi í vinnu fyrir sinn flokk.

Það verður nú lítið eftir af þessum flokki ef allir sem voru í viðskiptalífinu fyrir hrun verða tættir niður, sekir sem saklausir. Hver vill það ?

Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.4.2013 kl. 14:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bjarni glímir við einstaklega snúið viðfangsefni í tímaþröng, - engir kostir góðir.

Horfa verður á tvo möguleika: Hvort það mistekst að rétta skipið við eða að takist að rétta það við.

Ef ekki tekst að rétta skipið við og hann segir af sér á hann á hættu að vera líkt við skipstjóra sem flýr fyrstur sökkvandi skip.

Ef hann heldur áfram og skipið réttist ekki við á hann á hættu að verða kennt um ófarirnar.

Ef hann segir af sér og skipið réttir sig við verður Hönnu Birnu þakkað það.

Ef hann segir ekki af sér og skipið réttir sig við er samt hugsanlegt að hann verði sakaður um að skipið hafi ekki rétt sig enn betur við.

Eitt sinn stóð einn formaður flokksins mjög höllum fæti gagnvart hatrömmum árásum og leit illa út fyrir honum.

Það var Ólafur Thors þegar lang stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Kveldúlfur, sem Ólafur og bræður hans áttu og hann var í forsvari fyrir, var komið í gjaldþrot og öll spjót stóðu á Ólafi.

Þá flutti Ólafur einhverja mögnuðustu varnarræðu, sem flutt hefur verið, á útifundi í Miðbæjarskólaportinu og stóð árásirnar af sér.

En Ólafur var svo sem ekkert venjulegur stjórnmálamaður heldur einn af helstu stjórnmálaskörungum síðustu aldar.   

Ómar Ragnarsson, 12.4.2013 kl. 20:15

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Hann Dóri Jóns er kvikasilfurs-karl,

en kennir sig við Valhöll sí og æ,

þótt inn á milli hugsi' hann harla skýrt.

En svo snýst allt í hring, því FLokksins fall

og foringjans mun óðar kasta' á glæ

hans fögru von að fá hér landi stýrt

með jolly good fellows––––æ, þar fer aftur í verra,

með annan við stýrið: Sigmund Framsóknarherra.

 

Jón Valur Jensson, 12.4.2013 kl. 22:50

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Alburðarás síðustu daga er »Drama« sem sett er á svið, en ekki raunveruleg stjórnmál. Orðið »drama« merkir gerningur, eða eins og því er lýst á Wikipedia:

 

»Drama is the specific mode of fiction represented in performance. The term comes from a Greek word meaning "action" (Classical Greek: drama), which is derived from the verb meaning "to do" or "to act" (Classical Greek: draō). The enactment of drama in theatre, performed by actors on a stage before an audience, presupposes collaborative modes of production and a collective form of reception.«

Vandamál Sjálfstæðisflokks er hvorki Bjarni Benediktsson né Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vandamálið er firring flokks-forustunnar í heild, sem hefur glatað öllu sambandi við hinn almenna flokksmann. Við sáum þetta skýrt í Icesave-málinu og við sjáum þetta skýrt í Snjóhengju-málinu.

 

Þetta hefur einnig komið skýrt í ljós í ESB-málinu og hefur nú þegar komið fram varðandi Evrópustofu. Við höfum séð hvernig forustan umgengst kröfu flokksmanna um peningastefnu (fastgengi) sem yrði til gagns fyrir þjóðina og veitt þráðan efnahagslegann stöðugleika.

 

Forustan hefur það viðhorf, að flokksmenn séu hálfvitar sem ekki sé takandi mark á. Þrátt fyrir ýtrekaðar og skýrar samþykktir Landsfunda, fer forustan sínu fram með ákvarðanir sem einkennast af heimsku og eru skaðlegar fyrir þjóðina. Hér er stutt frásögn af fyrsta þætti »dramans«:

 

Sjálfstæðisflokkur býður upp á »dramatískt« leikverk í aðdraganda kosninga

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 13.4.2013 kl. 08:56

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég mátti til með að stríða þér, Halldór minn, og notfærði mér þín eigin orð, sem ég fór all-frjálslega með í góðum gír, og vertu ævinlega blessaður.

Jón Valur Jensson, 13.4.2013 kl. 13:16

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón minn Valur

Takk fyrir ljóðið:

Þú ert ansi klár minn kall

og kannski dáldið vitur

Burt mun fljúga bjálfa spjall

er Bjarni Valhöll situr

Halldór Jónsson, 13.4.2013 kl. 19:29

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Kollege Loftur Altice

Nú finnst mér þú mæla of mikið.

Ég sé ekki betur en að það verði að gæta sín á sammþykktum á Landsfundi þar sem stundum skolast með dellur sem allir sjá á eftir að eru ekki skynsamlegar. En margt er þar vel mælt og forystu flokksins dettur ekki annað í hug en að fara eftir þeim, að svo miklu eyti sem hægt er. En flokkrin hefur aldrei verið í meirilhluta og verður því ávallt að semjavið aðra. Sem er kannki betra til að sneiða hjá því al-vitlausasta. Eins og taka upp fastgengi sem miðað við agalaust jóðfélag leiðir beint til grísk-Kýpverskrar niðurstöðu.

Hvenig ætlarðu Loftur minn að gækka laun heilbrigðisstétta um 30 % og svo allra viðmiðunarstétta þar næst og halda fastgengi? Þú gætir ekki að því hver fer með gengisvaldið. Það er ekki Alþingi né Seðlabankinn.

Halldór Jónsson, 13.4.2013 kl. 19:35

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Er einhver leið til að laga athugasemdir, t.d. að leiðrétta ritvillur eftir að maður hefur ýtt á senda?

Halldór Jónsson, 13.4.2013 kl. 19:37

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, ég hef ekki lesið ræðu Ólafs i portinu. Var hún svona góð?

Halldór Jónsson, 13.4.2013 kl. 19:38

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Ómar, nú sérðu hvert skipið stefnir eftir að hafa rétt sig af.

Halldór Jónsson, 13.4.2013 kl. 19:39

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Kolla

Rétt hjá þér.

Ziggi

takk

Halldór Jónsson, 13.4.2013 kl. 19:40

13 Smámynd: Samstaða þjóðar

Mér er ljóst Halldór, að málamiðlanir verður að gera í samstarfi af öllu tagi. Það er hins vegar ekki gæfulegt að gera málamiðlanir áður en til samstarfs kemur. Hvernig á að starfrækja stjórnmálaflokk ef stefnumörkun hans er ekki virt heldur lýtur hentistefnu foringjanna?

 

Þú talar um agaleysi, en að mínu mati hefur agaleysi í efnahagsmálum verið vandamál valda-stéttarinnar en ekki almennings. Þess vegna þarf að fjarlægja torgreinda valdið úr höndum Seðlabankans og raunar leggja þá ríkisstofnun niður. Með fastgengi leysum við flest þau efnahagslegu vandamál sem lengi hafa hrjáð Ísland, en það þjónar ekki hagsmunum þeirru sterku afla sem ráðið hafa hérlendis.

 

Vandi Grikklands og Kýpur stafar ekki af fastgengi, heldur í fyrsta lagi af frjálsri verzlun, sem eyðileggur iðnað jarðarríkjanna á Evrópska efnahagssvæðinu og skapar fábreytilegt og viðkvæmt efnahagslíf. Í öðru lagi stafar vandi þessara ríkja af ríkisábyrgð á bönkunum. Sú ríkisábyrgð er eitt af þeim vandamálum sem við losnum við með upptöku fastgengis.

 

Þú talar um lækkun launa um 30%, en það er einmitt sá ljóti leikur sem fastgengi er ætlaða að hindra. Með fastgengi tekur markaðurinn við af Máranum í Seðlabankanum. Þá er peningakerfið komið á sjálfstýringu, þannig að vextir og fjármagnshreyfingar aðlagast þörfum hagkerfisins. Við búum þá við markaðslausn, en höfnum einkarekstri ríkissins. Seðlabankar eru gamaldags, skaðlegar og óþarfar ríkisstofnanir.

 

Með kveðju.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 13.4.2013 kl. 21:52

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Kollege Loftur

Ég ætlaði að skrifa 30 % hækkun en ekki gækkun og því stendur spurning mín þannig.

Þú segir:

"Vandi Grikklands og Kýpur stafar ekki af fastgengi, heldur í fyrsta lagi af frjálsri verzlun, sem eyðileggur iðnað jarðarríkjanna á Evrópska efnahagssvæðinu og skapar fábreytilegt og viðkvæmt efnahagslíf. Í öðru lagi stafar vandi þessara ríkja af ríkisábyrgð á bönkunum. Sú ríkisábyrgð er eitt af þeim vandamálum sem við losnum við með upptöku fastgengis."

Jú, vndinn stafar af fastgenginu. Kýpverji getur ekki framleitt bogna járnstöng og selt hana á 1 evru meðan þjóðverji getur það og grætt. Kýpverjinn þarf 1.4 evru til að ná endum saman. Starfsmaður hans heimtar hærra kaup sem hækkar tilkostnaðinn um 0,3 evru. Hvernig getur hann lifað við fastgemngi evrunnar? Hann fer á hausinn. Ef hann hefði haft kýpruevru þá hefði gengisfelling geta haldið honum á floti, starfsmaðurinn hefði haft vinnu áfram ef séffinn hefði getað selt járnstöngina í samkeppni við þá þýsku.

Tökum þetta aðeins lengra. Það verður launasprenging í Þýskalandi fyrr eða síðar. Þeir verða að hækka verðið á stönginni sinni. Staða láglaunalandsins Kýpur batnar, þeir fara að græða meira sem aftur styrkir kýpurevruna. Þannig sést að fastgengi á ólíkum svæðum stenst aldrei nema að einhversstaðar sé kreppa. Annað er draumur um sjangríla.

Halldór Jónsson, 14.4.2013 kl. 12:01

15 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það sem þér sést yfir, minn kæri Halldór, er að laun eru ekki þau sömu á öllu Evru-svæðinu. Þar af leiðandi er framleiðslu-kostnaður ekki sá sami. Þótt Evran sé notuð bæði á Kýpur og í Þýðskalandi, þá má sega að verðmætið sé ekki hið sama. Engin ástæða er til að ætla að launa-sprenging verði í Þýðskalandi.

Reynsla af fastgengi er góð og jafnvel takmörkuð reynsla af tylltu-gengi er góð hérlendis. Það sem ASÍ og SA nefna fastgengi var í raun tyllt-gengi og slíkt getur ekki gagnast til frambúðar.

Munur á tylltu-gengi og flotgengi er sá, að undir flotgengi fellur Krónan nokkurn veginn línulega, en undir tylltu-gengi er fallið í stökkum. Torgreind peningastefna er svikamylla, sem veldur gríðarlegri sóun og það fjárhagslega tap lendir allt á almenningi. 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 14.4.2013 kl. 14:12

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Halldór.

Þú spyrð hvort hægt sé að laga innlegg eftir á.

Það er hægt, en ekki með því að breyta þeim sjálfum (ekki einum einasta staf -- og alls ekki annarra manna), þ.e.a.s. þeim sem lögð voru inn og með óbreyttum innlagnartíma, heldur er það hægt með því að svæfa þau innlegg, en taka fyrst cópíu af þeim, fara svo aftur í reitinn undir greininni (á umræðuslóðinni), afrita (paste) þar cópíuna, laga stafsetningarvilluna eða hvaðeina, sem þú vilt laga, og bæta við einhverju, ef þú vilt, og SENDA svo.

Hvernig kemstu til þessa? Jú, þú ferð inn í stjórnborðið, smellir þar á "blogg" (flipi uppi), smellir svo þar á annan flipa: "Athugasemdir", þar finnurðu allar athugasemdir og getur svæft þær, sem þú vilt svæfa, sumar (t.d. illkvittnar frá nafnleysingjum) svefninum langa, en aðrar til að lagfæra þær, ut supra dictum est.

En til að auðvelda þér leiðina inn í athugasemda-vinnusviðið, bý ég hér til beina slóð þangað fyrir þig (enginn kemst þangað nema þú, innskráður):

http://halldorjonsson.blog.is/admin/blog/comments.html

Cheerio, deario.

Jón Valur Jensson, 14.4.2013 kl. 14:17

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Tyllt gengi" -- alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.

En þetta "meikar sens", eins og unglingarnir segja.

Ég held þó, að gervi-fastgengi í formi tyllts gengis hafi í sér minni áhættu en flotgengi, þ.e.a.s. af því að flotgengið er svo viðkvæmt fyrir spákaupmennsku og skyndibreytingum, jafnvel fjandsamlegra afla.

Jón Valur Jensson, 14.4.2013 kl. 14:26

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þ.e.: jafnvel vegna inngripa fjandsamlegra afla.

Jón Valur Jensson, 14.4.2013 kl. 14:28

19 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ég sé Jón Valur, að þú lest ekki vel rökræðu okkar Sjálfstæðismanna. Hér er grein frá 11. janúar 2009, birt á vef Evrópunefndar Flokksins:

http://www.evropunefnd.is/adsent/2009/01/11/abyrgd-og-urraedi-i-efnahagsmalum/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 14.4.2013 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband