Leita í fréttum mbl.is

Forystumenn

eru nauðsynlegir við þær aðstæður sem nú stefnir í málefnum þjóðarinnar. Óveðurský "kjarabaráttunnar" hrannast upp og hver yfirbýður annan.

Kjararáð er búið að tefla málum í slíkt uppnám að trauðlega verður aftur snúið. Kröfurnar hljóða upp á afturvirkar "kjaraleiðréttingar"  að hruni. Geislafræðingar hætta störfum eftir tíu daga og þannig er þjóðfélagið að sporðreisast hægt en örugglega í átt til haustddaga. Dimmur vetur er því framundan og kreppa getur auðveldlega skollið á eftir þann bjartsýnisvott sem undanfarið hefur verið að sjá.

Fyrir kosningar var talað um nauðsyn þjóðarsáttar af stjórnmálamönnum sem sóttust eftir þingsætum. Ekki tóku opinberir starfsmenn eða önnur launþegasamtök  mikinn þátt í þeirri umræðu, Enda komið á daginn að hugur þeirra stendur ekki til slíks.

Það er því við þessar aðstæður að þörfin fyrir forystu kemur fram. Á sínum tíma sameinuðust skynsamir menn með hjálp stjórnmálamanna um að koma hér á þjóðarsátt sem skilaði raunverulegum árangri til lengri tíma. Nú á að fara leið"afturvirkra kjaraleiðréttinga"  sem allir vita að leiða aðeins til óðaverðbólgu, sem aftur leiðir af sér uppgjöf gagnvart fullveldinu og áróðurs fyrir því að segja sig til sveitar hjá Evrópusambandinu. Menn munu segja að fullreynt sé að Íslendingar geti stjórnað sér sjálfir. 

Fer ekki að líða að því að ríkisstjórnin verði að fara að eyða meiri tíma með þjóðinni hérna heima en minni annarsstaðar?  Við sem styðjum þá flokka sem að henni standa bíðum eftir einhverju sem vekur okkur vonir um að reynt verði að sigla út úr brimskaflinum framundan. 

Kaus ekki þjóðin sér ungt og kraftmikið forystufólk til Alþingis?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband