Leita í fréttum mbl.is

Hvað er til ráða?

fyrir þau ykkar sem ekki lesa Moggann þá skrifaði ég þetta í blaðið í dag:

"Ísland virðist fast í óleysandi kviksyndi fjármálakreppu.

Engin leið er sjáanleg til að leysa gjaldeyrisvandann án hafta. Er þetta ekki allt tilkomið án þess að almenningur í landinu hafi komið okkur í þessa stöðu? Er þetta þá ekki tilkomið án þess að þjóðin sem slík beri ábyrgð á því hvernig komið er?Er þetta ekki tilkomið vegna þess að íslensk fjármálafyrirtæki fóru hamförum í útlöndum og sviku fé út úr almenningi og lánastofnunum auk þess að skuldsetja sig glórulaust og lána án trygginga til gangstera?

Er það ekki orsökin fyrir því að þjóðin býr við gjaldeyrishöft og mun að óbreyttu gera það í mörg ár ennþá? Jafnvel alla þessa öld?Er ekki í raun og veru ólíft efnahagslega í landinu vegna þessa ástands? Er hér einhver framtíð fyrir ungt fólk? Allt vegna umsvifa örfárra íslenskra fjármálafyrirtækja?

Vandi okkar er sagður þríþættur.Í fyrsta lagi eru hér svokallaðar kvikar krónueignir. Þær samanstanda af íslenskum ríkisskuldabréfum, skuldabréfum á Íbúðalánasjóð auk hreinna innistæðna. Alls er þetta talið vera um 400 milljarðar. Búast má við að þetta fé vilji endilega yfirgefa Ísland og erfitt sé að stöðva það nema með beinum gjaldeyrishöftum.

Í öðru lagi eru hér íslenskir aðilar, útrásarvíkingar sem aðrir og einnig lífeyrissjóðirnir sem vilja komast burt með eigur sínar. Þetta er talið geta numið á bilinu 600-3.000 milljarða króna að mati AGS. Hugsanlega má tefja för þessa fjár með einhverjum ráðum.

Í þriðja lagi eru kröfuhafar föllnu bankana. AGS áætlar þetta vera 700-850 milljarða króna. Í mörgum tilvikum eru þetta kröfur sem þegar hafa verið bættar af tryggingafélögum en síðan verið seldar á hrakvirði.Nú á að innheimta þær með hörku af Íslandsbanka og Arion banka, sem helsti fjármálasnillingur þjóðarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, er sagður búinn að gefa erlendu kröfuhöfunum.

Gamli Landsbankinn segist eiga 400 milljarða hjá nýja Landsbankanum sem getur ekki borgað fyrr en eftir 12 ár í það minnsta. Báðir eru því tæknilega gjaldþrota. Á sama tíma vill annar fara að byggja stórhýsi fyrir rafkrónur til að bjarga byggingariðnaðnum segir hann. Auk þess sem hann gefur starfsmönnum hlutabréf í sjálfum sér fyrir milljarða í nafni þjóðarinnar. En henni er sagt að hún eigi bankann þó að hún fái ekki neitt.

Landsframleiðsla Íslands hef ég heyrt að sé á góðum degi hugsanlega 1.700 milljarðar. Það sést því fljótt að þessi gjaldeyrisvandi er eitthvað sem við ráðum alls ekki við á þessari öld. Ef við eigum að borga þetta þá er það einfalt: Ísland er gjaldþrota.Hvað má þá til varnar verða vorum sóma?

Má ekki spyrja við þessar aðstæður hverjir það voru sem komu okkur í þetta ástand? Voru það ekki Kaupþing banki, Landsbanki Íslands og Glitnir banki, auk smærri aðila?Þessum bönkum stjórnuðu menn sem kallaðir hafa verið einu nafni banksterar. Menn sem gáfu sig út fyrir að vera alþjóðlegir fjármálasnillingar en voru fremur reynslulausir krakkakjánar í bankafræðum. Þeir eru flestir löngu búnir að yfirgefa skipið eins og rotturnar eru sagðar gera þegar skipið er feigt. Nær engir þeirra hafa svarað til saka. Enda skiptir það ef til vill litlu máli héðan af. Vandinn þjóðarinnar er óbreyttur hvað sem um þá verður.Það voru hinsvegar fyrirtækin sem þeir stjórnuðu sem eru ábyrg gagnvart þjóðinni.

Má þá ekki spyrja hvort íslenska þjóðin eigi ekki skaðabótarétt á hendur þessum þrotabúum?Getum við ekki sett lög um að þau séu skaðabótaskyld sem nemur þeirri upphæð sem gerir þjóðina skaðlausa? Ákveðum að þetta séu forgangskröfur í búin sem falla þá óskipt til ríkisins í stað þess að fara úr landi.

Stundum er sagt að lögmenn geti fært rök fyrir öllu. Má ekki láta á það reyna núna hvort þetta eigi við rök að styðjast? Alþingi setur okkur lögin og stjórnar flestum okkar málum. Býður ekki þjóðarsómi núna að allir þingmenn standi saman og leysi þessi mál?Getum við áfram setið ráðalaus í vandræðum okkar? Verið þjóð í hafti eins og áður var? Er ekki um framtíð unga fólksins okkar að tefla? Er ekki til lítils að kosta menntun þess til munns og handa ef aðeins verður atvinnu að fá í útlöndum? Mun þeim þá ekki fjölga hér innanlands sem vilja segja Ísland til sveitar í Brussel? Nóg var nú samt.

Hvað er til ráða?"

 Svo mörg vcoru þau orð.

Ég er auðvitað sannfærður um að þetta verður þaggað í hel eða skúbbað sem della og tóm tjara.

En er það það? 

Þeir sömu segi mér þá hvað annað er til ráða? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta lítur ekki vel út. Og að stjórnendur bankanna skuli vera á "bónusum" við að koma þjóðinni á kaldan klaka er auðvitað grátbroslegt yfir meðallagi.....!

Ómar Bjarki Smárason, 4.9.2013 kl. 00:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Satt segirðu félagi Ómar.

Halldór Jónsson, 4.9.2013 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband