Leita í fréttum mbl.is

Hólmsheiðarhryllingurinn

heldur áfram á fullu þó ráðherrann Ögmundur sé nærri því þátíð. Það er eins og þessir ráðherrar í gjaldþrota ríkisstjórn keppist um að gera nógu marga, nógu langa framvirka samninga sem eiga að binda hendur okkar og afkomenda um ókomin ár.

Ögmundur tekur skóflustungu að nýja fangelsinu  á Hólmsheiði og hafinn er undirbúningur að eyða milljörðum í þessa vanhugsuðu framkvæmd. Ég tólk þátt í samkeppni um hönnun fangelsins og varð ekki frægur af skiljanlega.  En ég kynntist því hvernig embættismenn voru löngu búnir að byggja þetta eftir eigin höfði og hugmyndum, búnir að setja þjóðinni fyrir  hvernig þeir ætluðu að hafa þetta þó  kæmi helvíti og heitt vatn.

Frumforsendan er að löggunni þótti leiðinlegt að senda grunaða með bílum á Litla Hraun til gæsluvarðhalds.Það væri styttra að keyra á Hólmsheiði. Þetta er léttvægt því að á lóð Lögregustöðvarinnar er hægt að reisa byggingu fyrir gæsluvarðhald með litlum tilkostnaði. Það sem þá stendur eftir sú hugsjón að reisa fangelsi sem geti verið sýningargripur um mannbætandi aðferðir Íslendinga í meðhöndlun fanga byggt á óþekktum röksemdum.  Atvinnuaukandi framkvæmd þar sem hægt er að bæta við tugum af nýju starfsfólki. Byggingaframkvæmdir á hagvaxtarsoltnum markaði.

Hin ráðandi öfl voru búin að teikna fangelsið með dönskum arkitektum sem þróaðist yfir í samkeppni með margföldum kostnaði. Þáttakendur fengu það verkefni að gera kúnstnerískar breytingar á óskum embættismannana með skrautlegum litateikningum og Revitæfingum. Allt annað en sýna skynsemi og ráðdeild. Þarna tróna þarfir fanga yfir öllu, þarna er verið að þjóna brotafólki á alla lund með kýnlífsdeildum, sálfræðiþjónustu, lyfjabúrum,veitingahúsum,líkamsrækt, dagsföndri og útiveru. Ekkert minnir á tilgang fangelsis sem er að girða fanga af frá samfélaginu nema girðingin utan um. Allt meðan sjúkir aldraðir fá hvergi inni nema á göngum spítalanna.

Allt er til staðar til að byggja utan um tugi fanga innan girðingar á Litla Hrauni þar er starfandi fangelsi með afburða fangelsisstjóra og vönu starfsfólki. Slík bygging yrði mun ódýrari og myndi líklega færa okkur fleiri fangelsispláss fyrir minni pening bæði í stofni og rekstri.

En áfram skal haldið. Þetta er eins og Landspítalabygginguna nýju. Er þetta  óstöðvandi af því einhverjir Guðjónar bak við tjöldin hafa tekið ákvörðun sín á milli hvernig þeir ætli að hafa það? Á Hólmsheiði eiga að vera pláss fyrir 54 fanga í skammtímavistun nema líklega að konur eigi að vera þar lengur vegna þess að enginn annar staður er til fyrir þær.

Þegar við hugleiðum að þrír fjórðu fanga eru víst erlendir sem við erum að ala hérna í stað þess að senda þá á sína sveit með einhverskonar brennimerki sem hindra þá í endurkomu, þá er þetta ekki mikil fæðingarathöfn nýrra tíma  hjá innanríkisráðherra á skóflunni. Miklu  heldur er hann að kasta rekunum á skattfé landsmanna, bæði aldraðra sem hafa verið skornir niður um fimmtíumilljarða í hans regeringstíð, auk nýrra peninga sem ókomnar kynslóðir eiga að borga til minningar um Ögumund innanríkis sem einu sinni var ráðherra á landinu bláa.  Arídúaraarídei..sem kóngur ríkti.... 

Vill einhver reikna út hvað kostar hús undir  44 fanga á Litla Hrauni með kynjaskiptingu, hvað kosta 10 gæsluvarðhaldsklefar á Hverfisgötu  og hvað kostar að hætta að ala útlendinga á kostnað aldraðra og öryrkja?

 Af hverju gerum  við þessar endalausu vitleysur í fjárfestingum hins opinbera? Vinstri stjórnin er meðvirkandi en ekki eina skýringin. Ráða ekki Guðjónarnir bak við tjöldin alltof miklu í þjóðfélaginu, kostnaðarblindir á ríkistryggðum lífeyri eins og Ögmundur innanríkis sem er þó langt í frá verstur þeirra? 

Ef ekki er hægt að stoppa Hólmsheiðarhryllinginn þá spyr ég hvað kostar að breyta þessu í sjúkrastofnun fyrir aldraða sem sárlega vantar? Helgi í Góu getur tekið út teikninguna og sagt fyrir um þarfirnar. Mig grunar að það megi breyta þessu í flottara heimili en við höfum áður séð fyri miklu fleiri en við gerum okkur í hugarlund og endalausir stækkunarmöguleikar með  Reykjalund í nágrenninu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þetta er í góðu lagi, síðan byggja þeir flugvöllinn og látum brautarendann vera við innganginn á fangelsinu og þá getum við í sátt við allar stéttir leyft fangaflug til Íslands. Enda vel búnir til þess, flugvöllur með fangelsi við brautarendann! :-)

Þetta er greinilega miklu meira áríðandi en að hafa sjúklinga liggjandi á göngum gamalla sjúkrahúsa,ofurskuldsett ungmenni, auralausir öryrkjar og vannærð gamalmenni

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 09:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er gott og í samræmi við fyrri reynslu að leita til Dana í þessum efnum, því að það voru Danir sem stóðu fyrir byggingu fyrsta fangelsins landsins við Arnarhól, sem var ein af aðeins þremur boðlegum byggingum landsins í þá daga.

Það fangelsi  reyndist síðar hentugt fyrir æðstu stjórn landsins og kannski á fangelsið á Hólmsheiði eftir að leika svipað hlutverk síðar þegar það verður orðið of lítið og úrelt og þarf að reisa enn stærra fangelsi. 

Ómar Ragnarsson, 19.4.2013 kl. 10:14

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór

Ég er þér hjartanlega sammála hvað lúxus fangelsið og risa spítalann snertir, auk þess sem ég veit um frómar óskir þínar til handa blessuðum flugvellinum í Vatnsmýri, en ég hef þó enn, svo ótrúlegt sem það kann að virðast, þó nokkrar áhyggjur af því að þú hyggjst gefa atkvæði þitt nú á næstu dögum til flokks sem síður en svo hyggst hrófla við þessum illu áformum. Er það ekki alveg á mörkum? - segi ekki meir.

Til sáluhjálpar þinnar, þá vek ég vinsamlegast athygli þína á því að þú getur raunverulega veitt flokkum brautargengi sem eru okkur sammála í þessum okkar hjartans málum og læt ég hér , þér til hægðarauka, fylgja með þá bókstafi sem þér er óhætt að setja fyrir aftan x-ið, svo þú endir nú ekki með að kjósa gegn eigin sannfæringu:

G - H - I - J - K - L - M - R - Þ

Jónatan Karlsson, 19.4.2013 kl. 10:43

4 Smámynd: Halldór Jónsson

RAfn Haraldur

Maður verður að sjá þitt sjónarhorn á málinu ef maður ætalr að hadla geðheilsunni.

Jáhérna Ómar,

Þetta eru góðar vangaveltur. Fyrst Arneus útileguþjófur, svo skatheimtandiráðherrar. Margt gætu þeir veggir mælt ef þeir mættu tala.

Jónatan

Landsfundur kvað alveg upppúr með það að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann, Það er stefna Sjálfstæðisflokksins Dylgjur þínar byggjast líklega helst á Gísla Marteini sem Árni Johnsen er nýbúinn að sálgreina fyrir alþjóð.

Ég átta mig ekki hvaða stafur er hvurs, og hverjir eru þar á listum enda skiptir það engu máli. Ef þú ekki kýst D þá eykurðu bara líkur að einnhverju tætingslið sem aldrei kemur sér saman um neitt eða atkvæðið fellur dautt sem er best fyrir þjóðina.

Sterkur Sjálfstæðisflokkur er það sem er nauðsynlegt ef við eigum að fá skilvirka stjórn upp úr öldudalnum. Eini flokkurinn sem ætlar að lækka skatta og segir það fullum fetum að skattalækkanir muni skila ríssjóði auknum tekjum. Við gerðum þetta fyrir mörgum árum og ríkissjóður varð skuldlaus 2007. Bófaflokkar í fjármálum léku hér lausum hala, því miður vöruðum við okkur ekki á hættunni.Lehman Brothers fóru á hausinn og allt hrundi á einni nóttu.

Kjósum D-listann. Hann er rétti valkosturinn.

Halldór Jónsson, 19.4.2013 kl. 15:52

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA dreyfir sköttum á starfmanna veltu hlutfallslega jafnt og felst stödug ríki eða góðar PPP tekjur á ÍBúa. Niðurgreiðslur á lávirðisgeira fastur [persónu] afsláttur á starfsmann  eru frá UK. þeir dauðsjá eftir þessu í dag.  Þessi afsláttur mismunar lögaðilum, hækkar hlutfallslega  með fjölda starfsmanna.  Ef hér á lækka skatta á starfsmanna veltur þá mæli ég hann verið eins og í USA 38,5% lagt á + 2,5% medicare= 41% til að taka af aftur 29% . Helst allt í nafni starfsmanna [þýskland , Svíþjóð] eða þá leggja 20,5 % á starfsmenn og 20,5% á lögaðila 14,5% til að taka af. 
þegar söluskattur leggst á þá er 20% söluskattur af 41% =  8,2%.

til að auðvelda launbókhald þá skilar lögaðili 29% af sinni strafmanna veltu til að fjármagn grunnvelferðar samtyggingar. Opbeber þjóðustaðil sér svo  um að skipta þessu milli sjóða sem borga þetta út: svo stéttarfélagrunngjald, ellistyrki, barna styrki,  og aðra styrki,

Sálfræðin er mjög góð.  Úborgað kaup mun svo náttúrlega hækka í betur reknum fyrirtækjum. þá geta allir sem vilja tryggja sig betur valið á millli frálsra stærð  og hagfræði keppisfyrirtækja á markaði. Í næsta hruni þá tap menn í réttu hlutfalli við græðgi. Ég á ekki innkomu minna afkomenda hver kynslóða á hirða arðin af sinni verðmæta sköpun á hverju ári.  Fasteignir geta ekki fætt mannin hingað til.  UK er ekki Schengen: fréttir þar segja að slökun á landmæri eftirliti vegna EU verð breytt aftur í fyrra horf.  UK sé ekki féló fyrir önnur ríki EU. Þetta er eftir sitjandi Ríkistjórn. Uppstökkun á lífeyriskerfi og strangar landmæra eftirlit.  þjóðverjar virðast eiga einhver leyndarmál, því þar eru aldrei neinar svo umræður í gangi.

Ísland verður að passa sig á of mikilli bjartsýni. Það er blikur á lofti í heimsmálum.

Frá 1970 hafa Vesturlönd verið að spara hjá námur[þrautavarsjóði] og hamstrað endurvinnalegt annarstaðar frá. Lækka raunvirði matvæla í stórborgum og á móti komið með nýjungar í staðinn. Nema á Íslandi hér komu  okur vextir í neytendakörfuna.  Mennta menn hér er ekki læsir á formsatriði erlendra fjármálatengdra texta.

Málmar eru endurvinnanlegir og má hamstra einnig er timbur líka varsjóður, olía og gas.  Raforka úr vindi og vatni er ekki eins gott að geyma.

Hér er líka gott að prókúruhafar áhættu hlutfélaga, fá risnu og annan mútukostnað í formi kaups, en hlutabréf með von um hagnað á móti.  Við þetta hækka laun þeirra, svona passa USA hluthafar upp á að innherjar steli ekki öllum arði og  láti múta sér til gera afleita samninga eða múti öðrum.

Prókurhafar hlutfélaga fá ekki  að skrifa hvað sem er á eiginlegan rekstrareikning lögaðilans sem þeir starfa hjá.

Júlíus Björnsson, 19.4.2013 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband