Leita í fréttum mbl.is

Menntakerfið

er til athugunar þessa dagana. Það þykir dýrara og óskilvirkara en í "þeim löndum sem við berum okkur helst saman við".Helst þykir þá ráð að stytta menntaskólann og fækka háskólum. Það er merkilegt að heyra það núna að við eyddum þá tímanum mest til einskis í MR á sínum tíma.

Á sama tíma hefur kostnaðurinn við grunnskólann hækkað úr öllu valdi og að sama skapi hefur framleiðslunni hrakað. Ég hef engann 12 ára hitt síðustu ár sem hann litlu margföldunartöfluna afturábak og áfram. Hvað þá stóru töfluna. Slíkt ástand hentar alls ekki til að fara að byrja á stærðfræðinámi eða hvaða tækninámi sem er. Auðvitað eiga allir vasatölvu í dag sem við áttum ekki í 12 ára B. En það kemur ekki málinu við.

Á minni tíð í grunnskóla kunnum við litlu töfluna utanað, afturá bak og áfram án þess að draga andann. Við vorum um 30 í bekk. Í bekkina var raðað eftir námsgetu.

Nú er mér sagt að í bekkjunum séu helst ekki mikið yfir 20. Og öllum blandað saman, tossum og greindum, útlendingum með tungumálavamdamál og íslenskumælandi.  Afleiðingin er að þeim greindari leiðist að bíða eftir þeim tregari og þeim tregari leiðist hvort sem er. Kennarar eru flestir kvenkyns og í mínu ungdæmi voru þær yfirleitt ekki látnar kenna reikning. Af hverju vil ég ekki svara.

Er ekki athugandi að snúa sér að grunnskólanum og skoða rætur vandans. Þar er lagður grundvöllurinn að brottfallinu í framhaldsskólanum vegna þess að menn byggja ekki hús án þess að gera sökkul og botnplötu fyrst. Skýjaborgir hinsvegar eru oft lítt byggilegar.

Menntakerfið þarf að vera í sífelldri endurskoðun segja þeir. En er menntakerfið ekki bara frosið fast?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband