Leita í fréttum mbl.is

Landeyjahöfn

er nokkuð ljóslega byggð á vitlausum stað.

Kaninn ætlaði að byggja höfn vestar, við Þykkvabæ. Þar er sandburður minni að því að mér er fortalið. Nú kostar pumperíið í Landeyjahöfn 700 milljónir á ári. Þrisvar sinnum fæðiskostnaðinn sem sjúklingar eiga að borga skv. fjárlagfrumvarpinu.

Landeyjahöfn hefði ég viljað hreinsa með því að leggja Markarfljót þannig að það megi hleypa því í höfnina til að skola hana út. Þá þyrfti minna að dæla væntanlega inn í höfninni. Svo er Herjólfur óheppilegt skip til að nota þar ef hann þarf að snúa sér þar inni.

Ég hitti mann sem býður ferju sem kostar 3 milljarða sem gengur jafnt áfram og afturábak. Ristir mun minna en Herjólfur. En er þá kannski líka verra sjóskip. Hvað skyldi eiga að gera í þessu ferjumáli annars?Taka einhvern gamlan bát af Snæfellsnesi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Breiðafjarðarferjan Baldur reyndist okkur með afbrygðum vel........

Vilhjálmur Stefánsson, 8.10.2013 kl. 16:31

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fyrst menn halda í þessi dómadags mistök, þá er skilur maður af hverju svo margir vilja ganga í ESB. Það er orðin tíska að sigla sig lens á Íslandi.

Svo mæli ég með því að Vestmannaeyjar fái sjálfstæði og 2 mílu landhelgi í fæðingargjöf.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.10.2013 kl. 06:42

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Víst eru sumir staðir, þarna á sandinum, skárri en aðrir.  En það breytir ekki því að hvergi á suðurströndinni getur verið höfn.  Það er á mörkunum að höfnin á Hornafirði sé nothæf og Landeyjahöfn er ekkert annað en KLÚÐUR.............

Jóhann Elíasson, 9.10.2013 kl. 08:21

4 Smámynd: Þorkell Guðnason

Höfuðborgin væri Hella og Keflavík fiskiþorp EF..

Þegar Kóreustríðið var í algleymingi, um miðja síðustu öld, stóð Bandaríkjaher fyrir ítarlegum rannsóknum á hafnaraðstæðum við Þykkvabæ. Niðurstaðan var að óskað var heimilda til að gera stórskipahöfn þar og millilandaflugvöll á Geitasandi skammt frá Hellu. Íslenskir valdhafar komu í veg fyrir að af yrði en gáfu heimamönnum ítrekað undir fótinn um hafnargerðina. Síðast árið 1978, þegar opinber stofnun teiknaði samskonar höfn og síðar varð að Landeyjahöfn.

Ef bara blessaður Kaninn hefði þá fengið að ráðstafa

dölunum sínum í þessi verkefni. Þá væri Hella líklega miðstöð samgangna landsins - hálendisvegir norður og austur - Þykkvibær, hafnarbærinn - enginn þyrfti að muna hvar þessi Keflavík væri og enginn lóðaskortur þjakaði Reykjavík - þangað hefði enginn neitt að sækja.

Þorkell Guðnason, 9.10.2013 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 3418270

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband