Leita í fréttum mbl.is

Málum yfir nafn og númer

eins og landhelgisbrjótarnir gerðu í gamla daga. Það er tillaga hins óflokksbundna Stefáns Ólafssonar prófessors til Samfylkingarinnar.

Þessi hógværi algerlega hlutlausi prófessor  skrifar svohljóðandi á Pressuna:

" Ég er svolítið hissa á því hvernig forysta Samfylkingarinnar hefur lagt upp kosningabaráttu sína. ESB-málið er í of stóru hlutverki.

Samfylkingin leiddi ríkisstjórn sem tók við erfiðasta búi lýðveldistímans, í kjölfar frjálshyggjuhrunsins. Halli á ríkisbúskapnum var um 14,5% af landsframleiðslu í lok árs 2008 og kaupmáttur heimilanna hafði hrunið um hátt í 20% áður en stjórnin tók við.

Atvinnuleysi var í byrjun árs 2009 orðið hærra en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum. Fjármálakerfið var í rúst og verðbólga hleypti upp skuldum heimilanna. Þjóðargjaldþrot og upplausn blasti við.

Samfylkingunni tókst að halda ríkisstjórninni saman, þrátt fyrir fordæmalausa erfiðleika og hörðustu stjórnarandstöðu sem sést hefur í áratugi. Með því sýndi Samfylkingin að hún er mjög vel stjórntækur flokkur.

Það tókst líka að hlífa tekjulægstu hópunum við verstu afleiðingum hrunsins, í anda norrænnar velferðarstefnu. Auðvitað hefðu margir viljað að meira hefði verið gert fyrir heimilin, en þar náðist mikilvægur árangur um leið og ríkisfjármálunum var komið í lag og þjóðargjaldþroti afstýrt.

Erlendis er eftir þessum árangri tekið og stjórnvöldum hælt. Atvinnuleysi á Íslandi er nú rétt um helmingur af því sem mest varð fljótlega eftir hrunið. Það er mun betri útkoma en hjá öðrum kreppuþjóðum í Evrópu.

Í kosningabaráttu Samfylkingarinnar sýnist mér að þetta mikilvæga innlegg sé varla nefnt og nær einungis talað um Evrópusambandsaðild.

Formaður og varaformaður Samfylkingarinnar eru ágætir talsmenn en ef þau hafa fátt annað að segja við heimilin nú en að við gætum hugsanlega fengið Evru sem fullgild ESB-þjóð eftir 5-10 ár, þá munu þau ekki uppskera eins og þau verðskulda.

ESB-málið er ekki svo ofarlega á bráðalista heimilanna. Skuldir, heilbrigðismál og kjaramál eru mun ofar.

Samfylkingin ætti að víkka sjónarhorn sitt út og skýra betur fyrir kjósendum hvernig velferðarstefna þeirra getur byggt ofaná þann árangur sem náðst hefur og hvernig vaxandi svigrúm til kjarabóta megi nýta fyrir heimilin. Svara þarf kalli heimilanna eftir kjarabótum, léttari skuldabyrði og sanngirni. Einnig mætti tala um hinn góða árangur af fækkun atvinnulausra og nýsköpun.

Þá ætti Samfylkingin að styðja þann ásetning Framsóknar að leita leiða til að nýta hluta af krónueignum erlendra kröfuhafa bankanna til skuldalækkunar heimila, með einum eða öðrum hætti – ef það skyldi reynast mögulegt. Slíkur ásetningur er mikilvægur og sjálfsagt að kanna hann til þrautar. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur raunar reifað slíka hugsun.

Loks þarf Samfylkingin að slaka á kröfunni um ESB-aðild. Allir vita að Samfylkingin er ötull talsmaður ESB aðildar. Það þarf ekki að kynna frekar en orðið er. Samfylkingin sem 10-15% flokkur mun hins vegar ekki gera nein kraftaverk sem koma Íslandi inn í ESB á næsta kjörtímabili.

Þess vegna þarf Samfylkingin að stilla herfræði sína inná það markmið að halda málinu lifandi, svo þann valkost megi kanna til þrautar.

Samfylkingin þarf þess vegna að búa sig undir að samþykkja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna eftir kosningarnar. Þjóðin mun væntanlega samþykkja lúkningu viðræðnanna í slíkri kosningu og þá hefur umboð málsins orðið sterkara. Án sterkara umboðs en felst í núverandi fylgiskönnunum er hætt við að þjóðin fái ekki að vita fyrr en eftir mjög langan tíma hvað gæti falist í aðild.

Það er leiðinlegt að sjá stjórnmálaflokkum refsað harkalega þrátt fyrir að þeir hafi staðið sig vel í óvenju erfiðum aðstæðum. Slík eru þó oft örlög þeirra sem stjórna í kreppu, hvað þá alvarlegustu kreppu lýðveldisins. Þetta á bæði við um Samfylkinguna og VG.

Breytt áhersla í velferðar- og atvinnumálum og aukinn sveigjanleiki í ESB-málinu gæti styrkt stöðu Samfylkingarinnar á næstu tveimur vikum. VG gæti notið sígandi lukku með nýjum geðþekkum formanni. "

 AÐ mínu viti eru þetta ekki hlutlaus skrif eða um óflokssbundin sjónarmið eins og prófessorinn reynir að halda að lesendum. Mér finnst þetta fremur ómengaður  áróðurspistill þar sem flestu er snúið á haus.Fullyrt er:" Halli á ríkisbúskapnum var um 14,5% af landsframleiðslu í lok árs 2008 og kaupmáttur heimilanna hafði hrunið um hátt í 20% áður en stjórnin tók við." Sannleikurinner að viðvarandi halldi á ríkisbúskapnum hefur verið um 7 % öll ríkisstjórnarárin. 

Að þakka ríkisstjórninni fækkun atvinnulausra er ósvífið bragð."Atvinnuleysi á Íslandi er nú rétt um helmingur af því sem mest varð fljótlega eftir hrunið. Það er mun betri útkoma en hjá öðrum kreppuþjóðum í Evrópu."

Án  landflótta 8500 manna hefði hér verið skelfingarástand í atvinnuleysi.


Þó að prófessorin ráðleggi Samfylkingunni að skríða ofan í holuna sína og þykjast hvergi hafa að komið ESB málinu og eigi þar með ekki hirtingu skilda, þá mun það ekki duga frekar en það dugði hér áður fyrr að skipta stöðugt um nöfn, Kommúnistaflokkur Íslands, Sósíalistaflokkkurinn, Sameiningarflokkur Alþýðu, Alþýðubandalagið, ...-Samfylkingin. Ég held að kjósendur muni alveg eftir því hvaða flokkur hafði bara eitt mál á stefnuskrá sinni.

 Ég bendi honum á að lesa grein Gísla Holgeirssonar í Morgunblaðinu í dag. Gísli talar þarna fyrir munn margra Íslendinga sem ekki vilja selja eða leigja lands sitt til erlendra ríkja. 

Milli mín og Stefáns Ólafssonar og ESB hugsjónarinnar er og verður óbrúanleg gjá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Mér finnst ekki hægt að gera lítið úr öllu sem fráfarandi stjórn gerði. Verst var þó meðferð á atvinnulífinu og óvissa. T.d. í sjávarútvegi, ef menn vissu að hverju þeir ættu að ganga. Þetta drepur niður allt framtak í greininni. Það er rétt hjá Stefáni að það var engin óskastaða að komast í, en stöðunni sjálfri gat bara VG sem eini fjórflokkur talist nánsast saklaus af enda hingað til kosið að þrasa í stjórnarandstöðu.

Sigurður Gunnarsson, 16.4.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Satt segirðu Sigurður. Ég vissi bara að Steingrímur J væri skrítinn. En ég vissi ekki að hann væri svo skrítinn sem hann svo reyndist vera enda flkkkurinn nánast hrein mey í stjórnun.

Halldór Jónsson, 16.4.2013 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418432

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband