Leita í fréttum mbl.is

Allt óbreytt?

Ekki er ég oft sammála Jónasi Kristjánssyni. En stundum er sagt að jafnvel  blind hæna finni gullkorn. 

Jónas segir: 

"Verstu mistök síðustu ríkisstjórnar voru að siðvæða ekki banka og nefndir, sem áttu að fylgjast með þeim. Í stjórn Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins var valið fólk af sama toga og bankafólkið, sem olli hruninu. Þar fóru meira að segja inn fallistar úr hruninu.

Afleiðingin er, að allt situr við það sama, stjórnlaus græðgi við völd. Starfsfólk fær kaupauka fyrir að hafa fé af fólki. Erlendum kröfuhöfum er kennt um ruglið, en Bankasýslan gat hindrað það. Bankarnir eru að verða sama krabbamein og þeir voru fyrir hrun. Þar eiga ekki að vera græðgisfíklar, heldur landsins virtustu siðspekingar."

Voru ráðstafanir  Steingríms J. Sigfússonar í bankamálum þjóðarinnar svo góðar að þar verði ekki lengur um bætt? 

Er þá allt óbreytt frá fyrri ríkisstjórn?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er gamla Ísland.

Maður þekkir konu sem þekkir konu sem skúrar hjá ráðherra og þess vegna er maðurinn ráðinn, burt séð frá því hvort hann sé hæfur í starfið eða ekki.

Sem sagt ekkert hefur breist.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 21.7.2013 kl. 13:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað ertu að gera í þessu villimannaríki?

Halldór Jónsson, 21.7.2013 kl. 14:47

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Talsvert til í þessu. Það sem breyttist var að Samfylkingin skipti Sjöllum út fyrir VG og gerðu Aðalstein Leifsson að stjórnarformanni fjármálaeftirlitsins svo hægt væri að reka Gunnar Andersen, sem vann of mikið.

Sigurður Þórðarson, 21.7.2013 kl. 14:54

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Reina að breita siðvenjum þeirra ;>)

Fara með flugvél þegar flumálaeftirlit hefur blessað flugvélina.

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 21.7.2013 kl. 19:07

5 Smámynd: Örn Johnson

Nú er allt vitlaust út af kaupaukakerfi sem Landsbankinn ætlar að taka upp til að verðlauna starfsfólk sitt. Var ekki siðapostulinn sem stakk uppá þessu kerfi nefndur Steingrímur J sem sat í ríkisstjórn jafnaðarmannaflokks Jóhönnu Sig. Hann fór með hlut ríkisins í bankanum og sá hlutur var um 80-90%. Vigdís Hauks ætti að draga hann til ábyrgðar, þau vinna jú enn á sama stað.

Örn Johnson, 21.7.2013 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband