Leita í fréttum mbl.is

Náttúrupassinn

er eitthvað sem ég ekki skil.

Mér skilst að hann verði einskonar nefskattur eins og útvarpsgjaldið sem leggst á alla og fyrirtæki líka og átti að renna til  RÚV. Sem hann gerir svo auðvitað ekki og rennur í ríkissjóðshítina í staðinn. Alveg eins og bensínskatturinn átti að fara til vegagerðar en má segja að renni beint í niðurgreiðslur til landbúnaðarins í staðinn. Verður ekki sama með Náttúrupassann?  Pólitíkusar  veita honum þangaðí kjördæmin sín  sem þeim hentar?

Það gengur flott hjá strákunum að selja inn á Kerið í Grímsnesi. Allir borga glaðir 2 evrur eða 3 dollara. Það fer að líða að endurbótum á umhverfinu þar. Það er mikil traffík líka í október er mér sagt.

Nú ætla þeir að fara að selja inn á Geysissvæðið. Ríkið er á móti því út af fyrirhuguðum Náttúrupassa. Á að bíða eftir því? Endurbætur á svæðinu eru löngu tímabærar.

Og ég held að það eigi að setja borholu í Geysi, eins og gert var við Strokk á sínum tíma, til að hressa uppá þann gamla sem er steinhættur  að geta gosið vegna vatnsleysis. Það yrði aldeilis  gott fyrir túrismann að geta boðið aukalega upp á alvöru Geysisgos.

Það á að selja inn á hvern stað fyrir sig. Þá borga menn fyrir það sem þeir eru að skoða. En ekki að greiða fyrir einhverja staði sem enginn vill skoða með einhverjum Náttúrupassa. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Algerlega sammála þér Halldór, þannig skilar það sér best eins og víða erlendis. Þar borgar maður á staðnum og allt í sómanum.

Eyjólfur G Svavarsson, 3.11.2013 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418448

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband