Leita í fréttum mbl.is

Leiðin að hjarta kjósendanna

berst mér útlistuð í póstkassann nú á mánudagsmorgni. Borði frá Bjartri Framtíð sem segir m.a.:

" Klárum aðildarviðræðurnar ekki fleiri álver-betri hagstjórn betri pólitík" Áður höfðu þeir sagt að þjóðin myndi samþykkja inngöngu í " ESB eftir upplýsta umræðu."

Í beinu samhengi við andstöðu við fleiri álver þá kemur  "eflum atvinnugreinar sem geta vaxið mikið,s.s.skapandi greinar, grænan iðnað, tækni- og hugverkageirann og ferðaþjónustu. Fjölbreyttara atvinnulíf skilar meiri pening í vasann."

Af hverju sögðu þeir ekki :Stærri vasa fyrir alla? 

Þegar búið er að efla ferðaþjónustuna, grænan iðnað og tæknina þá:" Við vinnum of mikið fyrir of lítið, Bætum nýtinguna á hæfileikum, tíma og fé:-í skólum, í heilbrigðiskerfinu og út um allt."

Er hægt að skilja þetta öðruvísi en að allir eigi að fá kauphækkun?  Allt sé í vitleysu í heilbrigðiskerfinu, þar þurfi að hagræða svo allir skili meira vinnuframlagi? Alveg á n þess að einhver stóriðja komi til að greiða þetta niður?

"Nýtum auðlindir okkar hóglega en vel, svo þær skili arði og umfram allt: Verum græn í gegn."

Skyldu þeir ekki hafa velt fyrir sér á hvaða grunni góð staða Landsvirkjunar byggist? Hvað er hófleg nýting  Þjórsár og annarra auðlinda?

"Ef vexti væru eins og í Danmörku  myndi það spara tugþúsundir á mánuði í heimilsbókhaldinu." Skyldi það vera svo? Sjá þeir eftir að hafa stofnað lýðveldi 1944?

  

Útá þennan samsetning kýs 8.2 % þjóðarinnar 10 % af Alþingi.

Maður spyr sig hvort enn sé einhver von fyrir þjóðina ef þetta er leiðin að hjarta háttvirtra  kjósendanna? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 633
  • Sl. sólarhring: 805
  • Sl. viku: 5910
  • Frá upphafi: 3190252

Annað

  • Innlit í dag: 543
  • Innlit sl. viku: 5039
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 460

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband