Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýnin hugsun

er  í hávegum höfð í orði. En á borði? Förum við öll vel með hana? Er okkar gagnrýni ekki oft lituð af hlutlægni okkar sem tengist öðrum málum? Ég viðurkenni fúslega að ég tek stundum harðari afstöðu í pólitík en fyllilega sanngjarnt gæti talist.

Mér barst bréf frá vinkonu minni Önnu Sigríði Guðmundsdóttur, sem mér fannst eiga erindi við marga sem mest gusa á grunnum vöðum. Ég var búinn að vera eitthvað leiðinlegur við hana á undan. Ég leyfi mér að birta bréfið hennar Önnu hérna:

"Halldór. Ég geri engan að illmennum. Það er ekki meiningin hjá mér, með mínum hugrenningum. Eina manneskjan sem ég get mögulega breytt úr jarðnesku illmenni í þolanlegt góðmenni, er ég sjálf. Og það sama gildir um alla aðra.

Gagnrýni er einungis til gagns, ef hún byggist á velvilja og heiðaleika, og er rökstudd með einhverjum réttlætanlegum og raunverulegum rökstuddum útskýringum, reynslu, skilningi og skynjun.

Ég hef oft farið fram úr mér í gagnrýni, og biðst ég reglulega afsökunar á þeim galla og mannlega breyskleika. Ég hvorki get né vil ritskoða hugboðin mín of mikið, því þá tapast raunverulegi kjarninn.

Englarnir geta verið fullkomnir, en ég er enn gallaður jarðarbúi. En það styttist í Paradísar-heiminn með hverjum deginum. Þangað til vil ég gera mitt besta. Betur getur enginn gert, heldur en sitt besta. Það gildir um alla. "

Mér finnst þetta fallega orðað hjá henni Önnu Sigríði. Við erum öll takmörkunum háð og eigum við í baráttu þá gætum við okkar ekki alltaf í hita leiksins.

Ég er að hlusta á "Í vikulokin" meðan ég sit hérna.Ég dáist sérstaklega að hófstilltum málflutningi Frosta Sigurjónssonar. Allt sem hann segir um forgangsröðun okkar í opinberum framkvæmdum sem og fangelsismálum er ég mest sammála um, að því gefnu að menn trúa ekki á arðsemisútreikninga Vaðlaheiðarframkvæmda.

Norfjarðargöng eru líka í gangi. En einhver þyrfti að færa rök fyrir því að þau eigi að vera fríkeypisgöng. Mér finnst að það eigi að grafa öll göng sem fyrst. En þau eiga að bera sig eins og Hvalfjarðargöng. Jarðgöng eru fráleitt almannahagsmunir heldur veitt þjónusta sem gagnast almenningi og hvagvexti.  Að mínu viti á að greiða gjald í öllum jarðgöngum en ekki bara sumum.

Og orð hans um hættuna af hækkun lífeyrissjóðsgjalda voru svo skynsamleg og auðskilin að vonandi hafa menn tekið eftir þeim.

Ég var óánægður með orð annars hvors Hallgrímsins um að umdeild þýðing í frétt um orð vanRompoys  hefði verið rétt. Þeir sem horfa til þess að vanRompuoy er Belgi með frönsku að móðurmáli en ekki English heldur þjálfaður í Brusselish geta hinsvegar tæplega verið í vafa um hvað hann er að tala varðandi stöðu Íslands.

Þarna er ekki verið að leita sannleikans um aðlögunarviðræðurnar við ESB.  Menn eru að gera hlé á þeim viðræðum sem við höfum verið í.  Það er aðalatriðið eins og Frosti skýrði svo vel fyrir aðildarsinnum að dyrum fyrir þá er haldið opnum með þessari skipan mála.

 Gagnýnin hugsun er æskileg eigind sem við ættum tileinka okkur betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418260

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband