Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurbréf

Morgunblaðsins er skarplegt að vanda.

Höfundur veltir fyrir sér umræðunni um hléið sem gert hefur verið á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Grípum niður í bréfinu:

 "Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, fordæmdi í gær slit viðræðna Íslands við ESB. Hann gerði það auðvitað með sínum hætti: »Ég tel að það sé sjúsk og subbuskapur ef menn ætla að slíta viðræðunum með þessum hætti án þess að hafa sérstakt samþykki á Alþingi þar um," sagði hann. Það er nú svo.....

Það má auðvitað taka undir það, að best hefði farið á því að ríkisstjórnin hefði haft það sitt fyrsta verk á sumarþingi eftir kosningar, að binda enda, með formlegum hætti, á þennan umsóknarharmleik, sem einn aðalleikarinn í, nefnir þarna til sögunnar. Stjórnarforystan hefði vaxið af því og ekki lent á þeim villigötum sem hún slysaðist inn á. 

 Hvernig hefði atkvæðagreiðsla um það formsatriði farið í þinginu? ...

...Og hvað hefðu þingmenn VG gert? Það hjálpar ekki í tilfelli þess flokks að horfa til samþykkta hans fyrir kosningar. Enginn hefur gleymt hinum sögulegu svikum og einstæða pólitíska hráskinnaleik sem að lokum kostuðu helstu pólitísku samlokur flokksins sitt. Steingrímur J. hljóp úr formannsstólnum, á einmanalegum blaðamannafundi í Norræna húsinu, fæðingardeild fyrstu og seinustu hreinu vinstristjórnar í sögu landsins. Og Björn Valur hraktist úr kjördæmi sínu í annað, þar sem kjósendur vildu hann ekki heldur. Björn Valur var í framfærsluskyni settur í umsjón með Seðlabankanum, enda hafði hann og lagsbræður hans fundið mjög að skorti á faglegri stjórn þar, með stóryrðum sem jafnvel voru það einnig á þeirra mælikvarða....

...Og þá er röðin komin að garminum honum Katli, Samfylkingunni. Hvað hefðu þeir þingmenn, sem lifðu lemstraðir niðurskurðinn í kosningum, gert í þingsalnum? Þeir fóru í þær kosningar sem eini flokkurinn með hreina og tæra Evrópusambandsstefnu í farteskinu. Enginn annar flokkur veifaði henni, þótt flokkur Guðmundar Steingrímssonar og fleiri virtist, úr fjarlægð séð, vera með litla veifu úr sama efni við sinn hún. Og það sem meira var, þá virtist Samfylkingin ekki hafa neitt annað erindi við kjósendur en það sem varðaði þetta mál. 

 ...Með hliðsjón af þessu hefði verið sérlega eftirtektarvert og ljúft að fylgjast með þingmönnum Samfylkingarinnar greiða atkvæði um tillögu um að falla formlega frá aðildarumsókninni....

....Í kosningunum fór það svo að þeir flokkar, sem höfðu afdráttarlausa stefnu gegn ESB-aðild markaða af æðstu valdastofnunum flokkanna, unnu á. En Samfylkingin, eini flokkurinn með málið mikla, sem engin önnur máttu skyggja á? Hún fór slíkar hrakfarir að annað eins hefur ekki sést í íslenskri stjórnmálasögu. Í hennar tilviki var dómur kjósenda afgerandi, skýr og þungur. Íslenskir kjósendur vildu ekkert hafa með ESB-stefnu Samfylkingarinnar að gera...

 ...Þá er við hæfi að víkja aftur að »sjúski og subbuskap.« Allir muna undir hvaða merkjum VG gekk til kosninganna 2009: Merki harðasta andstæðings íslenskra stjórnmála gegn aðild landsins að ESB. Þegar aðildin (sem varð sjálfdauð á kosninganótt sl. vor) var samþykkt var þessi flokkur annar ábyrgðarmaður þess. Ráðherrar þess flokks komu í pontu þingsins og sögðu um leið og þeir samþykktu aðildarumsókn að þeir hefðu aldrei nokkru sinni verið jafnmikið á móti henni og þeir væru á því augnabliki. Nær orðalag eins og »sjúsk og subbuskapur« yfir slíka framgöngu?

....Össur gerði sjálfur »hlé« á »aðildarviðræðum« eins og menn muna. Spurði hann þjóðina um það? Spurði hann þingið um það, sem þá sat? Össur hefði ekki þurfti annað en að koma sér út úr kaffistofunni, dusta vínarbrauðshratið framan af sér og farið fram í sal til að sækja formlegt leyfi. Gerði hann það? Og hafi hann ekki gert það má sannarlega spyrja:

Hvar voru þeir þá hinir miklu gæslumenn sjúsks og subbuskapar?"

Af hverju gerði Össur hlé á viðræðunum?  Ekki spurði hann þingið leyfis? Var það ekki beinklínis til að dreifa athygli kjóssenda frá þessu máli og blekkja þá til að kjósa Samfylkinguna á öðrum forsendum?

Hver svo sem höfundur þessa Reykjavíkurbréfs er, þá verður ekki á móti mælt að þarna er atburðarásinni lýst á nokkuð annan hátt en hæst fer í fjölmiðlunum. 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband