Leita í fréttum mbl.is

Yfir 50.000 hafa skrifað undir

stuðningsyfirlýsingu við Reykjavíkurflugvöll.

Þorkell Guðnason skrifar svo á sit blogg:

Skipulagsyfirvöld Reykjavíkur 1940 völdu framtíð flugs stað við Vatnsmýri

Borgarráð samþykkti tillögu skipulagsnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlands og millilandaflugvallar við Vatnsmýri tveimur mánuðum fyrir hernámið 1940.  

Það var gert að undangenginni skoðun og rannsóknum skipulagsyfirvalda á mörgum öðrum valkostum.   Þá vissi enginn hvort Bretar eða Þjóðverjar væru líklegri til að ráðast hér inn.

Stórhuga framtíðardraumar bæjaryfirvalda um flugvöll á þessum stað rættust, fyrr en nokkur þorði að láta sig dreyma um, vegna hins skelfilega ástands sem þá var í heimsmálunum.  

Skömmu síðar var íslensku þjóðinni fært þetta fjöregg, nánast á silfurfati.

Það varð undirstaðan sem íslensk flugstarfsemi byggir ennþá á.      

Sjá hér grein Mbl frá 10.mars 1940 - Ekki ætti að þurfa frekari vitnanna við:  http://timarit.is/files/12228054.pdf 

Borgaryfirvöld nýttu sitt skipulagsvald til frambúðar á þessum stað í mars 1940

Við búum á eyju og flugstarfsemi er grundvallarþáttur í lífi landsmanna.  Nútímasamfélag á Íslandi er órofa tengt flugi, flugstarfsemi og flugsamgöngum og óhugsandi án þeirra.  

Flugvöllinn ber að friða um ókomna tíð gegn dægurþrasi, hentistefnu pólitíkusa."

Hér er sannleikurinn um staðsetningu flugvallarins sagður. Það voru Reykvíkingar sjálfir sem staðettu völlinn þar sem hann er á Skildinganesmelum og í Vatnsmýri. Að ráðast gegn honum núna er vanvirðing við skipulagsvinnu  gegninnar kynslóðar Reykvíkinga sem lagði sig alla fram um að móta framtíð borgarinnar. Hvaðan kemur Gísla Marteini, Gnarrinum og Degi B. sú viska að þeir viti betur en þeir kjörnu fulltrúar þess tíma.

50.000 er ágætt en betur má ef duga skal. 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Vek athygli á skoðanakönnun sem verið hefur hér á síðunni lengi. Fylgismönnum flugvallarins fjölgar hægt og sígandi og er nú sem hér segir:

Viltu loka Reykjavíkurflugvelli ?

Já 17.9%

Nei 82.1%

8128 hafa svarað

Halldór Jónsson, 25.8.2013 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband