Leita í fréttum mbl.is

Landsbankinn

er enn á ferðinni að hneyksla landsmenn sem sjá lítið í þessari óþörfu ríkisstofnun sem minnir á það að þetta hafi eitt sinn verið banki allra landsmanna. Nú heldur apparatið niðri öllum lífskjörum landsmanna, jafnt hágra sem lágra, einstæðra mæðra sem útrásarvíkinga, með því að keyra gjaldeyrisiverð upp þegar það hefði með réttu átt að lækka með innflæði sumarsins.

Aðgerðir Steingríms J. Sigfússonar og hans nóta í bankamálum ætla seint að láta laust við landsmenn. Afglöp hans stefna móta enn alla vegferð almennra Íslendinga í bankamálum. Umsvif Landsbankans á gjaldeyrismarkaði til að framkvæma stefnu Steingríms sem þrýsta lífskjörum varnarlauss almennings stöðugt niður eru óþolandi með öllu. Okkur vantar núna stjórnvöld sem taka af skarið og loka dæminu. Sækja gamla þrotabúið til ríkisins sem skaðabætur fyrir þær misgerðir þess að hafa sett þjóðina í gíslingu óbærilegra gjaldeyrishafta sem enginn sér fyrir endann á. Það er forsmán og móðgun við heilbrigða skynsemi að bjóða landsmönnum enn upp á þær háðungar sem bankinn stendur fyrir eins og gjafagerninga á hlutafé til útvalinna þegna landsins. Sömuleiðis eru áætlaðar byggingar á höfuðstöðvum fyrir verðbólgufroðu og óþarfa kostnað og flotterí á mörgum sviðum mjög úr tengslum við almenna sómatilfinningu.

Þjóðina vantar ekki Landsbankann. Hann er draugur úr fortíðinni og uppvakningur Steingríms J. Sigfússonar sem þjóðin er þó búin að fjarlægja sig frá í síðustu kosningum. En andi þessa manns og gjörðir virðast vera eitthvað sem enginn getur breytt. Fjármál landsins eru enn njörvuð í misgerðir hans og axarsköft sem flestum finnst furðulegt að enginn geti breytt frá Seðlabanka niður í smæstu einingar. 

Gjaldeyrismálið og lífskjararýrnun almennings í framhaldi af því er enn ein sönnun þess að Landsbankinn er ekki lengur banki allra landsmanna heldur fortíðarskrímsli sem þjóð í hafti þarf að losna við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig væri að allur hagnaður Landsbankans fari beint í Ríkiskassan til að bæta landsmönnum kostnaðinn á mistökum Landsbankans og kostnaðinn við IceSave.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 5.9.2013 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband