Leita í fréttum mbl.is

Hið rétta andlit

Evrópusambandins kemur nú í ljós gagnvart Færeyingum.

Vesældarleg mótmæli konungsríkisins Danmarkar voru að engu höfð. Afsannar í vetvangi hversu vel er hlustað á smáríkin í sambandinu.

Blöskrar engum að hér skuli vaða upp fólk sem prédikar sí og æ nauðsyn þess að ganga í þetta samband. Nú enn á ný Einar Benediktsson með útilokunaráróður sinn í Morgunblaðinu í dag.Helst á honum að skilja að okkur skorti hervarnir frá ESB.

Ætla menn að trúa því að við séum allstaðar útilokaðir vegna formsatriða? Eða verðum við metnir eftir því sem við erum og höfum að selja það sem aðra vantar? Leggja menn skipulega á tolla til að til að skapa skort í löndum sínum?

Einar ambassador tekur undir þær skoðanir að gjalda beri varhug við réttindum útlendinga til að kapa hér jarðir og fasteignir sem nú er búið að opna á aftur.Enda glöggur maður og víðfróður um heimsmál.

Nú hefur ESB tekið ofan brosgrímu Stefáns Fúla og sýnt sitt rétta andlit. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er allt í lagi að þrefalda sinn hlut í sameiginlegum kvótum án samráðs við hina, er það sem þú ert að segja ??

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2013 kl. 11:49

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gefum okkur að Færeyingar hefðu leyfi til að veiða 3000 tonn af þorski innan íslensku lögsögunnar og þeir mundu síðan ákveða að taka 9000 tonn einhliða, eitt árið. Við tækjum því liklega með bros á vör af því Færeyingar eru vinir okkar og minni en við, er það ekki ?

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2013 kl. 11:53

3 Smámynd: Björn Jónsson

Kemur ekki einn Ajatollinn undan ESB Búrkuni. Ber saman samning sem Íslendingar hafa gert við vini okkar og frændur Færeyinga, sem er tvíhliða samningur, og þarf þarafleiðandi engar einhliða-ákvarðanir að koma til.

Björn Jónsson, 1.8.2013 kl. 13:28

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru ekki "sameiginlegir kvótar" með Evrópusambandinu, kjáninn þinn Jón Ingi Cæsarsson Samfylkingarsendill. Evrópusambandið á EKKERT í íslenzkri lögsögu nema þessa ólögmætu Evrópu[sambands-áróðurs]stofu, auk síns lögmæta, en misnotaða sendiráðs.

Jón Valur Jensson, 2.8.2013 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418334

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband