Leita í fréttum mbl.is

Hefðum við ráðið úrslitum?

í lýðræðislegu Evrópusambandinu þegar eftirtalinn atburður varð?

"....Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í gærkvöldi að aflétta banni við sölu vopna til Sýrlands. Frakkar og Bretar vildu að bannið yrði afnumið til að hægt yrði að styrkja stöðu uppreisnarmanna í átökum við stjórnarherinn og knýja stjórn Assads, forseta Sýrlands, til að hefja friðarviðræður við uppreisnarmenn.

 

Austurríkismenn, Finnar, Svíar og Tékkar voru hins vegar andvígir því að vopnasölubannið yrði afnumið. Þeir töldu að það myndi aðeins auka blóðsúthellingarnar og verða til þess að hættuleg vopn kæmust í hendur íslamskra öfgamanna, meðal annars hreyfingar sem hefur lýst yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda.

 

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í gærkvöldi að vopnasölubanninu yrði aflétt. Tilkynningin kom eftir tólf stunda langan fund utanríkisráðherra ESB. Hague sagði að refsiaðgerðum gegn ríkisstjórn Sýrlands yrði viðhaldið.

 

Eftir fundinn í Brussel fór Laurent Fabius til Parísar til að ræða við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands um tilraunir til að knýja fram friðarviðræður milli stjórnar Assads og sýrlenskra uppreisnarmanna í Genf í næsta mánuði. Sýrlenska stjórnin hefur léð máls á friðarviðræðunum og leiðtogar helsta bandalags uppreisnarmannanna þinga nú í Istanbúl um hvort þeir eigi að taka þátt í friðarviðræðum við alræðisstjórnina. ..."

Hafin er áróðursherferð á hendur Assad um eiturgas og hverskyns ribbaldaskapar sem verði að stöðva. Alveg sambærilegt og þegar álygarnar á hendur Saddam Hussein hófust á sinni tíð.Assad berst við að friða lands sitt gegn hryðjuverkahópum sem eru fjármagnaðir af erlendum ríkjum og nú brátt af hinu lýðræðislega Evrópusambandi.

Sannleikurinn var hinsvegar að Hussein verkfræðingur var sá að sá maður  gerði hvað mest fyrir Íraka á sviði heilbrigðismála og annarra framfara.  Fékk sérstaka viðurkenningu SÞ fyrir störf sín. Hann var í miklum minnihluta Sunna en tókst að sameina þá með Shítum í eina þjóð. Harðhentur ef svo bar undir alveg eins og Assad augnlæknir. Hann varð fyrir því að Kaninn brást honum með stuðning við stríðið gegn Iran.  Hvort skyldu fleiri Írakar vera á lífi í dag en nú ef hann hefði verið látinn um stjórnina áfram? Án efa besti maðurinn sem völ var á til að stjórna Írak bæði þá og síðar. Trúlega er eins ástatt um Assad.

Enn á ný ætla leyniþjónustur Breta og Frakka að finna ástæður til að grípa inn í innanlandsmál í Sýrlandi. Í framhaldi förum við sjálfsagt að taka á móti flóttamönnum og hælisleitendum þaðan. Ekkert skil ég í því að ESB eftir lýðæðislega afgreiðslu utanríkisráðherra bandalagsríkjanna, svo sem fyrr segir, skyldi ekki senda hingað barefli á Austurvöll 2008 þar sem hér var við stjórn óaldarflokkur hægri-öfgamanna sem var á móti ESB? 

Lifi lýðræðið í ESB! Hefði ekki rödd Íslands hljómað þar með afgerandi hætti  og Össur hefði hugsanlega samþykkt að afhausa augnlækninn með samstilltu átaki bandalagsríkjanna? Þá hefði atkvæðagreiðslan um vopnasöluna væntanlega geta farið fram með auknum meirihluta 3 já-um gegn 4 nei-um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Halldór; æfinlega !

Mjög raunsæ frásaga; - sem greining, af þinni hálfu, sýnist mér, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 12:30

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór

Ég er þér og Óskari sammála. Það virðist nefnilega með degi hverjum æ ljósara að: VIÐ ERUM VONDU KALLARNIR og höfum örugglega verið það a.m.s.k. síðustu öldina.

Jónatan Karlsson, 28.5.2013 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband