Leita í fréttum mbl.is

Ruglað í ríminu

er okkar alþingisfólk sem leggur fram tillögu um að gera Snowden að íslenskum ríkisborgara!

Helgi Hrafn Gunnarsson sem og  aðrir þingmenn Pírata, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar, og Páli Val Björnssyni, þingmann Bjartrar framtíðar leggja þetta til í alvöru.

Snowden er að mínu viti og margra annarra glæpamaður á flótta undan réttvísinni í því föðurlandi sem hann sveik. Ótíndur þjófur sem seldi óvinum þýfi sitt.  Svik Snowdens skaða öll Vesturlönd og við erum í bandalagi frjálsra þjóða í þeim heimshluta.

Síðan hvenær er svona fyrirbrigði æskilegur nýr ríkisborgari á Íslandi ? 

Mér finnst þetta fólk okkar á Alþingi vera gersamlega ruglað í ríminu að leggja fram svona tillögu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrir heiðarlegt fólk er ferlið við að öðlast Íslenskan ríkiborgararétt tiltölulega einfalt.  En það er að sækja um hann og skila þeim gögnum sem óskað er, og bíða svo í sjö ár.  Eftir sjö ár kemur svo í ljós hvort við komandi er svo ærlegur að hann geti öðlast rétt til að bera Íslenskt vegabréf, án þess að gera það tortryggilegt.  Flestir hafa andlegt þrek til að bíða í sjö ár eftir að fá okkar ágæta bláa vegabréf en ljóslega ekki allir.   

En svo sýnist sem sumir þeir sem öðlast hafa rétt til þess að bera Íslenskt vegabréf við fæðingu hafi á því mestan hug  að útvatna gildi þess, mér og mörgum öðrum til raunar og klárlega til vandræða síðar.  Það er athygli vert  að það skulu vera þingmenn af athyglissjúku útgáfunni , sem berjast fyrir því með oddi og egg að spæjari upptekin af sjálfum sér, en kunnáttu laus um sín fótaforráð fái okkar bláa vammlausa vegabréf.

Það er einfalt að glata trausti.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 4.7.2013 kl. 23:22

2 Smámynd: Elle_

Maðurinn stórskaðaði föðurland sitt og stefndi öllum þar í stórhættu.  Líka föður sínum sem nú vill hjálpa honum. 

Voðalegt að lesa hatursfullar og óábyrgar fullyrðingar í Moggablogginu um að Bandaríkjamenn þrái ekkert heitar en refsa honum með dauða eða þaðan af verra.  OG vilji drepa hannNei, ég meina, ég veit Bandaríkjastjórn getur verið hörð og ranglát, eins og ýmsar ríkisstjórnir, en hvar kom þetta morðæði eiginlega fram?  Svo er bætt við: Það er bara þannig.  Þetta er Bandaríkjahatur, ofstæki nánast, og maður missir trú á fólki.

Næsta lygasaga um hryllilega vondu Bandríkjamenn verður kannski að forsetinn hafi farið grímuklæddur á flugvöllinn í Rússlandi og skotið manninn?  Það var svona sem hundurinn Lúkas var grimmilega steindrepinn og fannst svo heill á húfi uppi í fjalli.

Elle_, 5.7.2013 kl. 00:37

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Hrólfur

íslenskt ríkisfang eru forréttindi sem okkur

ber að fara sparlega og vel með í stað þess að láta landshornasirkla og pólitíska dilletanta spreða þeim eins og mykju yfir heimsbyggðina.

Elle mín kær

Þakka fyrir þín orð um hvernig rógurinn er rekinn ofan í þjóðina. Því miður er fréttaflutningurinn of mikið litaðar af áróðri og minna byggður á staðreyndum að fólk á í erfiðleikum að greina kjarnann frá hisminu.

Halldór Jónsson, 5.7.2013 kl. 08:58

4 Smámynd: Tómas

Finnst þér Snowden hafa gert eitthvað rangt, siðferðislega Halldór?

Tómas, 5.7.2013 kl. 10:31

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað er siðferði? Skoðun allra eða nokkurra? Gerði Vidkun Quisling rétt eða rangt? Margir voru á annarri skoðun en hann.

Snwden rauf eiða sína og trúnað, stal því sem houm var trúað fyrir og seldi fyrir eigin ábata.

Það er sjálfsagt bara skoðun.

Halldór Jónsson, 5.7.2013 kl. 21:34

6 Smámynd: Tómas

Finnst þér rangt af Snowden að upplýsa samborgara sína um alvarlegt brot á friðhelgi þeirra, eða finnst þér það í lagi?

Ef þú sérð ekkert að þessu, þá vil ég spyrja, hvað þætti þér um að Steingrímur J. og/eða Bjarni Ben hefðu beinan aðgang í bæði bréfpóstinn þinn, vefpóstinn þinn og allar upplýsingar um símanotkun þína, án þess að þú vissir um það. Þætti þér það virkilega í lagi?

Tómas, 6.7.2013 kl. 10:52

7 Smámynd: Elle_

Pistillinn segir ekki neitt um að njósnir stjórnvalda á þegnum sé í lagi.  Hinsvegar gefur það ekki Íslendingum heimild til að ljúga upp á Bandaríkjamenn og fara með róg.  Maðurinn braut trúnað við föðurlandið.  Hann verður sóttur til saka.  Og hann fær verjanda. 

Gat hann ekki gert þetta öðruvísi?  Verða ómerkilegir Íslendingar að ljúga að Bandaríkjamenn vilji drepa manninn eða þaðan af verra?  Það kom aldrei fram frá bandarískum saksóknurum eða stjórnvöldum að farið verði fram á dauðadóm yfir manninum.  Það kom aldrei fram nema í heilum rógmanna.

Elle_, 6.7.2013 kl. 12:30

8 Smámynd: Elle_

En talandi um Steingrím - ætti hann ekki sjálfur að vera fyrir dómi með nokkrum öðrum vegna ICESAVE?  Hví má hann enn valsa um í stjórnmálum landsins?

Elle_, 6.7.2013 kl. 12:40

9 Smámynd: Tómas

Elle: Ég hef nokkrar spurningar:

1. Ef ef hann verður fundinn sekur um landráð, þá hlýtur hann líklega dauðadóm, ekki satt? Að minnsta kosti sé ég ekki fram á að hann fái réttláta meðferð af neinu tagi.

2. Manning braut líka lög BNA. Finnst þér hann sæta réttlæti? Búinn að búa við pyndingar síðustu ár.

3. Það voru fleiri en Steingrímur sem talað hafa fyrir IceSave samningum (til dæmis nokkrir vel valdir sjálfstæðismenn...).

Tómas, 6.7.2013 kl. 19:24

10 Smámynd: Elle_

Tómas- 

1. Nú veit ég ekki hvort hann var sakaður um landráð eða hvaða dóm hann hlyti.  Punkturinn minn var lygarnar og rógurinn (ekki þú) nokkurra óvandaðra Íslendinga um að Bandaríkjamenn vilji drepa manninn, drepa manninn eða þaðan af verra, eða þrái ekkert heitar en dauða hans.  Það er ofstækislegur málflutningur og út í loftið þar sem það kom aldrei fram að neinn Bandaríkjamaður vildi drepa hann eða að bandarískur saksóknari færi fram á dauðadóm yfir honum.  Var hann sakaður af saksóknara um landráð?  Veit ekki hvaða dóm hann gæti hlotið.   

2. Get ekki alveg svarað þessu en veit ekki um neinn sem fór fram á dauðadóm yfir honum.  Veit saksóknari í Bandaríkjunum gerði það ekki og ætlar ekki að gera það. 

3. Já, ég veit það.  En Jóhanna og Steingrímur og þeirra flokkar voru þau einu sem ætluðu að kúga þjóðina með mikilli grimmd og ofbeldi.  Þau og Össur ættu frekar að vera fyrir dómi en að Steingrími og Össuri líðist að vera enn við stjórnmál og ofbjóða þeim sem þeir ætluðu að kúga.  Og fái enn tækifæri til vinna gegn þeim og trufla líf þeirra.  En kannski Bandaríkin eða Rússar veiti þeim hæli?  Þó ég vilji þessum þjóðum það ekki. 

Elle_, 6.7.2013 kl. 21:49

11 Smámynd: Elle_

En nákvæmlega hvaða pyndingum hefur Manning sætt?  Í alvöru get ég ekki verið viss hvort það er nokkur fótur fullyrðingum um það.  Eða hvort fólk er hundelt þar fyrir skoðanir eins og nokkrir vilja meina.

Elle_, 6.7.2013 kl. 21:56

12 Smámynd: Elle_

Og eitt enn.  Skrýtið að enginn sem ég veit um var 'hundeltur fyrir skoðanir' þar eins og Ásthildur Cesil og Jens Guð halda fram að hafi gerst.  Og efast stórlega um heimildir þeirra.  Ekki var ég 'hundelt fyrir skoðanir' þar og ætti að vita betur um slíka 'hundeltingu' en þau.

Elle_, 6.7.2013 kl. 22:40

13 Smámynd: Tómas

Hvernig ætluðu Jóhanna og Steingrímur að kúga þjóðina með grimmd og ofbeldi? Þú virðist nú vera mikil efasemdamanneskja, og halda aftur af öfgum. Það finnst mér hins vegar bregðast þegar þú talar um þessi tvö (og Össur).

Manning hefur verið haldið í einangrun í mörg ár án dóms. Það er alveg dansandi á línunni við að brjóta í bága við almenn mannréttindi.

Tómas, 6.7.2013 kl. 22:58

14 Smámynd: Elle_

Ólögvarin krafa sem ekki nokkur fótur var fyrir og sem þau ætluðu samt með góðu eða illa að gefa út ríkisábyrgð á, með ríkissjóð allra landsmanna að baki, gegn vilja þjóðarinnar, getur ekki kallast neitt minna en kúgun.  Það ættu þau að vera dæmd fyrir.  Öfgarnar voru þeirra.

Elle_, 6.7.2013 kl. 23:28

15 Smámynd: Elle_

 - - ætluðu samt með góðu eða illu

Elle_, 6.7.2013 kl. 23:29

16 Smámynd: Tómas

Ég kaus á móti IceSave, bara svo það sé á hreinu.

En ég dáist að vinnu þeirra, því þau ákváðu að taka ekki þá gríðarlegu áhættu sem fólst í því að færa málið til dómstóla - hefði staðan geta orðið mun, mun verri.

Kemur í ljós að það varð ekki tilfellið. Sem betur fer.

Þá má benda á að það voru fleiri en þau tvö sem vildu semja um IceSave - til dæmis einhverjir vel valdir Sjálfstæðismenn..

Tómas, 7.7.2013 kl. 04:30

17 Smámynd: Elle_

Já, og ég ætla ekki að gera lítið úr þeirri linkind nokkurra Sjálfstæðismanna að vilja semja um ólögvarða kröfu.  Og þá meina ég þá 9 sem voru með í ískalda mati Bjarna Ben.  Það var aumt og óásættanlegt að ætla viljandi að semja um þennan yfirgang Breta og Hollendinga (og seinna Evrópusambandsins).  Það var kannski skiljanlegt fyrst, eftir að bankarnir féllu og allir voru í sjokki, að ræða það, þó ekki væri samið um neina ríkisábyrgð.  Það var valdníðslan sem Jóhanna og Steingrímur og co. beittu sem var kúgunin.

Hinsvegar er það rangt hjá þér að segja að e-r hafi ákveðið að taka ekki gríðarlega áhættu og enn verra að dáðst að því, vegna þess að gríðarlega hættan var einmitt að sættast á kröfuna, hvort sem það var ICESAVE2 eða 3.  Þetta kom oft og skýrt fram.  Þú ættir að vita þetta ef þú fylgdist nóg með málinu.  Þú ættir þá að vita að færa átti lögsöguna yfir til Breta í ICESAVE3 eins og við værum ekki fullvalda ríki.

Elle_, 7.7.2013 kl. 11:44

18 Smámynd: Elle_

Fólk ruglar of mikið með hvaða mál var að fara fyrir dómstólinn en það mál var algerlega óháð hinum svonefndu ICESAVE-samningum, kom þeim bara ekkert við.

Elle_, 7.7.2013 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband