Leita í fréttum mbl.is

Sumarþingið

gaf landsmönnum ekki mikið tilefni til bjartsýni um betri tíð á Alþingi Íslendinga.

Tillögugerð  Pirata um að bjóða glæpamanni ríkisborgararétt var þó afgreidd út af borðinu af hinum vitrari mönnum slíkur fíflskapur sem þar var á ferð.

Belgingur stjórnarandstöðunnar í flestum málum skilaði auðvitað engu nema leiðindum þeirra sem hlýða máttu og gátu ekki skrúfað fyrir eins og við hin.

Steingrímur J. er í sumra eyrum eins og gömul grammifónsplata sem hjakkar í sama farinu þegar hann gargar um að ríkisstjórnin hefði mátt vita það að allt var lygi um það góða ástand ríkisfjármála sem hann hafði áður kynnt.

Morgunblaðið líkir þessu þingi við einskonar Gaggó Vest þar sem fólk með vaknandi náttúru þeytir púkablístrur sínar. Svo vitnað sé í skrif Mogga:

Hafa ber þó í huga að starfsaldur þingmanna beggja megin borðsins er ekki mjög hár og að gelgjuskeiðið er jafnframt þroskaskeið. Hugsanlega munu störf þingsins verða betri eftir því sem líður á kjörtímabilið og meira jafnvægi fæst í þjóðmálaumfjöllun hérlendis.

Í rauniini er þetta ekki góð forspá fyrir komandi haustþing ef þetta sama lið á að fá að blaðra óheft og eyða tíma þingsins um svona hluti sem Íslendingum koma ekki hið minnsta við.

 Leiðari Morgunblaðsins  bætir svo við:

„Ríkisstjórnin tók við slíku búi að ekki var raunsætt að gera ráð fyrir að hægt yrði að ljúka öllu á einu sumarþingi. Tíminn vinnur hins vegar ekki með þessari ríkisstjórn frekar en öðrum og eigi árangur að nást er mikilvægt að sem flest af stærstu verkunum verði unnin sem fyrst.

Ábyrgðin á þingstörfunum er bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin þarf að vera vel skipulögð og koma snemma fram með mál, ólíkt síðustu ríkisstjórn sem reyndi ítrekað að þröngva stórum málum á skömmum tíma í gegnum þingið."

Þarna er skrifað af raunsæi og reynslu. Vonandi verður haustþingið til þess að endurreisnaráform ríkisstjórnarinnar komi fram og síðan til þeirra framkvæmda sem þjóðin bíður eftir.

Sumarþingið gerði fátt sem tímamót markaði og var vonandi aðeins upphitun fyrir aðalbardagann framundan .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 3418434

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband