Leita í fréttum mbl.is

Fullveldismál

verða kollega Lofti Altice Þorsteinssyni að yrkisefni í góðri grein í Mbl. í dag.

Loftur  fer yfir tilurð þess sem við nefnum ESB í dag. Þá sjá menn hvaða heimspeki í raun og veru lá að baki sameiningu auðvaldsins í Þýskalandi og Frakklandi um að ganga í kola og stálbandalagið Þar stefndu menn aldrei að lýðræði eðli málsins samkvæmt.

Loftur segir m.a.:

"... Í Schuman-yfirlýsingunni er ekki að finna eitt orð um lýðræði, hvað þá um fyrirætlanir um að koma á stjórnarformi lýðveldis. Hins vegar kemur í ljós að nýlendudraumar Evrópumanna voru ekki útkulnaðir, því að sagt er: »Með aðgangi að þessum auknu auðlindum (kol og stál), mun Evrópa verða fær um að sinna einu af mikilvægustu verkefnum sínum, það er að segja uppbyggingu meginlands Afríku.

Fljótlega gengu þjóðlausir menningarvitar og aðalsmenn til liðs við vopnaframleiðendur. Þessir liðsmenn sambandsríkis Evrópu réðust gegn öllu sem talist gat þjóðlegt. Furðulegt má heita að nafnið Þýskaland hefur fengið að vera í friði fyrir þessum öfgamönnum, því að Þýskaland merkir auðvitað »land þjóðarinnar«. Aðalsmenn ESB fullyrða, að besta aðferðin til að efla lýðræði sé að leggja það niður og fela yfirþjóðlegum valdamönnum stjórnina.

Þeir fullyrða að jafnaðarmenn eins og þeir sjálfir séu best fallnir til stjórnar og að þjóðaratkvæði sé hrein flónska." 

Menn kannast við tóninn hjá ESB sinnum okkar sem  telja betra fyrir Ísland að aðrir komi betur að stjórnun þess en okkar fákænu stjórnmálamenn.

Loftur segir enn:

"Rúmlega 60 ára saga ESB sýnir, að ólýðræðislegt sambandsríki er ekki á vetur setjandi. Smáríki, sem oft eru nefnd jaðarríki, eru í sérstaklega erfiðri stöðu innan Evrópusambandsins. Frjáls viðskipti með vörur innan tollabandalagsins hindrar jaðarríkin í að ná hagstæðum viðskiptum við ríki utan ESB. Afleiðingin er ofríki stórfyrirtækja í Frakklandi og Þýskalandi.

Framleiðsla verður einhæf í jaðarríkjunum og atvinnustarfsemi í þeim verður aðallega fólgin í ferðaþjónustu og útvegun hráefna fyrir stórveldin. Kröfur stórveldanna um fjármálalegt forræði þeirra og valdbeiting sem aðferð í samskiptum við jaðarríkin, gerir ESB allt annað en heimilislegt nábýli. Hugmyndin um sambandsríki Evrópu er úrelt hugmynd frá tíma kalda stríðsins."

Ég átti  tal við fullorðinn Þjóðverja á tröppum Hótel Geysis. Hann var ekki myrkur í máli hversu Þjóðverjar væru blóðmjólkaðir af ESB. Allt sem þeir strituðu fyrir án þess að hafa fengið kauphækkanir árum saman væri hirt til Sambandsins og dreift til vanþróuðu ríkjanna. Hann var í rauninni bálvondur þegar hann ræddi ástandið í Þýskalandi. Þeir fengju bara ekki að greiða atkvæði um það sem máli skipti. Það ríkti alger skoðanakúgun í landinu olg öll andstaða væri barin niður. Ég spurði hvort þeir myndu taka upp D-Markið ef þeir væru spurðir. Hann taldi svo ekki vera því menn myndu óttast samskonar svindl og eignauptöku og varð við skiptin í Euro þegar allt var skorið í tvennt af launum og peningaeignum. Þeir væru orðnir vanir Euroinum.  En hann taldi að aðrar þjóðir yrðu að fara úr myntbandalaginu. Þjóðverjar sættu sig ekki lengur við það rán sem framið væri á þjóðinni á hverjum degi. Evrópumálin væru að komast á suðupunkt hjá þýskum almenningi.

Ég varð hugsi eftir þetta samtal við þennan mann. Lýðræðishallinn er að aukast í Evrópu eins og varð á fjórða áratugnum og þjóðum sem finnst á sig hallað fagna sterkum leiðtogum sem lofa því að rétta hlut litla mannsins.

Með orðum Lofts Altice:

..." Hugtakið »fullveldi« er stjórnarfarslegt grundvallaratriði, sem ekki má afskræma.Fullveldi merkir »fullt vald« og vísar til endanlegs og ótakmarkaðs valds um stjórnkerfi landsins.Endanlegt er fullveldið, vegna þess að ákvörðunum fullveldishafans verður ekki vísað til annars aðila.Ótakmarkað er fullveldið, vegna þess að það tekur til allra þátta stjórnarforms og stjórnarfars.Í lýðveldum fer almenningur með fullveldið." 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Löng og forvitnileg þula atarna. En hvernig stendur á því að hvergi eru borgaraleg réttindi eins langt komin og í löndum Evrópusambandsins?

Hefur þér ekki eitthvað mjög mikilvægt yfirsést Halldór?

Hvað með Evrópuþingið og Mannréttindadómstól Evrópu?

Hvorki Danir, Finnar né Svíar telja sig hafa misst e-ð mikilvægt eins og sjálfstæði sitt og sitthvað fleira. Það er eitthvað feyskið í málflutningi ykkar andstæðinga Evrópusambandsins sem er ekki nógu sannfærandi og traustvekjandi.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 21:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú tekur nú hraustlega til orða Guðjón. Ertu viss um að þessar þjóðir séu einum rómi ESB sinnar? Ég heyri annað.Það er ekkert feyskið við það að vera bjargfastur á móti framsali á fullveldi landsins eins og þið fjölmenningarsinnar. ég gef ekki mikið fyrir Evrópuþingið frekar en Nigel Farage dettur aftur fyrir sig af virðingu fyrir vanRompuey. Mannréttindadómstóll er bara áminning til ríkjanna að fara að lögum, sem þau hafa ekki alltaf gert. Því miður. Íslendingar hafa dóma hans að vettugi eins og dæmin sanna.

Aðalmálið er hvort þú treystir útlendingum betur en þínum eigin landsmönnum til að ráða hér málum?

Halldór Jónsson, 11.7.2013 kl. 22:31

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Guðjón, saga andstöðunnar við ESB er löng í Danmörku. Hún fer nú aftur vaxandi.

Sumir Danir hafa verið sniðugir að fá út úr ESB það sem þeir vildu, en nú hafa tímarnir breyst. Nú mjólkar ESB danska kerfið með úrskurðum sínum og þykir Dönum vegið af fullveldi sínu og sjálfstæði danska velferðafyrirkomulagsins, þegar fólk getur þegið barnaætur í Danmörku fyrir fjölskyldu sína, sem aldrei hefur búið þar, eða þegar námsmenn, sem til Danmörku koma í stuttan tíma, fara þaðan síðan, og stundum án þess að hafa stundað námið, og heimta dönsk námslán í mörg ár á eftir.

ESB er svínastía óréttlætis. Fólk mun rísa upp í ESB löndum gegn þessu óeðlilega fyrirbæri sem veldur atvinnuleysi fjöldans en leyfir útvöldum hópum að lifa í lystisemdum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2013 kl. 22:54

4 Smámynd: Elle_

Hvað með 'Evrópu'þingið rangnefnda, Guðjón?  Hvað merkilegt kemur þaðan?   Og láttu ekki eins og Mannréttindadómstóllinn komi ESB við.  Ekki frekar en Íslandi.  Hann er ekki hluti af dýrðarsambandi ykkar samfylkingarmanna.

Elle_, 12.7.2013 kl. 01:19

5 Smámynd: Elle_

Það er nefnilega þannig, Guðjón, að 'Evrópu'sambandið þitt stal bæði heitinu Evrópa (ekki ESB) og fána Evrópuráðsins (ekki ESB).  Mannréttindadómstóll EVRÓPU (ekki ESB) heyrir undir Evrópuráðið (ekki ESB).  Og blái fáninn með gulu stjörnunum líka.  Það þýðir ekki fyrir ykkur ESB-sinna á Íslandi að eigna ESB það sem það á ekki. 

Elle_, 12.7.2013 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband