Leita í fréttum mbl.is

Skelfileg

er frásögn í viðskiptablaði  Morgunblaðsins þar sem  landslýð er boðað fagnaðarerindið í fjármálaheimi framtíðarinnar á Íslandi. 

Þar kemur sú þróun fram sem þegar er í gangi, að lífeyrissjóðastjórnendurnir sem enginn hefur kosið, fyrrum bankastrákar og bréfaguttar, eru að raða sér í allt kerfið með velvilja stjórnvalda, bæði genginna og núverandi.

 

Það er verið að búa almenningi þau lífskjör að þurfa að borga pí sinnum of stórt bankakerfi sem stjórnað verður af nýrri íslenskri Nómenklatúru sem mun hafa öll ráð í höndum sér. Hafi einhverjir alið þá von í brjósti að bjartari tíð væri framundan á öld lægri vaxta og sparnaðar, þá verða þær vonir að engu ef svo fer fram sem horfir.

 

 Tökum niður í greininni þar sem þróunin kemur greinilega fram:

 

 " Sala ríkisins á eignarhlutum sínum í íslensku viðskiptabönkunum - Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum - mun draga úr skuldum ríkisins, minnka vaxtakostnað, bæta lánshæfi ríkissjóðs og auðvelda losun fjármagnshafta. Ef innlendir aðilar kaupa hlut ríkisins í bönkunum mun það draga úr peningamagni í umferð og taka loftið úr mögulegri eignabólu á íslenskum fjármálamarkaði.

  Þetta segir Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA. »Það er einfaldlega þannig að ríkissjóður hefur gríðarmikla hagsmuni bundna í bönkunum. Meiri hagsmuni en margir átta sig á. Yfir 500 milljarðar af fé skattgreiðenda hefur verið fjárfest í bönkunum, bæði sem eigið fé, skuldabréf og víkjandi lán.«"

 

 Hverjum verða bankarnir seldir? Hverjir eru með fjármagnið? Almenningur kemur meðp yfir 100 milljarða til lífeyrissjóðanna á ári. Hverjir sýsla með þetta fé?

  

 "....Landsbankinn blés til morgunfundar síðasta fimmtudag í Silfurbergi í Hörpu undir yfirskriftinni: Eru íslensk fjármálafyrirtæki spennandi fjárfestingarkostur? Á fundinum skeggræddu fyrirlesarar þessa spurningu frá ýmsum sjónarhornum."

 

 Aldeilis stórveldi þetta ógjaldfæra fyrirtæki sem almenningur hefur enga þörf fyrir og er gersamlega ofaukið í fjármálakerfinu eins og áður sagði. Þessi uppvakningur Steingríms J. Sigfússonar getur ekki borgað gjaldeyrisskuldabréf gamla Landsbankans sem er gjaldþrota án þess.

 

Í stað þess að fara lágt eru starfrsmönnum gefnir milljarðar af eignum almennings og fyrirtækið vill byggja nýjar höfuðstöðvar til að örva framkvæmdir í landinu!

 

 "....Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri NASDAQ OMX Iceland, Kauphallar Íslands, sagði rétt að halda því til haga í umræðunni að nú þegar væru íslensk fjármálafyrirtæki skráð á íslenska hlutabréfamarkaðinn, Tryggingamiðstöðin og Vátryggingafélag Íslands, og stefndi Sjóvá á skráningu á næsta ári.

 

»Það liggur beint við að líta næst til bankanna. Það er eðlilegt á þessum tímapunkti að huga að eignarhaldi sem styður sem best við það hlutverk þeirra að miðla fjármagni til fjárfestinga og uppbyggingar. Ég held að það sé hægt að fullyrða að núverandi eignarhald gerir það ekki.«

 

 Honum finnst rétt að líta til norrænu bankanna og »sjá hvaða leiðarljós eignarhaldið þar getur gefið okkur varðandi æskilega framtíðarskipan á eignarhaldi íslensku viðskiptabankanna.

"Það fyrsta sem blasir við, að minnsta kosti í augum Kauphallarmanns, er að mikilvægustu bankarnir á Norðurlöndunum eru skráðir í kauphöll.«"

 Svo fer hann mörgum orðum um banka á Norðurlöndum sem séu skárðir á markaði. Miklu stærri bankar en íslensku bankarnir samanlagt. Of auðvitað í eigu og undir stjórn örfárra manna. Svo er blaðrað um Kauphöll og dreifða eignaraðild um leið og "kjölfestufjárfesta".

 

 "....Magnús fjallaði einnig um eignarhald norrænu bankanna og sagði það vera ansi dreift á íslenskan mælikvarða. »Í Svíþjóð er algengt að stærsti einstaki eigandinn eigi á bilinu 10 til 20% hlut og að tíu stærstu eigendurnir eigi um 40 til 55% hlut. Sumir þessara banka eru í eigu hundraða ef ekki þúsunda eigenda(SIC!) . Nordea-bankinn er sem dæmi með 450 þúsund hluthafa.» (Aldeilis áhrif sem litlu kallarnir hafa eins og við sem keyptum bréf í bönkunum til að græða.)

 ....En ræður íslenskur verðbréfamarkaður við norræna módelið?

»Þetta er í sjálfu sér góð og gild spurning en að mínu mati er svarið afgerandi. Af hverju segi ég það? Það er nærtækt að nefna nýleg útboð en í útboðunum hefur verið selt hlutafé fyrir rúmlega 50 milljarða. Þessi stærð vanmetur þó stórlega þá möguleika sem eru fyrir hendi. Til dæmis má nefna þá miklu eftirspurn sem átti sér stað í þessum útboðum. Þá verður að taka til greina þá sölu hlutafjár og breytingu á eignarhaldi sem átti sér stað í aðdraganda skráninganna. Þetta er rétt toppurinn á ísjakanum. Til viðbótar liggja miklar fjárhæðir inni á innlánsreikningum og renna háar fjárhæðir í lífeyrissjóðina á hverju ári. Þannig að slagkrafturinn er töluvert mikill.«"

 Já, lífeyrissjóðirnir eru það afl sem stjórinn sér fyrir sér að nota. Er það afl almennings?  Verður það þá ekki frekar Nomenklatúran nýja sem ræður för heldur en smáir hluthafar?

 ".....Hann segir að hægt sé að hugsa sér að ríkið eigi, líkt og í Noregi, hlut í Landsbankanum. »En ég tel að það færi vel á því að það væri minnihlutaeign og að það léki aldrei neinn vafi á því að bankinn starfaði í eðlilegu samkeppnisumhverfi.«"

Af hverju minnihlutaeign ríkisins?

 

   

"....»Eins og maðurinn sagði: Spurt er, eru íslensk fjármálafyrirtæki spennandi fjárfestingarkostur? Ef átt er við bankana, þá er stutta svarið nei.« Þannig hóf Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, (lífeyrissjóðafursti öðru nafni) erindi sitt. »Það gildir að sjálfsögðu um alla góða fjárfestingarkosti að sé verðið rétt, þá verða þeir góðir kostir.«

Í framhaldinu útlistaði Brynjólfur þá ókosti sem hann sæi við fjárfestingu í bönkum á þessum tímapunkti. »Ísland er lítið og lokað hagkerfi nú um stundir og sér ekki enn fyrir endann á því. Langvarandi gjaldeyrishöft munu hafa verulega skaðleg áhrif á hagkerfið. Um það getum við öll verið sammála.

Staðan og viðbrögð við afnámi haftanna er líka mikill óvissuþáttur. Bankarnir eru að miklu leyti fjármagnaðir með innlánum, sem er kvikt fjármagn og eykur enn á óvissuna.

 

Engin leið er heldur að gera sér grein fyrir því hversu mikið fé muni streyma úr bönkunum við afnám haftanna. Hætt er við að töluvert fé leiti úr landi, bæði vegna almennra sjónarmiða um áhættudreifingu svo og vegna vantrúar á langvarandi styrk og stöðugleika hagkerfisins.«

Þá benti hann á óvissuna sem ríkt hefur, og ríkir, um sjávarútveginn, en fjármálafyrirtæki hafa mikla hagsmuni af þeirri atvinnugrein.

»Greinin býr við náttúrulega, lagalega og pólitíska óvissu. Raunsætt mat á langtímavirði í greininni kann því að virðast snúið, sem aftur hefur áhrif á mat á framtíðarvirði fjármálafyrirtækja.«"

Næst horfði Brynjólfur til reksturs fyrirtækjanna.....  Þetta gerði fjárfestingu í bönkum enn áhættusamari en ella.

...»Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey er bent á óhagkvæmni og litla framleiðni í þjónustugreinum hér á landi. Fjármálafyrirtækin eru þar engin undantekning.

Í skýrslunni má sjá að bankakerfið á Íslandi er ekki lengur stórt í hlutfalli af landsframleiðslu. Danska fjármálakerfið er til að mynda tvöfalt stærra ef miðað er við árið 2010.

 

Ef litið er til fjölda starfsmanna blasir við hversu óhagkvæmt kerfið okkar reynist. Starfsmenn fjármálafyrirtækja eru tíu á hverja þúsund en aðeins þrír í Svíþjóð. "...Sama mynd blasir við ef horft er til fjölda útibúa.«

 

Þarna  kemur PÍ-ið fram sem ég hef áður talað um að segi fyrir um spillingu kerfisins.Pí(22/7/) sinnum fjöldi bankastarfsmanna í Svíþjóð per þúsund íbúa er sama og fjöldi banka starfsmanna á Íslandi. Sama kemur út ef tekinn er fjöldi útibúa.

 

Þetta sýnir okkur að Landsbankanum er gersamlega ofaukið í kerfinu og óþarfur með öllu. Ríkið á hann og getur því lokað honum án þess að spyrja einn eða neinn ef einhver vilji er til að hagræða svo um munar.

 

..."Fyrirlesturinn endaði hann á orðunum: »Ég þakka gott hljóð við að tala niður verð bankanna.«"

 

 "...Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, sagðist ekki vita hvort hann gæti talað niður verð bankanna, eins og Brynjólfur, en hann ætlaði að minnsta kosti að reyna...

»Það sem er til sölu eru þrír mjög stórir bankar. Eitt sem hefur vakið athygli og undrun mína er að til urðu þrír stórir bankar, allir í raun það stórir að þeir eru »too big to fail« og allir að gera það sama í beinni samkeppni.« ...

 »Ef við veltum því fyrir okkur hverjir mögulegir kaupendur gætu verið og skiptum þeim annars vegar í erlenda aðila og hins vegar í innlenda aðila, þá er það nú bara þannig að erlendir bankar eru frekar á bremsunni. Þeir glíma við mjög stíft reglugerðarumhverfi og eru eiginfjárkvaðir að þrengja að þeim. Þá hefur stefna flestra banka í Evrópu verið að minnka, en ekki stækka.«

Telur hann líklegra að erlendir fjárfestar, þar á meðal asískir fjárfestar, framtakssjóðir og vogunarsjóðir, hafi áhuga á sérhæfðari fjármögnun, til að mynda tengt sjávarútvegi, orkuiðnaði og íbúðalánum.

 »Erlendir aðilar myndu eflaust vilja fjárfesta með innlendum fjárfestum og mögulega ríkinu. Þá gætu þeir fengið afslátt af bönkunum umfram innlenda fjárfesta ef greitt er með gjaldeyri.«

 

Niðurstaða Gísla er sú að bankarnir séu enn of stórir fyrir innlenda fjárfesta, en þó sé ekki hægt að útiloka lífeyrissjóðina.

 

Árleg fjárfestingarþörf þeirra, að undanskildum kaupum á skuldabréfum, nemi 90 til 110 milljörðum og virðist það vera vilji ráðamanna að sjóðirnir verði síðastir út úr höftunum.

 »Bankarnir þurfa að minnka svo þeir verði söluvænlegri fyrir innlendan markað. Það geta þeir gert með margvíslegum hætti. Eigið fé þeirra er of hátt en hægt er að lækka það með arðgreiðslum eða með því að skipta á hlutafé og víkjandi lánum og auka þannig vænta ávöxtun eiginfjár.

Í mínum huga er mikilvægt að minnka efnahagsreikning bankanna. Það er hægt að selja hluta af lánasöfnum eða aðrar eignir til utanaðkomandi aðila. Efnahagsreikningur banka er dýr geymslustaður fyrir eignir sem tengjast ekki rekstri þeirra með beinum hætti.«

Hann telur að sama skapi skynsamlegt fyrir eigendur bankanna að búta þá niður og selja í einingum. »Ég tel að þeir séu verðmætari með þeim hætti en að þeir verði seldir allir í einu lagi.« Einnig segir hann það verkefni núverandi eigenda að ráðast í frekari hagræðingaraðgerðir.

 

»Landsbankinn er gríðarlega stór. Hann er með íþyngjandi fjármögnun í erlendri mynt og það er nokkurn veginn ljóst að endurfjármögnun er nauðsynleg áður en til sölu kemur. Eigið fé bankans er of mikið og á næstu árum verður erfitt að ná fram viðunandi arðsemi á þetta eigið fé.«

 Þá benti hann á að stór hluti lánasafnsins væri veðsettur og kvaðabundinn gamla bankanum þannig að takmarkanir væru á arðgreiðslum.

 »Arion banki og Íslandsbanki eru þegar komnir í söluvænlegra ástand. Þeir eru minni, ekki ríkir eins mikil óvissa um fjármögnunina og ríkið ræður heldur ekki för.« Einnig sé mögulegt að fjármagna hluta af kaupverði með sölu eigna, til dæmis gæti Arion banki selt Stefni, Okkar líf, Valitor og Landfestar, »og bráðlega Eik og SMI,« sagði Gísli í gamansömum tón."

 Akkúrat. Selja hverjum? Örugglega ekki Jóni og Gunnu.

 

Bankarnir eru of stórir fyrir markaðinn sem er hinn íslenski veruleiki. Af hverju þá ekki að minnka þetta bankakerfi? Af hverju talar enginn fyrirlesara umn þetta? Er það af því að Landsbankinn borgar kaffið og kruðeríið?

 

"..Hann sagði mikilvægt að huga að hagsmunum skattgreiðenda í þessum efnum.

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði í opnunarávarpi sínu að hann vildi leita leiða til að afnema ábyrgðaryfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna innstæðna í íslenskum bönkum. Gísli fagnaði þeim ummælum.

 

»Áður en farið verður að selja bankana verður ríkið að fá þau víkjandi lán, sem það lagði til bankanna, til baka.(Það sem Steingrímur J. setti í þá án heimildar Alþingis)

 

Það var mjög ánægjulegt að heyra fjármálaráðherra tala um að hann sæi ekki fyrir sér að altæk innstæðutrygging yrði eitthvert varanlegt ástand.

Ef ríkið ætlar áfram að verja innlán í topp þarf að gera ansi margar breytingar á núverandi fjármögnun bankanna og setja hömlur á útgáfu sértryggðra bréfa.

Að sama skapi tel ég nauðsynlegt að setja hömlur á eignarhald bankanna á félögum í óskyldum rekstri.«

 

Þar hafa menn það í hnotskurn.

Ríkið er með óleysanlegt vandamál í Landsbankanum. Hann kallar á gríðarleg framlög ef honum er haldið áfram.

Augljósa lausinin til hagræðingar í ríkisrekstri er að leggja niður stofnanir. Er ekki hagræðingarnefnd í gangi við þetta verkefni?

 

Er ekki lausn í því að lýsa  Landsbankann gjaldþrota og borga aðeins út í íslenskum krónum en ekki gjaldeyri út úr búuunum?  

Minnka ríkisbáknið um alla þessa starfsmenn og fleiri afleiður.

Búta hina bankana niður og minnka umfang þeirra og efnahagsreikninga.

Draga inn fjármagnið sem Steingrímur setti í þá og lækka skuldir ríkisins.

Leyfa svo almenningi að taka erlend lán til húsnæðiskaupa á lágum vöxtum hjá erlendum bönkum.

Benda má á að MP banki er einkabanki sem er góður grunnur að almenningshlutafélagi.

Almenningur ætti ekki að láta smala sér í viðskipti hjá Landsbankanum né þeim innlendu og erlendu vogunarsjóðum sem taldir eru eiga Aríon og Íslandsbanka heldur skipta við gegnsæja aðila.

Að Landsbankaelítan skuli geta smalað saman svona fundi til að ræða um þvílíka vitleysu sem þarna blasir við er eiginlega skelfilegt.

Það er rætt fyrir opnum tjöldum hevernig leiða eigi almenning til slátrunar í gegn um lífeysissjóðina til að koma Nomenklatúrunni nýju til allra valda í íslensku fjármálakerfi.

Lausnin sem við blasir er að lífeyrissjóðsiðgjöld landsmanna renni öll til ríkissjóðs til lækkunar skulda hans næstu ár gegn langtíma vaxtalitlum kúluskuldabréfum.

Vaxtabyrði ríkissjóð er óbærileg 90 milljarðar á ári. Ef hún væri frá getur ríkið eflt almannatryggingar og spítala landsins og skapað lífeyrisþegum framtíðar betri kjör en nú stefnir í vegna skuldsetningarinnar.

Allar bollaleggingar Nomenklatúrunnar um framtíðarkauphallardýrð undir sinni stjórn eru óþarfar með öllu

Þær eru bara skelfilegar í besta falli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband