17.9.2013 | 09:05
Hörpuljóð haustins
on
"Kári Stefánsson skrifaði beitta grein í Morgunblaðið 10.9. 2013.
Hann veltir fyrir sér meðferð stjórnmálamanna okkar á opinberu fé. Hann byrjar á vísu eftir Stein Steinar sem lýsir vel þeim skattgreiðanda sem vill spyrja um kostnað af uppátækjum stjórnmálamanna. »Það var eitt sinn hundur svo horaður, ljótur og húsbóndalaus að flækjast í borginni og enginn sem vild'ann og allir sem hædd'ann og ekkert sem veitti honum huggun í sorginni.«
Ég vil benda Kára á að um kostnað af uppfinningum og gæluverkefnum stjórnmálamanna hefur yfirleitt gilt pí-lögmál Halldórs: Áætlun sinnum pí=lágmarks heildarkostnaður. Getur orðið sinnum tvö pí.
En snúum okkur aftur að Kára klára sem heldur áfram skrifum sínum:
"»... Næsta spurning er þá hvort við höfum verið svo fátæk að fráfarandi ríkisstjórn hefði ekki getað spornað gegn þessu ef hún hefði haft til þess vilja? Svarið við henni felst í þeim verkum sem ríkisstjórnin réðst í á sama tíma og hún horfði á heilbrigðiskerfið brenna:
1. Hún lauk við Hörpuna hina fögru og eyddi í það ótöldum milljörðum. Nú sitjum við líka uppi með kostnaðinn af rekstrinum, sem er töluvert meiri en menn óraði fyrir og það er hvergi minnst á nauðsyn þess að spara í honum. Þegar menn gagnrýndu þá ákvörðun að ljúka við Hörpuna áður en ráðist var í framkvæmdina og lögðu til að peningum sem færu í hana yrði frekar varið til heilbrigðis- og menntamála var þeim svarað því til að peningar sem færu í svona byggingu væru einhvern veginn ekki nýtanlegir til rekstrar velferðarkerfisins.
Það hefði mátt tækjumvæða allt heilbrigðiskerfið upp á nýtt og reka það af fyrirhrunsárakrafti um aldur og ævi fyrir það fé sem fór í að ljúka byggingu Hörpunnar og fer nú í að reka hana ...
...Ég hef hins vegar þungar áhyggjur af því hvort núverandi ríkisstjórn sem er að skakklappast af stað ætli sér að gera eitthvað til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Mér virðist eins og hún sé að reyna að komast hjá því vegna þess að það kostar mikla peninga og henni er greinilega mikilvægara að lækka skatta á mönnum eins og mér en að hlúa vel að sjúkum og særðum ...«"
Kári kemur að þeim hlutum sem sárast brenna á samvisku þjóðarinnar hvað sem flottræfilshætti þeirra stjórnmálamanna líður sem farið hafa með himinskautum síðustu ár:
" Umönnun sjúkra."
Og hvað fengum við þá fyrir peningana sem ekki fóru í heilbrigðiskerfið? Stjórnmálamenn og keyptir sérfræðingar þeirra þegja yfirleitt og tala út í loftið þegar spurt er um kostnaðinn af Hörpu. Hún er auðvitað aldeilis flott til að sjá. Hún er komin þarna og verður. Einhvern tímann gleyma menn hvað hún kostaði eins og varð með Arnarhreiðrið sem Bormann byggði handa Hitler.Hitler gat ekki verið þar nema einu sinni vegna loftveiki og hneykslun á eyðslusemi Bormanns í þessa fimmtugsafmælisgjöf. Og sama er um Perluna hans Davíðs hjá okkur sem þótti dýr á sínum tíma en er borgarprýði núna.Allir búnir að gleyma hvað hún kostaði.
En nú er talið að byggingarkostnaður Hörpu sé um það bil pí-sinnum meiri en tvöfölduð upphafleg kostnaðaráætlun eða tvö pí sinnum 6 milljarðar. Ég vil því spyrja sem einn af Hörpuskuldurum þessa lands, sem fæ aðallega reglulegar lífeyrisskerðingar í minn hlut frá ríkinu vegna fjárskorts meðan opinberir starfsmenn halda öllu sínu óskertu og borga ekki auðlegðarskatt af sínum eignum, Steingrímur J. meðtalinn:
A. Hver er heildarbyggingarkostnaður við Hörpu og tengd mannvirki á verðlagi í dag?
B. Sundurliðun á þessum kostnaðarliðum:
1) Hvað kostar lóðin öll og það að gera hana byggingarhæfa. (Nú er búið að selja hótelspilduna á 1,8 ma sem var metin á 2,5-3,0 ma.)
2) Hvað kostaði jarðvinnan?
3) Hvað kostuðu sjófyllingarnar og hvað kostaði að fjarlægja þær?
4) Hvað kostaði uppsteypan?
5) Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér með allri endursmíði og öllum viðgerðum (Sem er greinilega viðvarandi kostnaður því þetta kolryðgar allt og lekur)
5a. Hvað fékk Ólafur Elíasson mikið fyrir hönnunina? Hvað fengu verkfræðingar og hvað fengu arkitektar?
6) Hvað kostuðu gatnatengingarnar?
7) Hvað kostaði torggerðin?
8) Hvað kostar lóðafrágangurinn?
9) Hvað kostaði bílastæðahúsið?
10) Hvað kosta þær framkvæmdir sem eftir eru eða yfir standa eða eru búnar (t.d. Elítuloftssvalir: Nú »Björtu loft« sem eru lokuð almenningi).
11) Hver er fjármagnskostnaður frá 2009 til dagsins í dag?
12) Hver er árlegur fjármagnskostnaður
13) Hverjar verða rekstrartekjur Hörpu á næsta ári?
14) Hver verður rekstrarkostnaður Hörpu á næsta ári?
15) Hver á túristabúð sem hefur verið sett upp og lokar neyðardyrum? Hver er húsaleigan á fermetrann?
Ef ekki er hægt að fá hverri einustu spurningu svarað af þessum tölusettu spurningum, þá dreg ég bókhaldshæfi stjórnsýslunnar, ríkisendurskoðunar, Alþingis og Reykjavíkurborgar stórlega í efa. Eða á ég hugsanlega ekki bara að sætta mig við þetta eins og Arnarhreiðrið og Perluna og þegja?
Dettur einhverjum í hug að nokkur svari þessum spurningum? Nomenklaturan talar ekki við seglskip sem ekki geta pípt eins og strákarnir sögðu í gamla daga. Þetta verður þaggað og þagað og þvælt og spunnið þangað til að það gleymist.
Þetta er mitt Hörpuljóð sungið á hausti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Halldór,
Ballið er ekki búið, nú vill ríkisbankinn ólmur fara að byggja við hliðina á Hörpu til að topparnir geti fengið hornskrifstofur með útsýni yfir sundin og Hörpu.
Harpa er "sunk cost" en enn er hægt að stoppa vitleysuna hjá ríkisbankanum. Sendu spurningarlistann til ríkisbankans.
Andri Geir Arinbjarnarson, 17.9.2013 kl. 10:01
Dettur þér í hug að þeir tali við seglskip eins og mig?
Halldór Jónsson, 17.9.2013 kl. 11:44
Fínt framtak og góð grein. En áttu von á ítarlegu svari?
Jón Baldur Lorange, 17.9.2013 kl. 16:06
Þrímastra seglum þöndum,sem getur pípt,? Jú Halldór minn.
Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2013 kl. 05:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.