Leita í fréttum mbl.is

Landsbankinn á sjálfstýringu

þrátt fyrir að vera sagður í eigu þjóðarinnar. Jafnvel Morgunblaðið lofsyngur rekstur bankans í leiðara í dag svo furðuleg frjálshyggja sem það er.

En Landsbankarnir báðir, sá gamli og nýji, eru tæknilega gjaldþrota og eiga ekki að fá að starfa og strá eyðileggingu um þjóðfélagið með aukningu peningamagnsins. Sá nýji getur ekki borgað skuldabréfið sitt sem Steingrímur Sigfússon útbjó milli þess sem hann kallaði nýja og gamla Landsbankann. Auðvitað er sá gamli gjaldþrota líka þar sem hann fær ekki bréfið borgað. Þeir eru því greinilega báðirí sama báti, þar sem annar getur ekki borgað bréfsnuddu sem hinn útbjó. Þetta er svona svipað og þegar gjaldþrota veitingamenn voru að selja hvorum öðrum gjaldþrota rekstur fyrir stór skuldabréf og hafa kennitöluskipti í gamla daga.

Nú ætlar bankinn sem nýlega gaf starfsmönnum sínum nýlega milljarða af þjóðareigninni að fara að byggja við Hörpuna. Kostar ekki krónu. Bara nýjar rafkrónur á reikninga verktakanna. Er ekki einn Framsóknarþingmaður sem getur útskýrt hvernig þetta er gert?

Landsbankanum á auðvitað að loka og gera báða bankana gjaldþrota skv. lögum. Einn skiptastjóri leysir af sjálfstökuliðið í hinni endalausu slitastjórn gamla apparatsins og borgar þar á eftir aðeins út í íslenskum krónum eins og venjuleg þrotabú.  Bankabyggingin sjálf getur orðið hótel með marmara og málverkum.

En þjóðareignin Landsbankinn er í stað þess á sjálfstýringu einhverra afla sem enginn hefur kosið og enginn ber ábyrgð á.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband