Leita í fréttum mbl.is

Hrafnaþing

Ingva var á dagskránni hjá ÍNN í kvöld. Ingvi sjálfur situr í Key Largo og talart í gegnum Skype sem gerir það að verkum að hann líkist meira Kermit froski en Ingva Hrafni á skjánum og röddin eftir því.

En það var ekki aðalatriðið. Ingvi var áður búinn að lýsa því yfir að Þorbjörg Helga Vigfússdóttir væri frambjóðandi hans og stöðvarinnar til borgarstjóra. Þorbjörg þessi er þekkt fyrir flugvallarfjandskap sinn og einstakri víðsýni og flokkshollustu í pólitík,  sem fram kom einkar vel á miðanum  þar sem stóð á "til í allt án Villa". Hún er búin að vera lengi að puða í pólitík en frekar lítt miðað.  Hún er gift einum mesta fjárplógi landsins, Hallbirni Karlssyni sem er mikill skuldsettraryfirtökukóngur eins og þeir gerðust bestir fyrir hrun. Bankarnir settu hann nýverið yfir Haga sem reka Bónus, Hagkaup og fleira úr gamla Baugsveldinu ásamt Árna Haukssyni manni Ingu Lindar. Báðir þessir kallar færu létt með að kaupa pólitískar auglýsingar fyrir konur sínar.

En sjálfsagt hefur fjárþörf Ingva Hrafns ekkert með slíkt að gera. Þetta er hans einbeitta pólitíska sýn fyrir Reykjavík og Sjálfstæðisflokkinn að alþýðukonan Þorbjörg Helga muni vinna borgina úr höndum Gnarristanna og DayBee´s. Að vísu virðist Þorbjörg Helga ekki reikna með því alfarið að Reykvíkingar muni kjósa hana til meirihlutavalds í Borgarstjórn því hún lagði sig mjög í líma með að byggja brýr yfir til meirihlutaflokkanna. Einkum hafði hún áhyggjur að heilsu Samfylkingarinnar eftir kosningar.

Þarna var líka með henni  annar flugvallarfjandmaður Áslaug María Friðriksdóttir sem er dóttir fyrrum Landsvirkjunarforstjórans , bankaráðsformannsins og bákniðburtsbrjótsins Friðriks Sophussonar og því fædd inn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Þorbjörg Helga var heldur spör á að leyfa henni að tala og mátti ráða af því að hún Áslaug María verði ekki endilega ofarlega á lista með henni Þorbjörgu Helgu í fyrsta sæti. Meira að segja Hallur, Gulli og Jón Kristinn urðu að vera annarsstaðar þegar þessar konur fengu þáttinn. Enda allir hallir undir flugvöllinn.

Ingvi Hrafn kannski gefur skýringar síðar á því hversvegna hann kemst að þessari pólitísku niðurstöðu sem auðvitað er alveg óháð fjárhagslegri velgengni ÍNN. Hvað sem Jónína Benediktsdóttir segir um Ingva Hrafn í Morgunblaðinu í dag, þá hef ég gaman að horfa  á ÍNN og dáist að dugnaðinum í Hrafninum sem er allt í öllu á stöðinni og býr til afbragðs þætti. Og ég þoli alveg þegar hann tekur hressilega upp í sig og krunkar skýrt um menn og málefni.

Hugsanlega ætti Hrafninn, stöðvarinnar vegna,  ekki að blanda sér í svona prófkjör Sjálfsæðismanna af diplómatískum ástæðum. Svona eins og til dæmis hann Obama sem er nú steinhættur að hlera hana Merkel.

Hrafnaþing er góður þáttur hvort sem Hrafninn er eins og hann er fjaðraður eða líkist Kermit froski í gegnum Skæpið. Boðskapurinn kemst til skila.

Ég segi því : Áfram ÍNN ! Þó að ég taki ekki við honum í þetta sinn frá þessu Hrafnaþingi um borgarstjórefni Ingva Hrafns. En ég deili áhyggjum með Jónínu Ben af gengisleysi Framsóknar í skoðanakönnunum. Ég hef enn mikla trú á Óskari Bergssyni til góðra verka fyrir þann flokk.

Mér myndi þykja gaman að sjá Jónínu og séra Gunnar læsa klónum í Hrafninn . Þá yrði víst handagangur í öskjunni og fiðrið fljúga á Hrafnaþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góð greining, félagi Halldór. Mann grunar nú að það verði ekki mikill meðbyrinn sem "óvinir" eða "óvinkonur" flugvallarins fá í prófkjörinu. En gott fyrir ÍNN að fá góðan stuðning.

Verður ekki að teljast líklegt að "flokksframboðið" taki fyrsta sætið og að Kjartan Magnússon verði í öðru, enda búinn að standa sig vel á farsælum ferli. Það er hætt við að vegna dreifingu atkvæða í 1. sæti muni þeir sem bíða lægri hlut þar lenda neðarlega á lista. Mætti segja manni að Marta gæti náð góðu sæti, 3. eða 4. ef hún spilar rétt úr sínum spilum....

Ómar Bjarki Smárason, 26.10.2013 kl. 00:54

2 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þetta er kjarnyrt hjá þér að venju.

Mér hefur þótt afar miður hvaða pól Áslaug hefur kosið að taka í máli flugvallarins. Taldi mig þekkja hana að víðari sýn og meiri skynsemi, eins og mér virðist málflutningur hennar um samspil bóta við lægstu laun vera til marks um.

Áslaug gæti ennþá valið að opna augu sín fyrir staðreyndum um flugvöllinn. Hvernig staðið var að ákvarðanatökunni 1940. Blekkingarleiknum sem viðhafður var við kosningarnar 2002. Mikilvægi flugsarfsemi fyrir eyþjóð hér við nyrsta haf og hvers þarf með svo hún þrífist o.s. frv.

Ég bind vonir við að svo megi verða og óska Áslaugu því alls hins besta.

Þorkell Guðnason, 26.10.2013 kl. 02:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hefði viljað sjá -Inn- í kvöld,en álpaðist að horfa á gamla verðlaunamynd,sem var auðvitað búið að sýna áður á RÚV.,En það er rétt að Ingvi verður ansi fölur og gúmmílegur á Skype,mér finnst hann líkjast fóstri séðu í sónar,en honum er örugglega alveg sama blessuðum,er bara hann á Inn. Mér þykir það fréttnæmt að Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson,séu að stjórna Högum,hélt hann Finnur Árnason væri ennþá forstjóri, enda einn af þeim sem keyptu sig inn í firmað. Gengi Framsóknar er eðlilegt fólk lætur PR.menn espa sig í hneysklan á fríi forsætisráðherra og trúir að ekkert sé verið að vinna ef þeir eru ekki singt og heilagt að gaspra í fjölmiðlum,eins og Steingrímur gerði,án sárafárra andmæla,þeir ,áttu, þetta allt. ..... Höfuðborgin ... ég held að Sjálfstæðisflokkurinn vinni borgina núna.þótt það verði tæpt.

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2013 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband