Leita í fréttum mbl.is

Ótíðindi

mikil voru að berast okkur. Flytja á inn tylft afganskra einstæðra kvenna með börn inn til landsins. Þær fagna því að þeim verði hérlendis leyft að ganga með slæður sínar sem þær aldrei skilja við sig þar sem þær eru nú.

Hverjir eru ábyrgir fyrir því að þetta  hellist yfir okkur? Hverskonar uppátæki er þetta að flytja inn fólk sem ekki mun samlagast okkur, verður einangrað og í einelti,  atvinnulaust  og verður okkur aðeins byrði eins og raunin er þegar orðin af svipuðum innflutningi? Það verður að bíða þriðju kynslóðar þessa fólks til að von sé um aðlögun. Og svo koma hugsanlega vígamenn Talíbana og barnsfeður á eftir þeim. HINGAÐ

Er ekkert hægt að gera til þess að berjast gegn svona vitleysu?

Af hverju á þetta sér yfirleitt stað? Vill þjóðin þetta virkilega? Hvort heldur er þá eru þetta mikil ótíðindi í mínum eyrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Halldór.. það er ekki langt í komu Talibanana higað ásamt öllu sem tilheyra þeim..

Vilhjálmur Stefánsson, 29.9.2013 kl. 22:59

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er jú ákveðinn kostur við að rasistar og mannhatarar fara ekki leynt.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.9.2013 kl. 23:22

3 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Alveg er maður orðlaus þegar maður les svona rasista skrif

Guðmundur Ingólfsson, 29.9.2013 kl. 23:25

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þú spáir því að konurnar verði fyrir einelti. Mér sýnist þú vera byrjaður á eineltinu.

Skeggi Skaftason, 29.9.2013 kl. 23:51

5 identicon

Heill og sæll Halldór; sem og aðrir gestir, þínir !

Helgi Jóhann - Guðmundur og Skeggi !

Glámskyggni ykkar; sem fávizka - áunnin; eða meðfædd gerir það að verkum, að Halldóri síðuhafa ber engin skyldan til, að svara stagli ykkar.

Múhameðstrúar ómyndin; hefir ekkert með ákveðinn / eða ákveðna kynþætti að gera (geta verið; Hvítir - Gulir - Svartir - Brúnir o.s.frv.), heldur og; inngróna brjál semi eða áunna heimsku og fáfræði þeirra, sem hana iðka, ágætu drengir.

Áþekkt Gyðingdómnum; annarri Eingyðisdellunni, til.

Komi þessi mannskapur hingað; ber að viðhafa sömu aðferðir, og Spánsku Konungshjónin; Ferdínand og Ísabella viðhöfðu gagnvart Márum og Gyðingum.

Annað hvort; kasti þau trú sinni - aðlagist STRAX samfélaginu, eða fari ella, piltar.

Punktur !

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 00:29

6 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta fólk mun ábyggilega samlagast Íslandi með tímanum, ég efast hinns vegar að Halldór muni nokkurn tímann samlagast nútímanum.

Jón Ragnarsson, 30.9.2013 kl. 01:26

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sumir virðast ekki einu sinni vera tilbúnir til að aðlagast og virða grundvallaratriði stjórnarskrár okkar, svo sem trúfrelsi og jafnræðai. Ekki veit ég hvernig þeir geta krafist aðlögunar af öðrum.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.9.2013 kl. 02:52

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þeir sem tala um rasista eru sjálfir mestu rasistarnir. Fólk á Íslandi hefir kvartað í áratugi út af þessum skildu og heimatilbúnu reglugerðum. Hvernig getur fámennur hópur sagt að þetta sé í fína lagi. Lesa þau ekki blöðin. Heyra þau ekki hvernig málin eru hér í nágrannalöndum okkar. Vita þau ekki að meira að segja í Ameríku einangra múslímar sig og halda kjafti og hylma þekkta terrórista. Síðast og ekki síst. við erum með umboðsmann í Afganistan Ingibjörgu Sólrúnu sem hefir heitið sjálfri sér og þjóð að setja þessar byrgðar á okkur. Segið mér helgi og líkir. Hvað hjálpa 12 konur með börn milljónum kvenna þarna úti. Er það ekki rasismi að velja þær einar út úr hópnum.?

Valdimar Samúelsson, 30.9.2013 kl. 05:33

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Koma þessara flóttamanna til okkar hefur ekkert með Ingibjörgu Sólrúnu að gera. Þetta eru svokallaðir kvótaflóttamenn en það eru flóttamann sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óskar eftir því að við tökum að okkur. Við erum einfaldlega hluti af Sameinuðu þjóðunum og sem ein af þjóðum í alþjóðasamfélaginu ber okkur siðferðileg skylda til að leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að taka á flóttamannavanda heimsins.

Það hefur ekki verið vandamál hingað til að taka á móti múslimum og þeir hafa aðlagast alaveg jafn vel hér á landi og aðrir sem koma frá framandi menningasvælðum. Þessir flóttamenn hafa gert íslenskt samfélag fjölbreyttara og þar með áhugaverðara en það er.

Og að tala um að þetta muni auka lýkurar á að við verðum fyrir barðinu á hryðkuverkamönnum er svo mikið út úr korti að það hálfa væri nóg. Flestir flóttamann sem hingað hafa komið hafa reyns nýtir þjóðfélagsþegnar og gert íslendkur samfélagi gott.

Sigurður M Grétarsson, 30.9.2013 kl. 07:27

10 Smámynd: Elle_

Helgi Jóhann, það er ykkur ESB-sinnum tamt að kalla aðra rasista og þjóðrembinga, líka þó það komi málum ekkert við.

Elle_, 30.9.2013 kl. 07:59

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvort flokkast svona skrif undir fáfræði eða mannvonsku ?

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2013 kl. 09:38

12 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég hef nú enga ákveðna skoðun á þessum málum, en gaman væri að fá að heyra rökfærslu frá báðum aðilum, en þó fyrst og fremst frá þeim sem eru meðmæltir innflutningi á þessu eða öðru fólki. hvaða gagn er í því, eða hvort við séum að bjóða hættunni á að hér verði aldir upp hryðjuverkamenn. Dæmi eru um að menn sem fæddir eru til dæmis. í Danmörk eða í Bandaríkjunum,séu slíkir. Það er það sem ég er hræddur um að gerist hér. Þeir sem hraktir eru burt úr heimalandi sínu ala margir upp börn sín í hatri á ýmsum öðrum þjóðum! Allur er varinn góður!!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.9.2013 kl. 09:43

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður M Grétarsson.

 Ert að segja okkur að það sé siðferðisleg skilda að þjóðir heims taki allar þessar milljónir flóttamanna. Hversvegna er ekki siðferðislega skilda þessara þjóða sem þetta fólk tilheyrir. Er ekki betra að þetta fólk sé í sínum heimahögum. Villt þú fá fólk inn á heimili þitt væri það skipun sameiniðuþjóðanna. Ég veit svarið er nei. Þjóðin vill heldur ekki fá fólk af allt öðru bergi sprottin og það er ekki rasismi. Ef þetta væri giftingar á tek fram milli manns og konu þá væri hægt að réttlæta þetta en....eru ekki öll konuhús full að erlendum konum. Svara þú Sigurður.!!! Jón Ingi. Er það ekki mannvonska að velja nokkrar konur úr milljónum flóttamanna. Hvað með allt hitt fólkið.

Valdimar Samúelsson, 30.9.2013 kl. 09:51

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„þeir sem tala um rasista eru sjálfir mestu rasistarnir.“

Þessi setning er meistarasmíð. Ég skil hana að vísu ekki. En það hljóta að vera til gáfaðri menn en ég.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.9.2013 kl. 09:52

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er aldeilis fjör í ykkur sem skrifa. Þið hafið kannski séð að það eru komin 28 like á móti ykkur sem gagnrýnið skrifin.

Ég er nú ekkert að elta hvern einstakan skríbent núna.

En snúið dæminu við. Ég verð harðstjóri á Íslandi og ætla að jafna um einhvern ykkar vegna andrasískra skoðana. Hann leggur á flótta. Sómalía býðst til að taka við honum. Ætli hann myndi fíla sig þar og aðlagast þjóðinni?

Myndi hann heldur vilja vera hér en þar?

Mér finnst óskynsamlegt að sjá ekki fyrir sér vandamál sem þessum fólksflutningum fylgir. Hvernig geta menn látið sem að þau verði engin?

Halldór Jónsson, 30.9.2013 kl. 10:14

16 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Helgi Jóhann !

Grundvöllur þess; að beina Eingyðisfólkinu frá Íslandi, eða það kasti trú sinni er vitaskuld, að trúfrelsi verði afnumið. Eins; og staðan er í dag, gætu Ku Klux Klan, og ámóta ''geðþekkir'' ruðst hingað líka, í skjóli hins óviðunandi trúfrelsis, ágæti drengur.

Sigurður M - Jón Ingi, og Hjálmtýr; eru svona ámóta opnir fyrir þessum óboðlegu kreddum, eins og Helgi Jóhann - Guðmundur, og Skeggi; talandi um rasista í öðru hverju orði, eru þessir piltar ekkert að leiðrétta sínar ambögur, því hinir eiginlegu rasistar eru jú lærðir MANNFRÆÐINGAR, eins og kunnugt er, þeir einu, sem borið geta þann titil, hnökralaust.

''Fjölmenningar'' vinirnir ofantöldu; reyna að kaupa sér vinsædir hér á vefnum, með því að styðja komu fólks hingað, sem alist hefir upp við forneskju og óþverra, þeirra : Móse - Abrahams, og Múhameðs, en eru ekki stærri í sniðum en svo, að slíkt viðurkenna þeir ekki, hafa líklega ekki þor til þess, greinilega.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 12:24

17 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Vel mælt hjá þér, Óskar Helgi, og ég tek undir orð Halldórs.

Hinir geta átt þetta rasistakjaftæði fyrir sig.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 30.9.2013 kl. 13:15

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég þakka 42 like á facebook fyrir þessa grein.

Þar rakst ég á þetta

Guðrún Skúladóttir shared a link.

6 hours ago

Verða ekki íslensk stjórnvöld að fara að gera ráðstafanir hér á landi, er bara allt í lagi að hrúa inn ólíkum menningahópum án nokkurar ábyrðar, eða á að senda þann reikning á komandi kynslóðir...við sem erum ekki alin upp við kvennakúgun og ýmisslegt okkur framandi eigum líka rétt, rétt á því að upplifa okkur HEIMA í okkar eigin föðurlandi...

Hún skrifar þetta af því að Belgía, þar sem ESB á heima, er búin að setja búrkubann hjá sér. Hér er það ekki og stendur væntanlega ekki til meðan búsáhaldabyltingarsinnar gátu hlaupið um grímuklæddir og kastað grjóti án afskipta lögreglu. Það var einu sinni ákvæði sem bannaði mönnum aðgrímuklæðast á almannafæri. Það ætti að gilda til dæmis þegar eru myndir í RUV af glæpamönnum með hauspoka sem er verið að leiða í réttarsal. Algerlega hlægilegt,

Þakka öllum sem skrifað hafa athugasemdir þó misgáfulegar séu sumar.

Halldór Jónsson, 30.9.2013 kl. 14:05

19 Smámynd: Elle_

Ekki ætla ég að dæma þetta mál neitt en það er óþolandi að hlusta á Jón Inga bulla út í loftið um mannvonsku.  Voruð það ekki þið Brusselfarar sem kölluðuð alla andstæðinga mannhatara og útlendingahatara, rasista og útlendingahatara fyrir það eitt að vilja ekki Brussel og ICESAVE?

Elle_, 30.9.2013 kl. 19:58

20 Smámynd: Elle_

Þjóðrembingarnir mættu fylgja með.

Elle_, 30.9.2013 kl. 19:59

21 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á öllum tímum og hjá öllum tegundum upphefjast leiðindi  þegar tegund með framandi siði ræðst inná svæði friðsamra sérvitringa.

Venjulega láta þessir friðsömu sérvitringar sem engu skipti hvort viðkomandi undur koma af sjálfsdáðum eða að furðuverk innfæddra flytja þau inn.  Þessi furðuverk eru þeim einfaldlega furðuverk eins og svo gjarnan er með furðuverk.

Öllum tegundum hefur verið kennt að kunna fótum sínum forráð, kennt að halda tegund sinni við, með því að hafa í heiðri siði forfeðranna.  Siðir forfeðranna eru ekki allir eins á öllum stöðum.

Af hverju leiðist Múslíma kerlingum svo mikið heima hjá sér í Afganistan að þær geta ekki skilið skuflur sínar þar eftir.  Getur verið að þær séu en undir stjórn að heiman?    

Hrólfur Þ Hraundal, 30.9.2013 kl. 20:03

22 Smámynd: Benedikt Sigmundsson

Vanþekking og paranoja. Það er það sem þú hefur Halldór. Það þurfa ekki allir að verða eins til þess að geta lifað í sátt saman. Það er einkenni fáfróða sveitalubbans (redneck) að þola ekki eitthvað öðruvísi en hann sjálfur. Hann er eins og olía og vatn. Hann getur aldrei lifað í sátt nema allir séu steyptir í sama mót.

Benedikt Sigmundsson, 30.9.2013 kl. 20:20

23 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er siðferðileg skilda okkar að flytja annarra landa vandamál til okkar, vegna þess að fjölmenningarlegt ofbeldi er svo PC.

Allt sem þú veist og hefur lesið leiðir bara af sér vanþekkingu!

Ásgrímur Hartmannsson, 30.9.2013 kl. 20:34

24 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jón I. C. Kl. 9,38. Ég geri ráð fyrir að þú verðir að svara þessari spurningu sjálfur eins og svo oft áður.  Þeir vitringar verða aldrei til sem geta svarað spurningum þínum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 30.9.2013 kl. 20:54

25 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Helgi J. H. Kl. 23.52 og kl. 2.52. Þú ert snjall og trúlega ofsalega vitur maður. Þar með  ætti ekki að vefjast fyrir þér að hafa skýringar með þeim að liggjandi orðum sem þú geislar hér með umhverfið.  

Hrólfur Þ Hraundal, 30.9.2013 kl. 20:56

26 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Trúfrelsia er með stærri hlutum í grunvallarmannréttindum. Ég er ekki viss um að sumir sem hér skrifa átti sig á því hverju við erum að fórna ef vi afnemum trúfrelsi. Hvaða mannréttindi ætlum við þá að afnema næst af því að það er svo mikið vesen að bjóða upp á mannréttindi?

Það hefur engin haldið því fram að það fylgi því ekki vandamál og núningur þegar fólk frá mismunandi menningarheimum búa saman. En þegar fjölbreytin er orðin mikil og menn farnir að taka því sem eðlilegum hlut að fólk með mismunandi menningu og mismunandi trú búi saman og jafnvel stofni saman fjölkyldu þá minnkar þetta.

Menn þurfa að vara ansi bláeygir til að halda að hægt sé að komast hjá því að hryðjuverkamenn komi til landsins hvort sem það eru islamistar eða ku kux klan með því að afnema trúfrelsi.

Hvað trú innflytjenda eða hælisleitenda varðar þá er það mín skoðun að sæki menn um dvalarleyfi hér þá eigum við ekki einu sinni að spyrja þá hverrar trúar þeir eru. Það kemur málinu bara nákvæmlega ekkert við. Þeir verði síðan skráðir utan trúfélaga hjá Hagstofunni þangað til þeir sjálfir óska eftir því að breyta því.

Það sýmir vanþekkingu Hrólfs á aðstæðum þessara flóttamanna sem til stendur að taka við að spyrja af hverju þær skilji ekki slæðurnar eftir í Afganista. Það hefur komið skýrt fram í fréttum að þetta eru einstaæðar afganskar mæður og börn þeirra sem eru að koma hingað frá Íran þar sem þær eru búnar að vera flóttamenn í einhver ár. Það er því talsverður tími síðan þessir flóttamenn voru í Afganistan og þangað eiga þeir ekki afturkvæmt. Þeir njóta síðan engra réttinda í Íran enda ekki borgarar þar. Það er þess vegna sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að leita eftir vist fyrir þá í þriðja landi. Það gerir flóttamannahjálpin aldrei ef talið er í lagi að hafa þá áfram þar sem þeir eru.

En hvað varðar siðferðilegar skyldur þá er það svo að sú siðferðilega skylda að hjálpa þeim sem minna mega sín eða eru í vanda er algerlega óháð landamærum, þjóerni eða trúarskoðunum.

Sigurður M Grétarsson, 30.9.2013 kl. 23:01

27 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Þakka þér; drengilegar undirtektirnar, Jón Thorberg.

Sigurður M !

Líkt Benedikt Sigmundssyni; þrjóskast þú enn við, að viðurkenna einfaldar staðreyndir.

Innkoma þessa fólks hingað; KREFST einfaldlega afnáms trúfrelsis, ágæti drengur.

Reyndu ekki; að vera svona þver Sigurður minn - ég sæji okkur; mig og þig, özla austur til Afghanistan, og taka með okkur þá lífshætti, sem við höfum alist upp við hér, úti á Íslandi.

Að minnsta kosti; þætti mér snautlegt, að þurfa að vakna fyrir allar aldir, við spangólið í muezzínunum (mínarettu köllurunum) Sigurður minn, þó þú gætir horft yfir þessarra skrattakolla vein, þar eystra.

Og; umfram allt - ég geri ráð fyrir, að þekking Hrólfs vélfræðings sé drjúgum meiri, á aðskiljanlegustu þáttum mannlífsins, en okkar beggja til samans, Sigurð ur M Grétarsson !!!

Ekki lakari kveðjur; öðrum og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 23:27

28 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er einbeittur vilji múslima að troða sér inn í öll lönd og yfirtaka annara trúarbrögð / siði / venjur og aðlaga að hætti múslima, þetta er staðreynd sem þarf að stoppa.

Sævar Einarsson, 30.9.2013 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband