Leita í fréttum mbl.is

Guðni skákar

versluninni með grein í Mbl. í dag. Hann gerir að umtalsefni árásir talsmanna kramara á landbúnaðinn á Íslandi. Svo fáránlegt sem það er eru menn sífellt að bera saman kílóverð af innfluttri landbúnaðarvöru og innlendri. Afl sólar og stærðar, lífskjara og velferðar er hvergi dregið til. Það er þetta sem Guðni er að tala um þegar hann ver landbúnaðinn íslenska. Almenningur vill ekki útrýma honum og landbúnaðurinn hefur tekið miklum framförum. 

En eru gagnrýnendurnir að standa sig? Ekki er það svo að dómi Guðna: 

 

..." En hvað segir í skýrslunni um hagkvæmni verslunarinnar á Íslandi? Þar segir að flatarmál húsnæðis sé 4,1 m²á mann á Íslandi á sama tíma og í Danmörku er um að ræða 1,6 m² á mann, í Svíþjóð 1,2 m², Finnlandi 1,8 m² og í Noregi 2,4 m². Að árleg sala á fermetra hér sé í smásölu 1,3 á móti 3,8 í Danmörku. Hverjir ætli borgi þessa óhagkvæmni? Auðvitað neytendur í hærra vöruverði.

Förum út á Granda í Reykjavík þar standa allir stórmarkaðirnir í kór. Bónus, Krónan, Iceland, Nóatún og Víðir og stutt í Melabúðina. Melabúðin og Fjarðarkaup eru sennilega í sérflokki með nýtingu og arð, selja sig á gæðum og þjónustu. En dygði einn af hinum stóru mörkuðum til að anna allri verslun á þessu svæði?

Á Selfossi eru t.d. bæði Húsasmiðjan og Byko, sagt var að stærð þeirra dygði fyrir þrjátíu þúsund manna byggð. Það er hljótt yfir þeim skýrslum sem eru til um tap og afskriftir í íslenskri verslun en árin 2009 til 2010 töpuðust alls þrjátíu milljarðar króna..." 

 Sömu sögu má sjálfsagt segja um íslenska bankakerfið. Við erum með svona pí sinnum fleiri bankastarfsmenn en Bandaríkjamenn við að rúlla minni peningum. Miklu fleiri fermetra undir banka höfum við líka.  Við erum með miklu fleiri útibú. Hvað eru bankarnir okkar að gera? Rukka einstaklinga, reka netbanka og innheimta reikninga.  Er þetta allt rekið á hagkvæmari hátt en verslunin? 

Mér finnst Guðni Ágústsson hafa skákað krömurum svo eftir verður tekið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband