Leita í fréttum mbl.is

Gleypugangur

er hugtak sem velta má fyrir sér þegar málefni ferðaþjónustunnar eru til umræðu. Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörður veltir þessu fyrir sér í grein í Mbl. Þór segir m.a.:

"Það vantar ekki að við hugsum hátt, hótel hér og hótel þar, öll fyrir útlendinga.

Við búum ekki lengur í þessu landi fyrir okkur sjálf, heldur fyrir útlendinga. Allt virðist miðast við þá, en samt er talað um að ferðamannastraumurinn sé meiri en landið þoli.

Við Íslendingar virðumst oft yfirkomnir af minnimáttarkennd á mörgum sviðum. Allt skal helzt vera hér meira og stórkostlegra en annars staðar, að minnsta kosti »miðað við fólksfjölda«."

 

Þegar við bætist að stór hluti þjóðarinnar á sér ekki aðra hugsjón en að selja fullveldið í hendur útlendinga, þá er ástæða til að staldra. við.

Samstarfið við ESB  hefur þegar leitt okkur til meiri vandamála í hælisleitendamálum en margir læra sig um. Hingað streymir fólk frá vanþróuðum löndum til að leggjast á heilbrigðiskerfið  okkar sem það lætur framkvæma fyrir sig dýrar rannsóknir sem það fær ekki heima hjá sér. Sagnir um íslenska sveitamennsku sem hægt sé að notfæra sér fljúga um heiminn og auka þrýstinginn á landamærin, þar sem fregnir um gullnámu í þægilegs og þurftalítils lífs á íslenskum sósíal eru á rökum reistar. Hér eru að myndast Ghettó þar sem enginn nema börnin skilja íslensku þó þau flaggi íslensku vegabréfum án þess að geta lesið eða skilið orðið VEGABRÉF. Það ríkir sóðaskapur í veitingu ríkisborgararéttar þar sem meira að segja íþróttafélög eru áhrifavaldar.

Brýn þörf er á að Íslendingar endurmeti kosti og galla óbreytts EES samstarfs Mörgum ofbýður sú þjónkun við heimskuna  sem það hefur lagt á  okkur. Við erum kominn að þeim punkti fyrir löngu að við þurfum að staldra við og hætta að éta allt upp gagnrýnislaust sem þaðan kemur. Við þurfum að ráða okkar málum sjálf með lýðræði en hvorki láta erlenda kaupahéðna né íslenska agenta þeirra ráða hér allri för.

Gleypugangur er ekki gott veganesti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Því miður er greinin meira og minna sönn.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.7.2013 kl. 10:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því miður höfum við umborið hávaða og heimtufrekju fárra. Þeir hafa komið á einhverskonar siðferði,sem hentar þeirra tilgangi vel í að skipta ,,okkur, út í staðinn fyrir þá alltof mörgu sem ástæðulaust er að taka þegjandi við. - Spilað er á hluttekninguna til að koma besta fólki til að skammast sín að ósekju. Það er kominn tími til að sporna gegn þessum innflytjendamálum öllum.

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2013 kl. 18:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir gamli vinur Kristján apótekari.

Helga, sem fyrr hefur þú bæði djörfung og dug til að tala íslenskusem ég skil.

Halldór Jónsson, 8.7.2013 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband