Leita í fréttum mbl.is

Hvað myndi ég gera?

fyrst ef ég væri í stjórn?

Já nú vandast málið, því auðvitað veit maður ekki allt þó maður sé að kjafta svona út og suður.

En mér dytti í hug að lækka tryggingagjaldið sem er bara aðstöðugjaldið gamla svo vitlaust sem það var. Svo myndi ég skoða auðlegðarskattinn. Það eru tilvik þar sem venjulegt fólk sem hefur litlar tekjur getur ekki borgað af því að eigninrnar sem hann leggst á eru illseljanlegar nema með stórtapi. Eg veit ekki hversu margir eru að borga þetta sem raunverulega geta það vegna þess að þeir hafa góðar tekjur.

Svo er hneykslið þar sem verðbætur á bankainnistæður eru taldar fjármagnstekjur og reiknaður skattur af þeim. Þetta eru ekki tekjur heldur verðbólga. Hversu hár á fjármagnstekjuskattur að vera? 10 %, 15 %, 20 % eða 25 %. Hvar er Lafferkrúrfan?

Í rauninni eru eignaskattar tvísköttun á sama hlut. Tekjur eru skattlagðar einu sinni og svo er það sem fólk nurlar af þeim skattlagt ár hvert sem auðlegð. Er þetta rétt? Fasteign kostar bæjarfélag  útgjöld og lögregla verndar fasteignir manna. Þetta þarf að borga.

Svo vil ég sjá flatan staðgreiðsluskatt fyrir alla. Hátekjuskattur er líklega til vinsælda fallinn eftir á lagður og þá borga þeir meira sem mestar tekjur hafa. Þar þarf þó hóf á eins og margar þjóðir hafa brennt sig á.  Mér líst illa á útsvarsfrelsið til sveitarfélaga því þar eru oft afspyrnu dilletantar við völd sem setja þau á hausinn. Geta svo sent reikninginn fyrir vitleysuna beint á skattgreiðendurna. Og skuldsetning sveitarfélaga bendir til þess að liðið sem þar velst til forystu séu yfirleitt spraðibassar sem kunna ekki að forgangsraða og segja nei við þrýstihópa.Oft líka valdir af íþróttaklíkum, hestamannafélögum og öðrum ámóta þrýstuhópum.  

Svo vil ég skoða eftirlitsiðnaðinn. Hvaða tilgang hefur það að senda fólk að skoða vinnustaðaskírteini hjá venjulegum fyrirtækjum þegar eftirlitið fer heim klukkan fimm þegar svörtu fyrirtækin opna? Það er svarta atvinnustarfsemin sem heldur þjóðfélögunum uppi hvort sem er. Það vissu Þjóðverjar upp á hár þegar ég var ungur. Hún þrífst hinsvegar ekki sem svört heldur verður lögleg þegar dregið  er úr skattfrekjunni niður í sanngjarnt. En öll vinna og verðmætasköpun gerir þjóðina ríkari.

Virðisaukaskatt vil ég stórlækka og leggja hann á allt  jafnt. Skattkerfið á að hjálpa þeim tekjulægstu eins t.d ef bætur fylgja vísitölunni. Neikvæður tekjuskattur á að hjálpa þeim sem eiga í baslinu.Og sykurskatturinn er tóm della.Gerir bara landann dýrari en hefur ekki áhrif á framleiðsluna meðan brennivínið er svona dýrt að fólk kaupir það ekki.

Og svo vil ég sjá orkuframkvæmdir sem innlendar hendur vinna sem mest . Að erlent fjármagn sé boðið velkomið til að kaupa orku og þjónustu. Gjald á ferðamenn fyrir leit og björgun og selt sé inn á ferðamannastaði.

Ég vil lækka bensíngjöld og tolla af bílum en auka vægi vegatolla og  gangnagjalda. Einstæð móðir í Reykjavík sem keyrir bara krakkann sinn á leikskóla er að greiða veggjaldið í Vestfjarðagöngin fyrir Ísfirðinga. Af hverju eru fríkeypisgöng fyrir suma?  

Ekki vil ég eyða peningum í að breikka einbreiðar brýr, blikkljósin duga alveg. En klæða frekar fjölfarna ófæra malarvegi.Forgangsraða en ekki bara kjördæmaraða. Ég vil grafa Seyðisfjarðargöng strax og öll önnur að því tilskyldu að allstaðar verði gangnagjald.Setja þau á öll göng í landinu, þá verða þau svo lág að menn sætta sig við þau.

Verðum við að hafa innflutningstolla?. Eru þeir ekki notaðir til að vernda innlenda kauptaxta fyrir fátækari löndunum?  Eru þeir  þá ekki ónauðsynlegir á bíla þar sem við búum þá ekki til? En við prjónum peysur sem Kínverjar geta gert miklu ódýrara? Fríverslun á peysur fyrir ferðamenn er þá ekki svo rakin nema fyrir kaupmenn. Líka geta Kínverjara selt okkur ódýrara smjör af því þeir eru einræðisríki. Við verðum að skoða heiminn í því ljósi. Fríverslun er ekki sanngjörn nema milli lýðræðisríkja og jafnsettra veðurfarslega. Kartöflur verða alltaf dýrari og minni  á Íslandi en í Póllandi. þaðp gerir sólin.  Verður ekki að hlusta á fleiri en kaupmenn?

Ég sé að ég hef nóg að gera við  að stjórna þó ég haldi áfram til kvölds. Það er svo margt sem ég mundi gera,  Mundi litli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

"streamline: make (an organization or system) more efficient by employing faster or simpler working methods. "  

Hlutfallslegt jafnflæði reiðufjár í bókhaldslegum skilningi.

[ekki tvísköttun , ekki nefskatta, ekki starfsmann persónu aflætti, ekki vaxtabætur , ekki eigna millifærslur milli rástafaðra jafnflæðissjóða].   

 Í rekstralegum vsk. skilningi   þá gildir því einfaldari vinna því stærri veltur og minni mannafli og  hentar þetta í grunni hráefna og orku til útrýma marksverðsveiflum  á öllum 30 árum.  Einfaldleiki í framreiðlu og stærri veltu stærðir minnka þá álagaðar prósentur arðs: vaxta, varasjóða  og innkomu hlutahafa. Ávinngur er að hærri prósentur myndast á mikið fleiri veltum flóknari á síðari stigum framreiðslu [vsk] inn á almenna markaði.   Við tölum um eðlilegan rökréttan huglægan markaðs virðisauka.  Hátækni, gæða þjónustu, tísku, [ferskleika, sjaldgjæfni] að mati kaupenda. 

Ég myndi tala um, í samhengi einstaklinga. reiðufjár innkomu sjóði [skatta] og gera skil á mill þeirra sem lagðir eru á útborgað reiðufé  til að fjármagna grunn samtryggingar kerfi einstaklinga og  þeirra sem sem fjármagn hliðar þjónustu við vsk. lögaðila og einföldum eignarhaldsformum þeirrra.  Velferðarskatta og söluskatta.

Reiðufjár innkoma einstaklinga [ekki lögaðila] er staðgreidd vegna vinnu [Salary , wages], og önnur innkoma  í lok skatta árs [þegar leiðréttingar til innkomujöfnun er gerðar: lækkun á innkomu skatti vegna fráfalls maka, og svo skerðingar til að tækifæri verði almennt sem jöfnust á framtíðar skatta ári. 

USA leggur um 35% á allt útborgað reiðureiðfé til starfsmanna,  17,5% álagningu  skilar lögaðil í sínu  nafni og 17,5% álagningu skilar hann í nafni starfsmanna hlutfallslegt af öllu undir grunnframfærslu segjum 237.000 kr. í reiðu fé á mánuði.    það er tekur 15 % af grunnframfærslu veltu. 

  Síðan byrja innkomu uppgjörsrammar [þrep].   lagt er hærri prósenta á einstaklinga  frá [ 237.000 kr til 500.000 kr.] .  þrepin er 6. upp í 2,4 milljónir útborgaðar á mánuði.

Heildar skattar á starfsmanna veltu byrja ekki að hækka í augum lögaðila prósentulega fyrir en starfmaður fer yfir 237.000 kr. og næst og meira þegar hann fer yfir 500.000 kr. útborgaðar.   Sálfræðin er augljós. Almennt lægri prósentur til umræðu,  þeir sem fá mest úrborgað valda mestri hækkun á heildar starfsmanna skatti lögaðila.

Í lok árs . segjum 1.apríl er svo skilað til einstaklinga heildar innkomu uppgjörum  til hækkunar og lækkunar. 

þá er heildar innkoma á öllu reiðufé skömmtuðu og teknu til staðar. þá gildir hliðstætt um lámarksframfærslu og uppgjörstekju bili.
Nema allt sem var staðgreitt er dregið frá. 

Eiinstaklingur með bara 500.000 kr. í vexti , arð og leigu og af því sem hefði verði greitt honum fyrir vinnu. [eftir á þarf ekki að verðbæta].

15% 237.000 kr. það er 36.000 kr.  segjum  fyrir 500.000 kr - 237.000 kr. 25% af eða  66.000 kr. Alls skuldar hann 102.000 kr. það er 20% af.  Þetta jafngildi því að 25% hefður verið lögð á .

lagt mun vera á 25% á útborgað vinnu starfsmanna [einstaklinga] á fyrst þrepi.

Hjón sem telja fram í sitt hvoru lagi fá leiðréttingu eftir á, þar sem þessi 25 % á 1 þrepi heildar inncomu eru lækkuð og mismunur greiddur út eða látin ganga upp í aðrar tekjur sem eru ekki staðgreiddar.  Ekkjur er því ekki hækkaðar upp eftir frá falla maka.


Þjóðverjar eru með sömu rökréttu hlutfalllega jöfnu sálfræði. Mismuna ekki eftir eðli innkomu einstaklinga. Val til að hala inn reiðfé kostar alltaf sömu skatta , dýrari starfsmenn eru meiri byrði [ef ekki þessi virði] en þeir sem fá minna útborgað.  Þarf enga háskóla til til dæma um hæfi=virði strafmanna.

"simpler working methods" er ætlað að lækka arð í geirum sem eru í grunni reglustýrðri fákeppni heildsölu og því miklu veltu magni.

Einfeldingar hér skilja ekki að flóknar skattar auka ekki raunvirði almennt  að mati flóknari persónuleika. 

Eignarhaldsfélög eru í raun skattsvika tól , því margar litlar einfaldar veltur er í skatta samhengi ein stór einföld velta í augum þess sem setur hinum megin borðið.  Hugleysingjar stela frá þeim minnimáttar.

Júlíus Björnsson, 22.5.2013 kl. 13:48

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef allir lögaðlar borgar 40% á allt útborgað reiðufé [+ virði hluninda] til stafsmanna. þá sija allir við sama borðið.   Ísland er samamburðarhæft. Umfram framfærslu útborganir til starfsmanna er svo einkakeppnis mál hvers lögaðila og þrepaskattsskildar.  Einfaldara getur þetta ekki verið.  Allir jafnir til tekjuskerðinga og eignarupptöku.  

Júlíus Björnsson, 22.5.2013 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband