Leita í fréttum mbl.is

"Pretereo censeso...

Cartaginem delendam est". Þannig var sagt að Cato hinn gamli hefði endað allar ræður sínar í rómverska senatinu.

Þorsteinn Pálsson fyrrum Fréttablaðsritsjóri virðist kominn í einhvern svona fasa. Niðurstaða hans í  öllum álitamálum í íslenskri nútímasögu er sú, að allt sé ómögulegt hér nema við göngum í Evrópubandalagið. Við eigum ekkert líf sem þjóð nema í bandalaginu sem er upphaf og endir allrar vestrænnar samvinnu og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins.

Þó að sjóðurinn sá hafi verið stofnaður eftir að Nýfundnaland missti sjálfstæði sitt og fullveldisrétt cegna skulda, þá er hjálp hans við Íslendinga í kreppunni Þorsteini Pálssyni  nú einhver ástæða fyrir þvi að ganga núna í Evrópusambandið með öðrum vestrænum þjóðum? Burtséð frá því að sjóðurinn er fyrir allar þjóðir í vanda óháð veru í Evrópusambandinu þá er tenging þorsteins allt of víðtæk og missir þessvegna marks.

Það er raunalegt þegar Þorsteinn missir sig svona í rökfestu. Evrópusambandsaðild er ekkert rökrænt framhald af framgöngu Forsetans  í því að halda fram sjónarmiðum Íslendinga og draga í efa vilja sambandsins til að sitja yfir samningum við þjóð sem vill ekki samninga.  Hnjóð Þorsteins í garð Forsetans Ólafs Ragnars bendur fremur á einhverjar gamlar ýfingar fremur en nauðsyn þess að þjóðin haldi saman út á við.  

Eftirfylgjandi hótanir og útmálun helvítis í einangrun og fátækt í framhaldi Kögunarhólsins í Fréttablaðinu duga ekki sem rök fyrir þá okkar Íslendinga sem vilja standa í fæturnar og verja fullveldið sem þeir telja að hafi reynst harðsótt eftir meira en 700 ára fjarvistir við útlendar hirðir.Orðaleppar um óskert fullveldi Evrópusambandsþjóða breyta hér engu um. Evrópusambandið fer með hluta af fullveldi sambandsríkjanna hvað sem þorsteinn Pálsson kallar það annað. Makrílviðræðurnar yfirstandandi eru þar til dæmis um mál sem sambandið lætur sig varða og sækir gegn okkur fyrir hönd ríkjanna sem Þorsteinn kallar fullvalda.

Aðild að Evrópusambandinu eða ekki er ekki lokasvar við öllum álitamálum íslenskra stjórnmála.Auk þess legg ég til að Karþagó ... er of mikil einföldun fyrir nútíma Íslendinga. Þó Þorsteinn sé tiltölulega yngri maður og víðreistari en Cato gamli líklega var þá virðist mér hann vera orðinn eins máls maður í pólitík eins og Össur og Samfylkingin.

Sem mér finnst skaði en ekki til að segja: Auk þess legg ég til að Þorsteinn Palsson....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

 Ceterum censeo Carthago esse delendam. Og að lokum mæli ég svo um að eyða skuli Karþagó. Sagði gamlinginn hann Cato víst. Við segjum að sjaldan sé góð vísa of oft kveðin. Þar er ég Þorsteini Pálssyni hjartanlega sammála, sem og um allt sem hann segir  um Ísland og Evrópusambandið.

Sæmundur G. Halldórsson , 7.9.2013 kl. 22:37

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Fyrir latínistana koma þessir varíantar: "Ceterum autem censeo Carthaginem esse delendam".

Ceterum censeo Carthaginem esse delendam.

 

Endilega segið hvað ykkur finnst flottast.

Sæmundur G. Halldórsson , 7.9.2013 kl. 22:43

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er ekki staðan orðin svo vonlaus fyrir Samfylkinguna í ESB málum að farið er að tala um leggja hana niður og að vinstri menn sameinist undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur...? Eða það alla vega sú útgáfa sem blásið hefur með hlýjum vestan vindum til okkar á Austurlandi....

Ómar Bjarki Smárason, 8.9.2013 kl. 01:12

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Samy. Svo orti Jón Arasons hinn sæli biskup:

Látína er list mæt

lögsnar Böðvar

Í henni eg kann

ekki par

Böðvar

Ómar Bjarki

Sammála, Katrín er miklu sætari en DayBee eða ÁrniPáll

Halldór Jónsson, 8.9.2013 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband