Leita í fréttum mbl.is

Vandi Sjálfstæðisflokksins

í Reykjavíkurborg sést hvað best á skoðanakönnunum sem sýna mikið fylgi við Gnarristana og jafnvel Samfylkinguna líka.Fólkið virðist ekki lengur treysta Sjálfstæðisflokknum til forystu í borgarmálum. Flokki sem áður hafði hreinan, og miklu meira en það, meirihluta svo kjörtímabilum skipti.

Vatnaskilin í Reykjavík urðu þegar Davíð hvarf af sviðinu og þeir sem eftir voru sýndu sig í því að geta ekki staðið sjálfir eftir. Síðan hefa engir einstaklingar komið fram sem afgerandi forystumenn fyrir flokkinn. Hann hefur verið meira og minna undirlagður af forystuvandamálum sem hafa magnast heldur en minnkað  og afleiddri langri eyðimerkurgöngu í minnihluta.

Enn heldur gamall borgarfulltrúi að hans  bíði forystuhlutverkið.  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fylgdi Gísla Marteini að skipulags-og flugvallar málum. Áður hafði hún iðrast gerða sinna í sambandi við samstarfið við Ólaf lækni Magnússon sem mörgum fannst ekki skemmtilegt að lesa. Þar áður hafði hún sent fræg skilaboð yfir til andstæðinganna að hún væri  til í allt án Villa" og sýndi þar flokkshollustu sína. Heldur Þorbjörg Helga virkilega að hún  passi í oddvitahlutverkið með alla þessa sögu á bakinu?  Manneskja sem ætlar að valta yfir stuðningsmenn Reykjavíkurflugvallar og loka honum fái hún til þess fylgi?   Gísli Marteinn ákvað að hætta við að sækjast eftir oddvitahlutverkinu vegna skoðana sinna sem ekki voru til vinsælda fallnar og hann vildi ekki af láta.  

Persónulega hef ég mikla trúa á Júlíusi Vífli og Kjartan Magnússon finnst mér skörulegur og skynsamur. Marta Guðjónsdóttir er líka skörulegur frambjóðandi. Þorbjörg Helga og Áslaug Frðriksdóttir  eru flugvallarféndur eins og Gísli Marteinn var og er. Gísli hætti frekar en að skipta um skoðun.

Sjálfstæðismönnum í Reykjavík er vandi á höndum ef þeir ekki geta sameinast um forystumenn sem hafa það sem þarf til að bera. Kjósendur þurfa að trúa á fólkið sem ætlar að leiða flokkinn tl áhrifa á ný. Það er því ótrúlegt að fólk ætli að kjósa áframhald núverandi Borgarstjórnar miðað við ástand borgarmála. Þau blasa við í hnotskurn þegar ekið er frá Ögurhvarfi í Kópavogi og stefna sett til austurs inn í land Reykjavíkurborgar. Umhverfisbreytingin sem við tekur frá snyrtilegum götum í Kópavogi er sláandi og gerir Kópavogsbúum auðveldara að sætta sig við sitt fólk í bæjarstjórn. 

Miðað við stöðu mála í Borginni þykir mér merkilegt ef Framsóknarflokkurinn sér sér ekki leik á borði og bjóða fram til  Borgarstjórnar. Mann hafa þeir sem gæti unnið sigur þar sem er Óskar Bergsson. 

Ég held að fólk kjósi ekki Gnarristana eða Samfylkinguna í Reykjavík vegna þess hversu glæsilegir fulltrúar þessara flokka séu eða hvernig þeir hafi stjórnað síðasta kjörtímabil. Eina ástæðan fyrir þessu gengi þeirra getur verið að fulltrúar annarra flokka séu ekki nægilega sannfærandi sem einstaklingar eða flokkur.

Og þetta á ekki bara við um Reykjavík. Í Kópavogi vantar talsvert á að Sjálfstæðismenn hafi unnið sér nægilegt traust kjósenda. þar þarf að verða breyting á ef kjósendur eiga að sannfærast um ágæti flokksins og veiti honum þann styrk sem til þarf.

Sagt er að Ómar Stefánsson, fulltrúi Framsóknar í Kópavogi,  ætli að hætta. Þeir Framsóknarmenn  hafa ekki komið fram ennþá sem geta reist flokkinn til fyrri áhrifa sem þier höfðu í tíð Sigurðar Geirdal sem þrefaldaði flokkinn á jafn mörgum kjörtímabilum.

Ég held almennt að þetta gamla fyrirkomulag með bæjarfulltrúa í illa launuðu aukastarfi sé búið að ganga sér til húðar. Bæjarfulltrúum þarf að fækka og þeir eiga að gegna því sem aðalstarfi þannig að kjörinn fulltrúi sé yfirmaður hvers stjórnsýslusviðs fyrir sig. Þá er enginn spurning um hvar ábyrgðin liggur og kjósendur geta farið beina leið að stjórnsýslunni þegar mál koma upp.

Það er nefnlilega vandi Sjálfstæðisflokksins eins og annarra flokka, ef hæfasta fólkið telji sig betur komið einhversstaðar annarsstaðar en í stjórnmálum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Flokkurinn/flokkarnir eru ekki þjóðin.

Þorbjörg Helga vill leggja niður landbúnaðar-niðurgreiðslurnar, til að hún geti notað fjarskiptatækin sín ókeypis út um alla veröld með niðurgreiðslum skattborgara.

Gísli Marteinn er að byrja með "Stundina Okkar" í Íslenska barnatímanum hjá Ríkisútvarpinu skattborgara-niðurgreidda. Gísli Marteinn er góður strákur, eins og svo margir strákar og stelpur sem flækjast í stjórnmálanetinu.

Lítur þetta ekki bara ljómandi vel út, Halldór minn? Var ekki búið að byggja traustar stoðir á Íslandi, undir lýðræðið, siðferðið og réttlætið í landinu Dómara-blessaða?

Ég gat bara ekki stillt mig um að koma með þessa gagnrýni núna, og vona að mér syndugri, mannlegri og óflokksbundinni fyrirgefist hvatvísin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2013 kl. 16:40

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Geta borgarbúar ekki telft fram neinum nýjum öflum þessu tengdu?

Jón Þórhallsson, 13.10.2013 kl. 17:53

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það var hægt að stríða kommunum Við Norðfjörð þá maður var ungur, en að slást við þá þíddi ekki neitt.   Það voru þeir sem réðu peningunum og svipað er uppi hér við Grundafjörð, nema hvað að kommarnir hér eru í Sjálfstæðisflokknum.    

Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2013 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband