Leita í fréttum mbl.is

Loks kom Bjarni

Benediktsson fromaður Sjálfstæðisflokksins fram í sjónvarpi í kvöld og tjáði sig um þann hrikalega vanda sem nú blasir við þjóðinni vegna kjarasamninganna sem framundan eru.

Efti óskiljanlegt útspil Kjararáðs stefnir að óbreyttu í mikinn vanda í kjarasamningum í haust. Bjarni sagði að vísu að ekki stæði til að kalla Alþingi saman vegna málsins. Hugsanlega væri líka til lítils að fara að hlusta á ræður Steingríms J. Sigfússonar og hans nóta við þetta tækifæri. Hér þarf aðgerðir og þær fljótt.

Vandi landsmanna er svo hrikalegur að nú þarf þjóðin á öllu sínu þreki að halda. Vaxtagreiðslur ríkisins eru meiri en 73 milljarðar í ár og stórir  gjalddagar í vændum. Gjaldeyrir virðist ekki skila sér frá ferðamönnum að þessu sinni þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar ferðaiðnaðarins um gjaldeyrisþýðingu sína hvað sem veldur. Kauphækkanir upp á tugi prósenta við þessar aðstæður er bara ávísun á eitt sem allir vita.

Það þarf núna að sýna forystu og fá menn til að  fallast á skynsemi . Mikið má vera ef ekki þarf að taka rösklega á þeim mistökum sem búið er að gera eins og Ólafur Ragnar varð að gera við þjóðarsáttina fyrri. Annars sætta menn sig ekki við fórnir eins og verður að færa núna. Þurfum við hugsanlega að stórhækka verð á áfengi til að ráða við fylleríisvandann í löggæslumálunum og minnka álagið á sjúkrahúsin? Ekki eru til peningar að leysa þau mál.

Það vekur vonir að sjá Bjarna Benediktsson á skjánum og tala af yfirvegun til okkar allra um þann vanda sem við blasir. Við viljum sjá forsætisráðherrann okkar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, koma og tala við okkur. Ríkisstjórnin verður að  grípa til þeirra ráðstafana sem óhjákvæmilegar eru eigi ekki illa að fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband