21.10.2013 | 09:22
Burt með Schengen
er b oðskapur Helga Helgasonar stjórnmálafræðings úr Kópavogi.
Helgi segir m.a.:
"Það vakti athygli mína að í annars ágætri grein sem innanríkisráðherra skrifaði í Mbl. 12. október minnist hún ekki einu orði á eina verstu vá sem riðið hefur yfir íslenskt samfélag. Nefnilega Schengen. En eftir að hafa fylgst með þróun Schengen hér og annars staðar kemur mér það ekki sérlega mikið á óvart að yfirmaður þess ráðuneytis sem fylgdi því hvað harðast eftir að við gengjum í Schengen sé strax orðin samdauna því ásamt embættismönnum sínum.
Ögmundur Jónasson setti fram mjög trúverðuga kenningu sem hann kallaði ESB-heilkenni embættismanna. Þar útskýrði hann hvernig embættismenn fara ósjálfrátt að tala fyrir inngöngu í ESB vegna þess að málaflokkurinn býður upp á endalausar ferðir á ráðstefnur um alla Evrópu og verður að óbeinni launahækkun eða veitir ýmis fríðindi og lætur embættismanninum finnast að hann og skrifborðið séu gríðarlega mikilvægur hlekkur í framtíðarvelferð landsins.
Þannig virðist þetta líka vera með Schengen. Ef skoðað er hverjir innan stjórnsýslunnar mæla þessu misheppnaða og tilgangslausa samstarfi bót má sjá að það er yfirleitt efsta lag lögreglu og embættismanna í stjórnsýslunni. Þetta er einmitt fólkið sem Vilmundur Gylfason kallaði möppudýr. Oftar en einu sinni hafa óbreyttir lögreglumenn og félög þeirra ályktað um gagnsleysi Schengen. Í hvert sinn sem umræðan um hætturnar sem leynast í Schengen verður hávær bregðast embættismenn við með skýrslum þar sem tíundað er hversu gott það er fyrir þjóðina að vera í Schengen og iðulega tínd til rök sem falla að því....
.......Öll rök hníga að því að við eigum án tafar að segja upp Schengen. Þegar menn gera rannsókn í aðferðafræði leitast þeir við að bera saman atburði fyrir og eftir. Við vitum að fyrir Schengen þreifst ekki mansal á Íslandi, skipulögð glæpastarfsemi var nánast ekki til, fáir fangar voru útlendir glæpamenn, fíkniefni voru tæpast framleidd í stórum stíl í landinu. Og nú er það nýjasta nýtt, erlendir útigangsmenn eru orðnir svo ágengir að íslenskir útigangsmenn fá ekki lengur pláss í gistiskýlum ætluðum þeim (DV. 28.8. 2013). Á maður að hlæja eða gráta?
Á sama tíma og innanríkisráðherra skrifar fallega grein um hvað henni er annt um öryggi okkar hinna er allt við það sama og öryggi borgaranna getur bara versnað með áframhaldandi veru í Schengen. Og á meðan sækir efsta lag embættismanna í lögreglunni og innanríkisráðuneytinu áfram kampavíns- og koníaksfundi í Brussel eða fer í vettvangsferðir til Estrasaltsríkjanna til að sjá með eigin augum rússneska glæpamenn kaupa sér aðgang að Schengen á landamærunum eins og íslenska embættiskonan lýsti í fjölmiðlum fyrir stuttu.
Og hver voru viðbrögð hennar? Jú, þetta kom henni á óvart! Svo ekkert meira með það, því á eftir beið slökun á hótelinu, þægileg flugferð til Íslands og dagpeningar á eftir. Þjóðin vill úr Schengen. En duglausir embættismenn og stjórnmálamenn þora ekki. Þarf virkilega að fara að safna undirskriftum enn eina ferðina til að koma vitinu fyrir þetta fólk?"
Ég get ekki annað en tekið hressilega undir með Helga vini mínum. Glæpastarfsemin sem hefur flætt yfir okkur er öll tilkomin vegna þessarar niðeufellingar á landamæragæslu sem Schengen hefur fært okkur. Við ættum að segja þessu samstarfi upp eða túlka það að eigin geðþótta eins og Danir gerðu.
Burt með opin landamæri til Íslands, Verum ekki að flytja inn vandamál þegar við eigum kappnóg af þeim sjálf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Formaðurinn var spurður á fundi upp í Hlíðarsmára,hvort hann styddi afnám Shengen,hann svaraði nei. Í bili þokum við því ekkert,nema þá helst ef embættismenn túlkuðu það af eigin geðþótta að hætti Dana.
Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2013 kl. 09:53
Halldór ég er alveg hissa á því að við skulum ennþá vera í Schengen. Það sjá allir hvað þetta er vont fyrir okkur, nema möppudýrin. Þarf virkilega undirskrifta söfnun til að ganga úr þessu apparati, það virðist þurfa orðið undirskriftasöfnun fyrir of mörgum málum sem eru áríðandi!!
Eyjólfur G Svavarsson, 21.10.2013 kl. 10:41
Tek undir hvert orð í grein Helga Helgasonar í MBL í dag og það er mér áhyggjuefni að ekki skuli vera til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem sér hagsmuni sína í að sinna vörnum.
ESB límið sem límdi saman Icesave kjánana í Sjálfstæðisflokknum hefur ljóslega verið ansi seigt.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.10.2013 kl. 12:41
Takk fyrir þetta Helga. Björn Bjarna hefur varið þetta í líf og blóð sem sá eini frammámaður okkar sem ég hef heyrt í um þetta.
Eyjólfur og Hrólfur. Ég held að við getum verið í Schengen en haft vegabréfaskylduna eins og okkur sýnis ef það er málið. Það þarf bara að spíssa möppudýrin í ráðuneytunum af eins og Helgi bendir á.
Halldór Jónsson, 21.10.2013 kl. 13:13
Ég var svo bjartsýnn að ég gerði ráð fyrir að þetta yrði eitt af fyrstu embættisverkum nýrrar ríkisstjórnar, að losa okkur út úr frjálsu flæði glæpamanna til Íslands.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 21.10.2013 kl. 13:39
Þetta er svolítið skondin umræða. Nýlega voru gerðar opinberar upplýsingar um afbrotatíðni í ríkjum innan ESB. Þar kom í ljós að langmesta og raunar eina aukningin á afbrotatíðni var í Bretlandi og á Írlandi. Það er sérstakt vegna þess að þetta eru einu ríkin í ESB sem eru ekki aðilar að Schengen :)
Það er nefnilega þannig, gagnstætt því sem flestir halda að afbrotatíðni er á hraðri niðurleið um allan hinn vestræna heim. Ísland er ekki undantekning í því. Heimur afbrotamanna hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum og harðnað, en hvort Schengen er endilega ástæða þess held ég að sé vafasöm fullyrðing. Á hverjum degi eru fréttir um handrukkara og ofbeldismenn sem öllum er talin stafa ógn af. Þeir eru sífellt mynd- og nafnbirtir, en kannski hafið þið tekið eftir því að það er ekki eitt útlent nafn á meðal þessara heimilisvina þjóðarinnar.
Hvort það sé eitthvað vit í að vera í Shcengen samstarfinu veit ég ekki og hef efasemdir um það, en það hefur ekki kostað okkur flóðbylgju afbrota eins og leiða má af umræðunum að framan.
Halldór Þormar Halldórsson, 21.10.2013 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.