eru viðfangsefni Örnólfs Hall arkitekts og leiðarahöfundar Morgunblaðsins í dag.
Örnólfur dregur saman mikinn fróðleik um Geir hinn góða Vídalín biskup sem vert er að taka eftir.
Hann kemur svo inná líka, eins og leiðari Morgunblaðsins líka, hver áhrif umbylting skipulagsins á vegum Samfylkingar og Gnarristanna eru:
Örnólfur segir:
..."Mönnum hefur orðið tíðrætt um nýja deiliskipulagið á Landssímareitnum og menningarverðmætin þar, Víkurkirkjugarð og legstaði. - Samkvæmt þessu skipulagi fær Víkurkirkjugarður svokallaða hverfisvernd sem á að vera sama eðlis og gildir fyrir Hólavallakirkjugarð (þ.e.a.s. vernd frá sjónarmiði menningarsögu, minningarmarka og skipulögð vöktun sérstaks trjágróðurs).
Við lagningu símalína (undir gangstéttum) umhverfis garðinn, á 6. áratugnum, virðist lítil nærgætni eða virðing (grafarhelgi) hafa verið viðhöfð. Mannabein, leggir og jafnvel höfuðbein lágu á víð og dreif í uppmokstrinum eins og fram kemur í fréttum á þeim tíma.
Þór Magnússon, fv. þjóðminjavörður, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið fyrir nokkru undir fyrirsögninni: Hver á kirkjugarðinn? Þar segir Þór meðal annars: »Nú er boðað að breyta eigi Landsímahúsinu í hótel og viðbygging skuli ná út að Kirkjustræti. Ef að líkum lætur mun það stórhýsi fara verulega út í kirkjugarðinn. Þá má spyrja: Hver á kirkjugarðinn? Mega skipulagsyfirvöld ráðstafa kirkjugarðsstæði, legstöðum, eftir sinni þóknan?«
Rétt er að árétta orð Þórs í greininni: »Ástæða er til að fara sér hægt, kanna mörk hins gamla kirkjugarðs og ganga síðan frá honum eins og kirkjugarði sæmir.«
Hver er aðkoma biskupsembættis og viðkomandi sóknarnefndar að þessu skipulagi?
Hvað varð um tillögu um fornleifagröft á svæðinu sem lögð var fyrir borgarráð fyrir rúmum áratug? "
Svo mælir Örnólfur Hall.
Leiðari Morgunblaðsins talar svo tæpitugulaust um það skipulagsslys sem í uppsiglingu er í Reykjavík.
"..... Bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þeirra Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Kjartans Magnússonar, markar vonandi þau tímamót að um tillöguna hefjist nægar umræður til að borgarbúar geti áttað sig á eðli hennar og tilgangi tillöguflytjenda.
Tilgangurinn kemur skýrt fram í svari borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sjálfsagt er að benda á hann hér. Í bókun Besta flokks og Samfylkingar segir að tillagan marki tímamót »
að því leyti að með henni er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi«.
Þessi framsetning,
að bílar borgarbúa séu með einhverjum hætti andstæðir hagsmunum þessara sömu borgarbúa og valdi þeim ama og óþægindum og þess vegna verði að þrengja að bílunum í skipulagi borgarinnar, er vitaskuld fráleit. Bílar aka ekki mannlausir um götur borgarinnar heldur eru þeir ferðamáti sem fólk hér á Íslandi hefur af ýmsum og skiljanlegum ástæðum valið sér. Þessi andúð á einkabílnum er grunnstefið í aðalskipulagstillögunni og út frá þeirri andúð er hún unnin. Það að aðalskipulagstillaga höfuðborgarinnar snúist um svo sérstök sjónarmið er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er mikilvægt að tillagan fáist rædd og að borgarbúar fái tækifæri til að kynna sér hana og taka til umfjöllunar.
.... Að ýmsum þeirra er vikið í fyrrnefndri bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þar segir meðal annars: »Skipulagið lýsir þröngsýnum viðhorfum þar sem val um búsetuform er ekki til og fjölbreytileiki borgarinnar er kæfður niður. Öllum er ætlað að búa eins - á þéttingarreitum í vesturborginni. Verði skipulagið samþykkt munu ungar fjölskyldur í ríkara mæli leita til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu enda er með þessu skipulagi ekki verið að skapa þeim aðstæður til að hefja sinn búskap í borginni. Reynslan sýnir að barnafjölskyldur eru ekki kaupendur íbúða á þéttingarreitum vegna þess að þær íbúðir eru óhjákvæmilega dýrar þar sem lóðarverð er hátt.
Á öllu skipulagstímabilinu er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu í nýju hverfi í útjaðri borgarinnar en þau hverfi hafa í áranna rás verið eftirsóttustu byggingarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu.« Ennfremur er í bókuninni bent á að ekki sé gert ráð fyrir því að ný einbýli rísi í borginni fram til ársins 2030, sem er auðvitað með miklum ólíkindum.
Þá segir í bókuninni að í samgöngumálum borgarinnar
sé byggt á samningi ríkis og borgar um að horfið verði frá framkvæmdum við samgöngumannvirki næstu tíu árin. Mislægum gatnamótum, vegstokkum og öðru sem eldra aðalskipulag hafði gert ráð fyrir til að liðka fyrir umferð sé fækkað verulega í nýja skipulaginu. Í bókuninni segir að
skipulagshöfundar beinlínis leggist gegn samgöngumannvirkjum í Reykjavík, sem kemur út af fyrir sig ekki á óvart miðað við afstöðu þeirra til bifreiða og þeirra sem þær eiga og nota.
Þá er bent á að aðalskipulagstillagan byggist á því »að flugvöllurinn fari og uppbygging muni hefjast á flugvallarsvæðinu eftir þrjú ár«. Þetta sé óraunsætt, enda sé flutningur flugstarfseminnar ekki einkamál borgarinnar.
Fjandskapurinn við Reykjavíkurflugvöll er annað meginstef aðalskipulagstillögunnar og tengist hinu aðalstefinu, andúðinni á einkabílnum. Hvoru tveggja er stefnt gegn hagsmunum og vilja borgarbúa, sem þurfa að komast leiðar sinnar um greiðfærar götur og hafa ítrekað sýnt að þeir vilja hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er.
Almennt eru tillögur að skipulagi ekki það sem fólk telur tíma sínum best varið í að kynna sér eða hafa áhrif á. Sú tillaga sem hér um ræðir er hins vegar svo fjarri hagsmunum borgarbúa að full ástæða er til að hvetja þá til að kynna sér hana og segja skoðun sína á henni. "
Það er óskiljanlegt hvernig slík forneskja ríður húsum í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar. Allt stefnir afturábak eins og að reynt sé að endurvekja tíma Geirs Vídfalíns í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Útrýma einkabílum og flugumferð með þessu gamaldags Kvosarbulli.
Þetta fólk skilur ekki að borg er lifandi samfélag og umgjörð utan um líf og starf manna. Miðbærinn er löngu fluttur burt frá búllunum og túristunum vegna þess hv ersu slæmt aðgengi einkabílsins er orðið þarna niður í Kvosinni. Það er flugvöllurinn sem heldur lífi í borginni en ekki öfugt.
Þessi beitarhúsahugsunarháttur skipulagsfræðinganna í Reykjavík er úr takti við nútímann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.