Leita í fréttum mbl.is

Ótrúleg grein um flugmál

eftir íslenskan alþingismann, Álfheiði Ingvadóttur, um flugvöllin birtist í Fréttablaðinu í dag.

Hún segir m.a.:

"Þriðja leiðin er að takmarka flugumferð við eina flugbraut í svipaðri legu og núverandi A/V-braut og heimila aðeins áætlunarflug og þjónustuflug um Reykjavíkurflugvöll. N/S-brautinni yrði lokað en um hana fer nú meirihluti flugumferðarinnar með tilheyrandi lágflugi yfir miðborginni þar sem höfuðstöðvar stjórnsýslu og fjármálalífs eru staðsettar. NA/SV-braut yrði einnig lokað en hún er langstysta braut vallarins, aðeins notuð við mjög erfið veðurskilyrði og aðflug að henni hættulega nálægt byggingum Landspítalans. "

Ég hreinlega nenni ekki að tyggja upp aftur flugtæknileg andsvör við þessari röksemdafærslu. En ég vil spyrja þeirrar spurningar hvort slys á Alþingismönnum séu eitthvað verri en slys á einstæðum  mæðrum eða öryrkjum eða samkynhneigðum og sjúklingum?

Það er ótrúlegt að menn ætli að byggja Landspítalann útflattann við Hringbraut þegar miklu hagkvæmara er að byggja hann sem turn? Aðeins vegna einhverrar ímyndaðrar slysahættu?

Ég held að sá turn yrði  ekkert verri fyrir flugumferð heldur en Hallgrímskirkjuturn. Flugvélum langar ekkert til að fljúga á turna nema þeim sé stýrt þangað. 

Mikið væri gaman að fólk færi að hætta þessu opinbera bulli um flugvöllinn og allt það  og færi að tala eins og vitibornu fólki sæmir.

Fari til dæmis til Orlando og reyni að skilja samspil flugs og efnahagslífs eins og það þróast þar sem lögmál markaðshagkerfisins fá að ráða. Eða viljum við það ekki?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Auðvitað á að loka N - S brautinni úr því að hún er svona mikið notuð.... því lík þvæla....!

Ómar Bjarki Smárason, 7.9.2013 kl. 21:03

2 Smámynd: Þorkell Guðnason

"Vandi fylgir vegsemd hverri". Ég hef ekki komið auga á neitt jákvætt sem tengist afskiptum umrædds þingmanns af íslenskum flugsamgöngum eða málefnum flugs. Þótt þar sé af ýmsu að taka, kemur mér ekkert í hug sem henni gæti talist til álitsauka.

Tel miklum vafa undirorpið að ótti við flug eða andúð á flugi veiti fólki löggildingu eða réttindi sjáfskipaðs yfirburðasérfræðings um málefni flugs.

Æði margir slíkir eru samt á sveimi núna en enga þeirra kannast ég við úr hópi flugréttindamanna.

Þorkell Guðnason, 7.9.2013 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband