Leita í fréttum mbl.is

Ástir samlyndra...

á vinstri vængnum birtast með ýmsu móti. Magnús Norðdahl hefur m.a. þetta að segja um afrek Össurar að skrifa undir við Kína á síðustu metrum stjórnmálaferils síns:

„Ég skammast mín fyrir flokkinn minn“

magnusm„Kjördagur verður erfiður fyrir marga Jafnaðarmenn,“ segir Magnús M. Norðdahl, sem segist beinlínis skammast sín fyrir Samfylkinguna, flokkinn sem hann hefur setið á þingi fyrir á kjörtímabilinu. Ástæðan er undirritun fríverslunarsamnings Íslands og Kína.

Magnús er deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands og fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hann hefur tekið sæti á þingi fyrir flokkinn á kjörtímabilinu sem senn er á enda, til að mynda þegar Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, fór í fæðingarorlof um nokkurra mánaða skeið.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, og Gao Hucheng, utanríkisráðherra Kína, undirrituðu í gær fríverslunarsamning á milli ríkjanna. Undirritunin var hluti af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Kína.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði á dögunum að það væri „galið“ að gera samning við Kína í ljósi áratugalangra mannréttindabrota þar í landi. Samningurinn muni þvinga niður launakjör á Íslandi og íslensk fyrirtæki flytja starfsemi sinna til Kína.

Magnús gengur enn lengra í gagnrýni sinni sem hann setur fram á Facebook. Þar segir hann:

Ég skammast mín fyrir flokkinn minn, Samfylkinguna því í dag undirritaði fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra með velvild fyrrverandi formanns og forsætisráðherra, fríverslunarsamning við Kína, stærsta alræðisríki veraldar sem gefur blaff fyrir mannréttindi almennings, launafólks og frjálsra samtaka launafólks. Þetta gera þau án nokkurra skilyrða og utanríkisráðherra virðist ganga það helst til að vinna einhverja pissukeppni við evrópska kollega sína.

Magnús heldur áfram og beinir skotum sínum einnig að forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.

Svona gera menn ekki en þegar vel er að gáð á þetta góðan samhljóm með fyrrverandi flokksbróður utanríkisráðherra, forseta lýðveldisins sem talað hefur fyrir þessu lengi og sem hefur helst unnið sér það til skammar á forsetatíð sinni, auk þess að lofa Kínversk stjórnvöld, að nudda sér utan í indversk stjórnvöld sem átölulaust láta að þar sé að finna 2/3 af öllum „þrælum“ sem enn finnast í heiminum, a.m.k. 20 milljónir einstaklinga, aðallega börn og konur.

Loks segir Magnús að formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, hafi verið settur til hliðar í málinu.

Eina glætan er sú að gegn þessi ráðslagi hefur núverandi formaður Samfylkingarinnar verið settur til hliðar sem undirstrikar þau mistök sem það voru að skilja á milli þess embættis og þeirra valda sem því raunverulega eiga að fylgja þegar flokkurinn er í stjórn. Kjördagur verður erfiður fyrir marga Jafnaðarmenn."

Eitt  megineinkenni íslenskra jafnaðarmanna er það, hversu ójafnaðarhneigðir þeir eru. Það er eins og þeim sé fyrirmunað að geri nokkuð í anda frelsis,jafnréttis og bræðralags án þess að hafa fallöxina sem millilið allt frá dögum stjórnarbyltingarinnar frönsku í lok átjándu aldar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jafnvel Össur og Jóhanna eru nógu forsjál til að lauma sér út úr ESB gripavagninum.

Sigurður Þórðarson, 17.4.2013 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband