Leita í fréttum mbl.is

Snowden

er líklega kominn í öruggt skjól hjá Pútín forseta Rússlands.

Merkilegt skilyrði fylgdi samt frá Pútín. Það var að Snowden hætti að leka trúnaðarmálum föðurlands síns Bandaríkjanna. Pútín skilur auðvitað mikilvægi þessa þar sem keisarar verða að hugsa geópólitískt en ekki af tilfinningum.

Ég hef hugsað talsvert um örlög þessa Snowdens og hvað hann hafi verið að hugsa þegar hann tók sín skref. Það er ekki lítið ferðalag sem maðurinn leggur upp í. Látum vera þó hann hafi fallið fyrir peningum sem þessari frægð fylgja. Það hefur orðið mörgum að falli. En verðum við ekki að ætla að hann hafi átt fjölskyldu og vini? Alist upp í landi sínu sem venjulegur bandarískur unglingur, átt skólakærustur, íþróttafélaga og þar fram eftir götunum?Hann hlýtur að hafa hugsað um hvaða líf hann væri að kveðja með gerðum sínum? Eða er hann sjúkur maður á sál eða líkama?

Líf útlaga eins og til dæmis Ronnie Biggs var víst engin sæld þó peiningana skorti ekki? Líf Assange er líklega heldur ekki dans á rósum? Var Fischer alsæll sem flóttamaður á Íslandi? Breyttu Guy og Burgess, Mata Hari, Rosenberghjónin, Klaus Fuchs, einhverju afgerandi fyrir heiminn sem var þess virði að fórna sjálfum sér fyrir?

Munu gerðir Snowdens skipta einhverju máli eftir 5 ár? Ætli margir sem núna hæst láta muni minnast hans þá? Stundum er frægðin dýrkeypt. Múslímar muna svo vel eftir Salmon Ruhsdie að hann getur hvergi verið.John Lennon?

Dagar koma og dagar koma yfir heimsveldin. Keisarar fara og keisarar koma. En vilja margir skipta við Snowden?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi skiptir það miklu máli eftir 5 ár hvað Snowden gerði.

Vonandi verða síma og tölvugagnasöfnun um almenning án þess að hafa verið grunaðir um að brjóta lögin fundin brot á stjórnarskrá BNA og sett verði ströng lög um síma og tölvugagnasöfnun the Snowden Act.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 2.7.2013 kl. 14:56

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað gerði Snowden? Annað en að staðfesta að allir eru að njósna um alla.

Kolbrún Hilmars, 2.7.2013 kl. 17:19

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann

þú ert nú bláeygðuref þú heldur að einhver lög og reglugerðir stöðvi ráðamenn í að réttlæta sig.

Kolbrún

Þú hefur held ég rétt fyrir þér. Það er ekkert glæpur sem ekki kemst upp

Halldór Jónsson, 2.7.2013 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband