Leita í fréttum mbl.is

Klapp fyrir Kára

Stefánssyni sem skrifar grein í Morgunblaðið hvernig eigi að faara að því að endurreisa heilbrigðiskerfið. Kári segir:

"Núverandi ríkisstjórn er, eins og flestar þær sem á undan henni stjórnuðu landinu, eingöngu skipuð fólki sem vill þjóð sinni ekkert nema það besta. Þess vegna hlýtur það að vera erfitt fyrir hana að sitja undir þeirri gagnrýni að hún ætli sér að halda áfram að svelta heilbrigðiskerfið á meðan það er hægt og bítandi að missa getuna til þess að veita lífsnauðsynlega þjónustu. Hún er hins vegar ráðvillt og þrátt fyrir góðan vilja virðist hún ekki geta fundið fé til þess að endurreisa heilbrigðiskerfið. Hún vill en finnst eins og hún geti ekki þótt sá elexír sem til þarf sé beint fyrir framan nefið á henni.

 

Það stefnir í að viðskiptabankarnir þrír skammti sér 65 til 70 milljarða króna í hagnað á þessu ári. Þetta er á sama tíma og þeir halda að sér höndum við lánveitingar til atvinnustarfsemi, að öllum líkindum til þess að lágmarka áhættu og þeir hafa ginnungagap milli innláns- og útlánsvaxta.

Mál eru hins vegar þannig vaxin að allir Íslendingar verða að eiga viðskipti við að minnsta kosti einn þeirra og í hvert einasta sinn sem króna skiptir um hendur tekur ein af skyttunum þremur bita úr henni. Við getum ekki fætt okkur eða klætt eða komið okkur úr einum stað í annan án þess að úr því verði tekjur fyrir banka. Það má því leiða að því rök að hagnaður bankanna eigi rætur sínar í skattpíningu en ekki í viðskiptasnilld eða dugnaði. Því til stuðnings er sú staðreynd að allir bankarnir skila myndarlegum hagnaði á sama tíma og allt viðskiptalíf er við frostmark. Það fælist því töluvert réttlæti í því að hluti af hagnaði bankanna yrði notaður til þess að fjármagna endurreisn þess heilbrigðiskerfis sem þjónar þeim sem geta ekki annað en lagt af mörkum til þessa hagnaðar, er þröngvað til þess af aðstæðum.

Það eru önnur rök, tvenns konar, sem styðja þá hugmynd að skattleggja hagnað bankanna til þess að hlúa að heilbrigðiskerfinu.

Ein eru þau að íslenskt samfélag hefur notað sem eitt af úrræðunum til þess að takast á við kreppuna upptöku eigna einstaklinga sem eiga ákveðið fjármagn umfram skuldir. Þetta hefur verið kallaður auðlegðarskattur. Hann er um margt óheppilegur í eðli sínu en þótti við hæfi í þeim vanda sem blasti við samfélaginu. Það væri í góðu samræmi við þá skoðun að taka hluta af gróða bankanna í eitt ár til þess að endurlífga heilbrigðiskerfið.

Hin röksemdin er sú að þegar bankarnir féllu lentu afleiðingar þess á fólkinu í landinu. Það væri því að minnsta kosti réttlátt og að öllum líkindum skynsamlegt að bankarnir legðu sitt af mörkum þegar þetta fólk á ekki lengur fyrir plástri.

 

Mín tillaga er sú að Alþingi setji inn í fjárlög 25% skatt á gróða bankanna sem verði notaður til þess að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins. "

Ég tek undir þessa skoðun  Kára að flestu leyti. Nema ég er ósammála hundraðshlutanum 25.

En klapp fyrir Kára klára. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ætlar fólkið virkilega að láta það yfir sig ganga, að láta bankana, fjárfesta, hirða allar eignir í þjóðfélaginu?

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229706/

Það er marg búið að segja okkur það allt saman.

Það eru slóðir úndir höfundur á mínu bloggi.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Þarna eru slóðir á ýmsa sem hafa verið að kenna okkur á internetinu.

Egilsstaðir, 29.09.2013  Jónas Gunnlaugsson 

Jónas Gunnlaugsson, 29.9.2013 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband