7.10.2013 | 08:30
Auðólfur læknir
Gunnarsson skrifar yfirvegaða og skynsama grein í Morgunblaðið í dag.
Þó að Auðólfur sé að nálgast þanna aldur að vera dæmdur óhæfur læknir vegna langrar reynslu sinnar þá er vert að velta því fyrir sér sem hann segir. M.a.þetta:
"......Ég minnist margra einstaklinga sem bjargað var frá bana vegna þess hve fljótt sjúklingarnir komust á spítalann þar sem sérhæft teymi brást hratt og rétt við ástandi þeirra og fáeinar mínútur skildu oft á milli feigs og ófeigs. .....
.... Í umræðunni um flutning sjúkraflugs til Keflavíkur gleymist oft að þótt aksturstími frá Keflavík til Reykjavíkur sé ekki mjög langur við bestu skilyrði getur bæst við hann veruleg töf vegna veðurs og slæmra akstursskilyrða og umferðaröngþveitis í nágrenni Lsp. á álagstímum.
Því hefur verið haldið fram að Vatnsmýrin sé svo dýrmætt byggingarland fyrir Rvk. að flugvöllurinn verði að víkja þótt vitað sé að jarðvegur mýrarinnar sé óheppilegur fyrir byggingar. Það vekur furðu mína sem gamals umhverfissinna að núverandi framverðir umhverfisverndar virðast láta sig litlu skipta þótt lífríki og friðland fugla í mýrinni eyðist og vatnsbúskapur væntanlega breytast þannig að Tjörnin laskist eða hverfi og þar með það lífríki og augnayndi, sem henni fylgir. Meira virðist skipta að koma í veg fyrir lagningu háspennulínu um Sprengisand vegna sjónmengunar þótt þar sé um að ræða afturkræfa framkvæmd sem fáir berja augum miðað við Tjörnina í Reykjavík.
Ég hef áður talað fyrir því að í stað þess að tjasla við gamlar og úreltar byggingar á Landspítalalóðinni og byggja dreift í lágreistu plani, verði nýjum spítala fundinn staður þar sem yrði greiðari aðgangur og unnt að byggja færri en háreistari byggingar en á núverandi stað. Slíkt mundi auðvelda öll samskipti starfsfólks og gera flutninga sjúklinga og vista í lyftum mögulega, í stað þess að aka þeim á vögnum eftir löngum göngum. Nauðsynlegt er að bráðaspítali hafi gott aðgengi og umferðartafir mega ekki hindra komu mikið veikra sjúklinga á spítalann í tæka tíð.
Ég tel því að nýr spítali yrði betur staðsettur annars staðar en á núverandi lóð, t.d. í Fossvogi, á Vífilsstöðum eða Keldum. Sennilega yrði viðbygging við spítalann í Fossvogi raunhæfasti kosturinn til að leysa bráðavanda Landspítalans. Í stað þess að taka Vatnsmýrina undir byggingar og fórna þar með lífríki hennar og flugvellinum, mætti við flutning Landspítalans nýta það land sem losnaði og sumar byggingar, sem þar eru, fyrir aðra starfsemi tengda háskólunum og miðbæ Reykjavíkur, t.d. stúdentagarða og hótel. Þaðan gætu stúdentar gengið í skólann og aðrir sótt sér þjónustu í miðbæinn.
Þótt Landspítalinn sé stór vinnustaður er fátítt að starfsfólk hans eigi erindi í miðbæinn. Ýmis önnur starfsemi styður betur við blómlegan miðbæ.
Í mínum huga má líkja skipulagi og umferðaræðum borga við hjarta- og æðakerfi mannslíkamans. Ef æðar þrengjast eða lokast, koma fyrst kvalir og síðan drep í viðkomandi líkamshluta. Ef hjartað stöðvast deyr allur líkaminn. Miðborgar, sem er án miðlægs samgöngukerfis og greiðra umferðaræða, geta beðið svipuð örlög.."
Þarna kemur fram verkfræðileg hugsun í logistics sem menn mættu taka eftir þar sem þetta kemur frá gömlum lækni með reynslu. Þetta sem Auðólfur nefnir með lárétta og lóðrétta flutninga innan spítala er auðskilið öllum öðrum en borgaryfirvöldum í Reykjavík.
Ég fullyrði samt fyrir ólæknandi Kvosarsinna að að sambýli 20 hæða turns á Landspítalalóðinni og aðflugs að norður- suður brautinni verður hið ágætasta og ekkert öðruvísi en að fljúga ekki á Hallgrímskirkju. Og að fljúga á Alþingishúsið er ekkert öðruvísi slys en að fljúga á eitthvað annað hús eða að jafnvel fá loftstein eða sprengjubrot í hausinn í Austurstræti. Lífið er hættulegt hvernig sem á það er litið þó maður reyni sitt besta til að forðast hættur.
Það er fengur í svo frábærri grein sem Auðólfur Gunnarsson skrifar. Við flugumst á ungir strákar í skógræktinni í gamla daga og vorum samverkamenn og perluvinir í mörg ár. Það má treysta Auðólfi Gunnarssyni til að hafa vit á því sem hann talar um, hvort sem það er flugvallarmál, spítalabyggingar eða náttúruvernd. Hann fer ekki með fleipur karlinn sá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það ætti að kanna þennan vinkil á byggingu Landspítalans áður en haldið er lengra
Sigurður Sigurðsson, 7.10.2013 kl. 11:00
Blessaður Halldór.
Þetta með fleipurnar ferð þú heldur ekki með í þessari grein.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2013 kl. 11:22
Ég las þessa góðu grein Auðólfs með kaffisopanum í morgun og var sammála hverju orði.
Menn hljóta að taka mark á skynsamlegum skrifum hans, enda er Auðólfur með langa reynslu vegna starfa erlendis og á Íslandi, og er líklega mikill náttúruunnandi síðan hann vann hjá skógræktinni í gamla daga, þar sem menn kynntust alvöru náttúruvernd af eigin raun.
Ágúst H Bjarnason, 7.10.2013 kl. 11:27
Takk fyrir þetta Sigurður. Mér finnst ég alveg sjá það fyrir mér að lyftur séu hraðvirkari en hlaupahjól.
Ómar, aflvaldur Austurlands, takk fyrir undirtekt.
Halldór Jónsson, 7.10.2013 kl. 11:28
Grein Auðólfs læknis var rökföst og ánægjuleg tilbreyting frá froðusnakki samfylkingarlæknisins sem ræður Borginni.
Þorkell Guðnason, 7.10.2013 kl. 12:59
Sammála þessu með staðsetningu að núverandi Landspítalalóð er allra versti kostur. Hins vegar tel ég betri kost þegar komið er upp úr Ártúnsbrekkunni að Keldum því núverandi gatnagerð er lang best hönnuð þar og nóg rými. Held að Borgaspítalalóðin sé líka orðin slæmur kostur vegna búið að þrengja of mikið að staðnum. Vífilstaðir væri betri kostur.
Ég er ósammála því að byggja hátt hús. Flöskuhálsinn væri þá ekki umferð heldur lyfturnar. Miklu nær væri að hanna húsið eins og sól þar sem innkoman væri í hringnum og út frá því væru stuttir gangar með mk. tveimum lyftum hver. Auðvelt væri að byggja ofan á slíkar einingar. Mun skilvirkara en ein há bygging.
Rúnar Már Bragason, 7.10.2013 kl. 21:37
Keli, ég hef meira álit á Auðólfi sem lækni en honum Atterdag. Hefur hann nokuð læknað lengi? HAnn er alltaf að tala við Gnarrinn og það getur varla farið saman við vísindamennsku.
Rúnar, ég get alveg séð fyrir mér að þetta form gæti virkað og þá líka þótt það væri margar hæðir. Einn turn eins og Borgó er kannski ekki sá hentugasti. En svona hjól þar sem lyftum væri raðað í hringinn og stuttir gangar, það líst mér vel á. Er ekki til einhversstaðar svona spítali?
Halldór Jónsson, 7.10.2013 kl. 23:38
Hef ekki þekkingu á hvar þetta hefur verið gert en heyrði af þessu í samtali og þá fylgdi ekki hvaðan það kom.
Hugmyndin er samt greinilega þekkt og með smá google þá fann ég þetta sem dæmi: http://redevelopment.northlanddhb.org.nz/index.php/plans-maps/plans-stage1a/
Rúnar Már Bragason, 8.10.2013 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.