Leita í fréttum mbl.is

Kosningabombur

Gnarristanna og Dags B. voru sprengdar í gær. 

Eftir kjörtímabilslangt aðgerðaleysi í húsnæðismálum ætla þeir að byggja 2500 leiguíbúðir. Og helst á þéttingarsvæðum Reykjavíkur  á Flugvellinum og við Slippinn.

Íbúðir á svæðum þar sem söluverð fermetrans er 700.000 krónur verða sjálfsagt eftirsóknarverðar fyrir húsnæðislaust barnafólk. Það er eins gott að þeir sem leigja hafi góð fjárráð eigi hagstæðrinar að ganga upp. Að öðrum kosti verður að niðurgreiða leiguna meira en þegar er gert.

Ekki heyrðist tiltakanlega mikið í Sjálfstæðismönnum þegar Dagur B. sprengdi þessar fyrstu kosningabombur eftir þennan langa tíma aðgerða-og úrræðaleysis. Kannski eru þeir bara orðnir uppgefnir á að reyna að rökræða við fólk af þessu sauðahúsi Hofsvallgötuþrenginga og andbílisma. Láta þetta bara yfir sig ganga.

En samkvæmt skoðanakönnunum er það ekki nóg til að endurheimta trú kjósenda á Sjálfstæðisflokknum. Fylgi Gnarristana er um leið einkunnagjöf til Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Getur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sprengt einhverjar kosningabombur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að stjórnmálamenn eru uppgefnir að gera vinnuna sína, þá eiga þeir að segja af sér og hleypa öðrum að sem er fullir af lífi og orku sem koma til með að svara svona heimskulegum kosningabombum frá Gnarrinum og Degi B.

Svona vitleisis kosningarbombu verður að svara með röksemd annars fer fólk að halda að þetta sé mjög góð hugmynd.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 18.10.2013 kl. 18:52

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór

Þessi kosningabomba Dags o/co er sannarlega í takt við annað á þeim bænum og er ég þér hjartanlega sammála hvað þau mál varðar varðar, en ég verð líka að taka undir athugasemd Jóhanns, hvað endurnýjun þreyttra borgarfulltrúa varðar. Það verður ekki af því skafið, að meirihlutinn og ekki síður fölur og litlaus minnihlutinn þarfnast hvíldarinnar.

Ég skora enn og aftur á framboð á borð við Flokk heimilina og Dögun að fara fram saman og hrista upp í ósómanum og væri ágætlega við hæfi að kalla þá breiðfylkingu Flokk fólksins, með allt það litríka hugsjónafólk á borð við Andreu og Halldór nafna þinn, í Holti í fararbroddi.

Jónatan Karlsson, 19.10.2013 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband