Leita í fréttum mbl.is

Leið Íslands í ESB

er boðuð í Fréttblaðinu í dag.

Þar skrifar ein Samfylkingarfrúin um söguna af Möltu. Hvernig þeim var komið alsælum í sambandið með 52 % atkvæða.

Grípum niður í þessari aðferðafræði:

" Nú þegar ljóst er að gert hefur verið formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins velta margir því fyrir sér hvaða þýðingu það hafi - hvort raunhæft sé að hefja viðræðurnar að nýju ef aðstæður breytast.

Sagan sýnir að það er vel mögulegt að gera hlé á aðildarviðræðum og snúa aftur sterkari til leiks. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að Ísland geti tekið upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB seinna og í öðru tómi sem hentar bæði Íslendingum og Evrópu betur. Aðildarferli Möltu er gott dæmi um slíkt og vert að skoða þá sögu nánar.

Malta er eins og Ísland eyja á jaðri álfunnar. Þar skipti almenningur sér í tvær nokkuð jafnar fylkingar með og á móti inngöngu í ESB. Saga og menning Möltu hefur verið samofin Evrópu frá örófi alda en þrátt fyrir það var þjóðin ekki tilbúin að taka skrefið til fulls fyrr en árið 2003 þegar innganga var samþykkt með þjóðaratkvæði. Það var síðan í maí 2004 sem Malta gekk formlega inn í sambandið ásamt níu öðrum ríkjum.

Aðildarferli landsins var þyrnum stráð og varði í 14 ár með fjögurra ára hléi. Malta sótti fyrst um aðild að ESB árið 1990 undir stjórn Þjóðernisflokksins og var í aðildarviðræðum við sambandið í sex ár, eða þar til Verkamannaflokkurinn kom til valda árið 1996. Þá var gert formlegt hlé á aðildarviðræðunum því formaður Verkamannaflokksins taldi betra að gera fríverslunarsamning við ESB en að ganga alla leið með aðild. Þetta hlé varði í tvö ár, eða þangað til Þjóðernisflokkurinn komst aftur til valda og fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að taka ákvörðun um að endurvekja aðildarviðræðurnar. Árið 2000 hófust formlegar aðildarviðræður aftur milli Möltu og ESB. Aðildarsamningurinn var tilbúinn árið 2003 og var sama ár haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eins og kjósendum hafði verið lofað.

Rétt ríflega helmingur maltneskra kjósenda, eða 53%, samþykkti aðildarsamninginn og 47% voru á móti. Stuttu seinna voru haldnar þingkosningar þar sem Þjóðernisflokkurinn, sem barist hafði fyrir inngöngu í ESB frá árinu 1979, hafði betur með naumindum, eða 52% atkvæða. Þegar ljóst var að Maltverjar myndu ganga í ESB féll Verkamannaflokkurinn frá skýrri andstöðu sinni gegn aðild að sambandinu. Þar sem flokkurinn hafði ævinlega lagt áherslu á að skorið yrði úr um aðild að ESB með almennum kosningum átti hann auðveldara með að réttlæta þessa breytingu á afstöðu sinni.

Möltu hefur vegnað vel innan ESB og eru landsmenn almennt sáttir við að eiga aðild að sambandinu. Engar formlegar heimildir eru til um það hvort ráðamenn eða ríkisstjórn Möltu hafi verið aðhlátursefni vegna aðildarferlisins þó að á ýmsu hafi gengið í þeirra ranni. Þvert á móti voru þeir taldir mæta sterkari að samningaborðinu eftir fjögurra ára hlé.

Við getum hæglega nýtt okkur reynslu og sögu Maltverja, sest aftur að samningaborðinu ef svo ber undir og nýtt þannig það mikla og góða starf sem hefur verið unnið við aðildarviðræðurnar. Það er óþarfi að láta hræðslu við viðhorf annarra þjóða koma í veg fyrir að íslenska þjóðin geti kosið um hvort hún vilji áframhald viðræðna eins og henni hefur verið lofað."

Það er ekki um að villast. Kratarnir munu ekki víla fyrir sér að svíkja landið í ESB með snöggu átaki fái þeir bara færi á því. 52 % duga þeim alveg siðferðilega til að ganga konungi á hönd eða gefa Grímsey og selja Nupó Grímsstaði.

Þannig er leið kratanna inn í ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er rakið svikalið, evrókratarnir, þú áttir ekki að láta það koma þér á óvart, Halldór. Okkar er að koma í verg fyrir þessi svikræðisáform. Svo er dæmi Möltu að sjálfsögðu engin leiðsögn fyrir Íslendinga; þar er sáralítil strandlengja, og "lausn" Esb. á sjávarútvegsmálum þeirra er engin lausn og alls ekki til fyrirmyndar fyrir okkur. Heildarafli allra báta/skipa þar er ca. hálfur ársafli eins íslenzks togara og annað eftir því, og þeir fengu engan einkarétt á sinni lögsögu. En pólitíska evrókrataliðið hér á landi þrífst á því að koma sér fyrir sem sníkjudýr í samfélagsstofnunum og Esb-verkefnum og lifir margt hvert á draumnum um ofurlaun í Brussel. Um líferni möppudýranna þar, sjá fullveldi.blog.is í kvöld.

Jón Valur Jensson, 2.8.2013 kl. 19:21

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - ef 52% kjósa að ganga í esb þá er það meirihluti. reikna samt með meiri mun ef við fáum að sjá samninginn. en auðvitað kemur að því.

Rafn Guðmundsson, 2.8.2013 kl. 21:18

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Halldór

Ekki er alveg ólíklegt að: Þjóðhátíðardagurinn; Nú þarf síðan að draga ESB-umsóknina alveg til baka - hafi yljað siðferðiskennd smásála Samfylkingarhrúgunnar það mikið, að úr hafi orðið þetta fúlegg sem verpt er þarna í Gaukshreiður esbista. Því að berjast um með þekkingu, eru smásálir esbista ekki þekktar fyrir.

Þetta er einmitt sú kjarna-siðferðiskennd sem Evrópusambandinu hefur verið logið upp með. Sú siðferðiskennd sem Evrópusambandið hvílir á; eða öllu heldur, sá skortur á siðferðiskennd, heiðarleika og virðingu fyrir lýðræði sem sambandið hefur þrifist og nærst á.

Þeir nýta sér veikleika annarra með einmitt þessum hætti. Eins og hryðjuverkamenn sem nýta sér veikleika frelsisins í frjálsum þjóðríkjum. Bora þau út innanfrá. 

Leyfi mér einnig, Halldór, að benda þér á Malta og óttinn og sérstaklega á krækjurnar á greinar Alfred Sant í Möltutíðindum I og II

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.8.2013 kl. 21:31

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór 

Ég sé að Möltutíðindi hafa sett upp greiðsluvegg (pay-wall) svo ekki er lengur hægt að lesa þessar tvær greinar Alfred Sant þar, án greiðslu.

En hér eru þær hins vegar aðgengilegar á tveggja-hluta formi í á einni síðu, á sjálfri heimasíðu Alfreds Sant: THE EURO CRISIS AND MALTA (I + II)

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 3.8.2013 kl. 00:16

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Van-sælir eru Möltubúar,því frelsinu hafa þeir tapað í nútima.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2013 kl. 01:04

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi ,,nútími,, er of aukið, hætti við framhaldið. Takk fyrir Halldór,Jón og Gunnar.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2013 kl. 01:07

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka ykkur öllum góðu bloggvinir Helga, Gunnar,Rafn og Jón Valur.

Mér finnst að í svona stóru máli þurfi að vera einhverskonar aukinn meirihluti að koma til skjalanna. Það er viðurtekin venja að réttindi minnihluta beri að tryggja. 48 % þjóðar er svo stór minnihluti að það orkar tvímælis að hægt sé að binda hann á höndum og fótum og varpa honum í dýflissu til ævilengdar.

Ef það er þjóð sem er að greiða atkvæði um tilveru sína þá finnst mér þetta of tæpt. 52 % meirihluti esbista myndu alltaf verða svarnir óvinir mínir, svo miklir að ég myndi hugleiða að fara úr landi til þess að deyja ekki sem þræll.

Halldór Jónsson, 3.8.2013 kl. 19:37

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar, þetta eru klassískar setningar hjá þér:

"Þeir sem eru hræddir eru þeir sem notfæra sér þá hræðslu og ótta sem greip um sig í samfélagi Íslendinga þegar bankahrunið varð. Þeir eru hræddir um að þjóðin hætti að vera hrædd. Þeir notfæra sér óttann á meðan hann ríkir. Hafa þurfti og þarf hraðann á. Þessir þeir eru ESB-aðildarsinnar Íslands.

Evrópusambandið hefur einungis getað aukið völd sín og stækkað á meðan óttinn ríkir. Óttinn er sökkull ESB. Á honum byggir það upp sjálft sig og með honum rífur það þjóðríki landanna niður. Það er þessa vegna sem ríkisstjórn Íslands þarf að viðhalda óttanum. Viðhalda háu atvinnuleysi og viðhalda vonleysi almúgans. Það er hennar brýnasta stefna. Hennar lífgjafi.

Þeir sem tala um að sér sé "best borgið" einhvers staðar þurfa að umskrifa kjaftæði sitt yfir í "best borgað". Frelsi kostar mikla peninga. Það er ekki hægt að meta það og baráttuna fyrir því til fjár. Frelsið er vöðvabúnt heilans og án þess verða lönd alltaf fátæk og vanmátta. "

Sannleikurinn er þarna. Landsölumenn ekki síðri en á tímum Einars Þveræings sem hafði vit fyrir landsmönnum með gjöf á Grímsey til Noregskonungs.

Því á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela.

Halldór Jónsson, 3.8.2013 kl. 19:43

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert öflugur landvarnarmaður, Halldór, og ég er að sjáfsögðu sammála þér um aukna meirihlutann, 75-80% væri ágætt og alls ekki hægt að sætta sig við minna en 66,67% (2/3) til 70%. Hafa verður í huga, að þegar Hákon gamli reyndi að koma höndum yfir okkur, voru Norðmenn um þrefalt fleiri en við, en Evrópusambandið er um 1670 sinnum fjölmennara en íslenzka þjóðin og heldur úti margvíslegri mútu- og styrkjastarfsemi til að gera ístöðulausa, upphefðar-leitandi menn lina í hnjáliðunum, enda bugta þeir sig margir og beygja fyrir Brusselvaldinu.

Svo leyfðu þessir aumingjar í fyrri stjórn stórveldinu jafnvel að stofna til 230 millj. kr. eyðslubatterís Evrópusambandsáróðursstofu hér, þvert gegn lögum og reglum! Það er ykkar sjálfstæðismanna ekki hvað sízt að þrýsta á ykkar forystu í því máli.

Jón Valur Jensson, 7.8.2013 kl. 11:30

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Forystumenn flokksins!

Jón Valur Jensson, 7.8.2013 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband