Leita í fréttum mbl.is

Rökræða er forsenda framfara

segir Sigmundur Davíð í niðurlagi greinar sinnar í Morgunblaðinu í dag.

Grein hans kemur mér nokkuð á óvart þar sem mér finnst örla á viðkvæmni í henni. Það þýðir að honum er ekki sama hvað stjórnarandstaðan er að segja á Alþingi og hvað fjölmiðlarnir á þeirra valdi eru að segja.

Mér finnst ekki skipta einu einasta máli hvað til dæmis Steingrímur J Sigfússon er að segja í ræðustól á Alþingi hvað þá álitsgjafar kommanna úr Háskólanum.  Má hann Steingrímur ekki bara tala og tala sem allra mest?  Af hverju á Sigmundur Davíð að láta það fara í taugarnar á sér eða kalla það málþóf þó Steingrímur og aðrir álíka séu með útúrsnúninga og sífelldar fyrirspurnir til ríkisstjórnarinnar?

Við kusum ekki þessa ríkisstjórn til þess að eyða tíma í  að karpa við fyrri ráðherra og þeirra nóta. Við höfum allt annað að vinna. Leyfum þeim að spyrja og spyrja og þvæla og þvæla. Svörum þeim einfaldlega ekki. Látum eins og við heyrum ekki í þeim. Förum bara í ræðustól til að skýra hvað við séum að gera og hvað við ætlum að gera. Þeir mega blása sig hása eins og þeir vilja. Við segjum ekki orð. Bara greiðum atkvæði.

Dettur einhverjum heilvita manni í hug að hægt sé að rökræða við Steingrím J. um nokkurn einasta hlut sem hann vill nota í illum tilgangi sem er yfirleitt? Það er alvega sama hvað sagt er hann bara heldur áfram. Stjórnarþingmaður í ræðustól sannfærir hann ekki um eitt einasta atriði. Þessvegna er tilgangslaust að eyða tíma í slíkt mas.  Þöggum hann bara og heyrum ekki bullið í honum né öðrum ámóta. Greiðum bara atkvæði þegar slíkt er hægt.

Rökræða milli skyniborinna manna er sjálfsagt forsenda framfara eins og Sigmundur segir. En menn verða að vera skynibornir eða velviljaðir til slíks árangurs. Það er spurning um Steingrím í því sambandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér tilvist þína Halldór

Bjarni Benediktsson Jr hafði hér frumkvæðið og grét þarna fyrstur.

Það er bara gott að forsætisráðherrann sýni sig sem virkan penna þó svo að hann sitji nú í æðsta embætti lýðveldisins. Það er meira en hægt var að segja um suma sem stungu skriffærum sínum niður um leið og þeir hófust á loft á kasketti sínu og héldust uppblásnir í stratosferinu þar til kjósendur kipptu þeim niður

Gott hjá Sigmundi Davíð

Kær kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2013 kl. 01:37

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að Sigmundur Davíð hafi verið að minna Steingrím J. Sigfússon á að hann hefur ásakað fyrverandi stjórnarandstöðu um málþóf?

Auðvitað á að hafa Steingrím J. Sigfússon sem allra mest í Þingforsetastólnum svo að hann geti talað sem minnst enda hafa fáir trú á því sem hann segir og nenna ekki að hlusta á hann.

"How do you know when SJS is lying? His lips are moving."

En mér finnst málþóf bara hlutur af þingræði og er oftast eina vopnið sem stjórnarandstaðan hefur, sem betur fer. IceSave 1 hefði flogið í gegnum þingið ef málþóf hefði ekki verið leifilegt.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.6.2013 kl. 01:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Góði Gunnar

Sigmundur getur sannarlega skrifað og gerði það vel.

Jóhann

Ég er ekki að tala um að þeir afleggi málþófmeð öllu.

Ég er að segja að þegar eitthvað stjórnarandstöðufyrirbrigði kemur í pontu og krefst þess að ráðherra svari, þá svari ráðherra ekkert endilega strax með því að veita andsvar, svo kemur fyrirbrigðið aftur og endurtekur spurningauna, og aftur kemur ráðherra að veita andsvar osfrv., heilan klukutíma.

Ráðherra bara þegir. Getur svo svarað ef hann kýs seinna þegar hann kærir sig um.Vera ekkert að karpa heldur svara mörgum í einu ef svo ber undir.

Halldór Jónsson, 26.6.2013 kl. 08:36

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þekki ekki leikskólareglur Alþingis, það gæti verið regla ef um spurningatíma til ráðherra er að ræða, að þá þurfi ráðherra að svara fyrirspurnum strax að lokini fyrirspurn þingmanns?

Ef ekki, þá held ég að ráðherra mundi bara svara þegar honum sýnist einhventíman á kjörtímabilinu og það væri auðvita vanvirðing ráðherra gagnvart þinginu.

Gott að heyra að þú ert ekki mótfallinn málþófi. Ég lít nú svo á að ef ekki væri leifilegt málþóf þá þyrfti ekkert að halda þingfundi, stjórnarmeirihlutinn mundi þá setja á lög og ekkert væri hægt að gera til að tefja það eða stoppa.

Og auðvitað er varanaglinn Forsetavaldið, ef að það eru einhver ólög sem ekki var hægt að stoppa í þinginu eins og t.d. IceSave, þá fær þjóðin að ráða eftir neitun Forseta að skrifa undir og samþykkja ekki lögin.

Hvað heldur þú að sé búið að stoppa algjör ólög með málþófi, sem hefðu bitnað á atvinnu og almennu líferni almennings BNA í Forsetatíð Barack Hussein Obama?

Sem betur fer er málþóf í fullum gangi hér í BNA, ekki bara í Forsetatíð núverandi Forseta, heldur í gegnum tíð lýðveldisins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.6.2013 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband