Leita í fréttum mbl.is

Hvað með nýhugsun í þjóðarsátt?


Ég var að reyna að formúlera hugsun sem gæti náð mörgum markmiðum í einu.

Það hefur enginn sagt mér að ég sé úti í móa með þessar pælingar. Bara einn vinur minn sagði að sér litist vel á þetta.

Þetta sameinar þá stefnu að lækka veiðigjaldið. Lækka verðlag á móti því að kauptaxtar séu ekki hækkaðir sem allir vita til hvers leiðir. 80 % taxtahækkanir skiluðu 8 % kaupmáttaraukningu nú síðast. 

Ef við förum þessa leið þá leiðréttast verðtryggðu lánin að miklu leyti. Getum við leyst margan vanda heimilanna og leiðrétt stökkbreyttu lánin án stórkostlegra tilfærslna frá vogunarsjóðum og kröfuhöfum ? Er  leiðin að lækna stökkbreytingu ef til vill best fólgin í að framkvæma aðra stökkbreytingu?

Getum við samið við alla launþega landsins, opinbera sem aðra, um að engar leiðréttingar á kauptöxtum  verði næsta 1 ár? Þjóðarsátt í 1 ár?  Betra 2 ár. Á móti því verði dollarinn færðu niður í 93 krónur og aðrir gjaldmiðlar eftir því auðvitað. Samdægurs! Og fastgengi verði næsta árið.

Greiðslujöfnunarvísitalan í janúar 2008 var 93. Hún er núna 122.2. Dollarinn er ca. 117. Þetta stemmir nokkurn veginn.  Setjum dollarann í 93 kr. Við erum með gjaldeyrishöft og handstýrt gengi. Þetta er stærð misgengisins sem þarf að leiðrétta. Hjá öllum sem eru með vísitölulán. Gengislánin jafna sig líka.

 Hvað skeður ef gjaldeyririnn fer svona niður? Allt verðlag lækkar sem þessu nemur. Útgerðin tapar tekjum. Slökun á veiðigjaldinu jafnar þetta eitthvað út hjá þeim.Bensínið snarlækkar.

Gjaldeyrishöft verða auðvitað nauðsynleg meðan þetta er að jafna sig að bestu manna yfirsýn. En dagar líða og koma ráð.  Höftin eru  hvort sem er núna og við lifum við þau.  Vísitala lánanna verður látin fara niður samdægurs sem þessu nemur líka. Viðskiptaráðherra hefur vald til þess. Lánin leiðréttast niður í svipuðu hlutfalli. Þeir sem eru búnir að tapa sínu verða teknir til sérskoðunar hver og einn.

Verðbólgan er þar með farin út í hafsauga og verðtrygging hættir að' vera áhyggjuefni. Engar sjónhverfingar heldur aðeins pennastrik.  Bara einfaldar aðgerðir. Án þess að kollsigla ríkissjóð eða skattkerfið.

Má ekki reyna bara nýja hugsun í erfiðu máli? 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Númer eitt:  

Áður en allt annað er gert þá er það skýlaus karfa að umsóknin inn í Evrópusambandið verði dregin til baka og afmáð. Og að hin umboðslausa umbylting í formi aðlögunar að sovétríkjum ESB, verði algerlega afmáð af Lýðveldi Íslendinga

Umsókn þessa hefur meðal annarra grasrót Sjálfstæðisflokksins krafist að umsvifalaust sé dregin til baka. Að óhæfan og svikin gagnvart þjóðinni séu afmáð og að þau hætti. Umsóknina á því umsvifalaust að draga til baka. Að því á forysta Sjálfstæðisflokksins að vinna að í stjórnarandstöðu sem og í ríkisstjórn. Þetta er númer eitt.

Númer tvö er þetta:

Ný umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur koma á dagskrá Alþingis Íslendinga fyrr en að einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði innlimað inn í Evrópusambandið. Þetta mál er þess eðlis 

Og óvefengjanlega sterk rök sem hreinar og sanngjarnar tilfinningar íslenskrar þjóðar ættu hins vegar skýlaust að krefjast allt að 800 ára umhugsunartíma, eins og síðast. Í faðmi þeirra sterku raka og hreinu tilfinninga fæddist stofnun Sjálfstæðisflokksins. Hér mega engin þjóðsvik slá rótum og festa sig í sessi, svo lengi sem við drögum andann

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.4.2013 kl. 02:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skúffaður yfir þér Gunnar að segja ekkert um hugmyndina en bara eypa kröftum í annað.

Halldór Jónsson, 30.4.2013 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband