Leita í fréttum mbl.is

Verðhækkanir

virðast æða áfram án þess að fréttist af viðleitni leiðtoganna til að reyna að halda aftur af fólki. Verðhækkanir leiða til verðbólgu?  Verðbólga hækkar skuldirnar hvað sem áformum Framsóknar um skuldaaðlögun líður. Hún virðist feig áður en hún byrjar. Allt fer í sjálft sig vegna þess að þjóðin tekur sig ekki saman í andlitinu og slær skjaldborg um krónuna sína.

Einokunin í landbúnaðargeiranum hækkar vörurnar purkunarlaust bara svo að hún hafi það áram ágætt. Einhverjir þvæla um forsjá í næringarfræði sem afsökun.  Gjaldskrárhækkanir hjá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum miða við það sama. Að hækka fyrir sig því neytandinn kemst ekkert annað.

Voru ekki verðstöðvanir settar á á fyrri velmektardögum Famsóknar? Voru ekki búnar til leiftursóknir gegn verðbólgu áður menn fundu upp þjóðarsáttina?    Nú á bara allt að hækka eftir smag og behag hvaða einokunarfursta sem er. Aríonbanki keyrir upp kaupið hjá sér meðan Spítalarnir eru að verða stopp. Hver skyldi borga hækkunina á endanum?

Allir mega hækka hjá sér. Allir nema launþegar í ASÍ auðvitað. "Læknirarnir" streyma úr landi nema kaupið verði hækkað og læknadeildin efld.   Bensínið og brennivínið á að hækka um áramót  bara si sona. Enginn getur stöðvað það og auðvitað alls ekki ríkisstjórnin.  Allir grenja yfir of lágum töxtum. Aldraðir og öryrkjar sjá fram á bjartari tíð eða hvað?

Allt fer hinsvegar í steik ef hækka á kaupið hjá ASÍ.  Fyrir það  verður refsað með vaxtahækkun Más í Seðlabankanum. Skilur enginn hversu betra væri fyrir fólkið að slá skjaldborg um krónuna sína?  Þykir engum vænt um hana?  Vilja bara fá hana að láni og borga lánið með verðbólgu óverðtryggt. Afnemum verðtrygginguna á lánunum gargar Pétur á Sögu og allir taka undir um áframhald dellunnar.Hvað skyldi fólkið gera ef hér væri evra? Hvað skyldu stjórnvöld gera þá ef það væri ekki hægt að semja um meiri erðbólgu? Af hverju vilja menn þá ekki taka lán í erlendum gjaldmiðli?

Er enginn sem vill ræða leiðir til að keyra verð og taxta niður með samræmdu átaki? Fækka verðbólgukrónum í stað þess að fjölga þeim? Gera nýja þjóðasátt?

Þessi þjóð virðist gersamlega heillum horfin og forystulaus þegar kemur að grunnspurningum um stjórnun efnahagsmála. Í stað þess að forsætisráðherra  tali við þjóðina á hverjum degi um leiðir til þess að ýta vitleysunni niður, þá er bara gefið í. Fleiri kostnaðaraukandi dellumál tekin upp frá ESB  sem möppudýrin senda niður á Alþingi til stimplunar sem lög. Öll skynsemi virðist  útlæg og allt anar áfram í samræmdri vitleysunni.

Er okkur  Íslendingum yfirleitt  viðbjargandi?  Erum við yfirleitt  þjóð? Erum við ekki frekar laustengt  bandalag sérhagsmunahópa?  Flytjum inn vandmál af hinum og þessum þjóðernum og setjum á sósíalinn hjá okkr. Byggjum lúxusfangelsi með sérbýlum meðan Frakkar hafa sumstaðar 9 fanga í 11 m2 klefum.

Eru Þjóðverjar svona hugsandi? Virðist allt þetta fólk virkilega  halda að nægilegar verðhækkanir hjá hverjum fyrir sig leysi allan vanda?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

allt er þetta rétt hjá þér - það eina sem getur bjargað okkur er ESB aðild

Rafn Guðmundsson, 7.11.2013 kl. 22:28

2 Smámynd: Halldór Jónsson

það væri skelfileg niðurstaða ef til slíkrar uppgjafar kæmi. Að ganga í það andskotans aumingjabandalag og verða eins og Danir sem er aðeins klámbúð á annesi útúr Stórþýzkalandi

Halldór Jónsson, 7.11.2013 kl. 23:11

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það væri ekki uppgjöf - ef menn þora að horfa á ísland eins og það hefur verið í mörg mörg ár þá sjá þeir að ESB er eina útgönguleiðin úr þessari rugli sem við erum búin að koma okkur í. við erum of fá til að vera sjálfstæð

Rafn Guðmundsson, 7.11.2013 kl. 23:40

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ertu búinn að gleyma hverfnig okkur gekk fyrir hrunið? Á Davíðstímanum sérstaklega. Þá óx ÍSland lagntum hraðar en ESB aulabandalagið

Halldór Jónsson, 8.11.2013 kl. 14:54

5 Smámynd: Ólafur Als

Eru þeir enn til sem flagga ESB fánanum? Slæmt er það á Ísa landi en kann ekki lýsingarorðið yfir hörmungarnar á meginlandinu, víða. En rétt er það, Halldór, aumt er að horfa upp á forystuleysið á landsmálavettvangi. Sjálfrennandi ferð til glötunar?

Ólafur Als, 8.11.2013 kl. 15:06

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sennilega rétt með að ísland hafi vaxið hraðar en ESB - líka rétt að fallið var miklu meira ef menn þora að skoða þetta án fordóma

Rafn Guðmundsson, 8.11.2013 kl. 16:52

7 identicon

Einokunin í landbúnaðargeiranum hækkar vörurnar purkunarlaust bara svo að hún hafi það áram ágætt. Einhverjir þvæla um forsjá í næringarfræði sem afsökun.

Halldór, oft hef ég verið sammála þér í mörgu, en ekki í þessu.

Sjálfur er ég hægri maður og hef yfir höfuð mikla óbeit á verndarstefnu og tollum, en ég hef samt engan áhuga á því að eyða matvælaöryggi þjóðarinnar meira heldur en er búið að gera nú þegar með eitthverju frjálshyggjubulli í landbúnaði. 

Skammsýni og heimska þeirra sem að segja að við eigum bara að flytja inn allan matinn okkar að því að það sé ódýrara (og reyndar er ég ekkert viss um að það að sparnaðurinn myndi skila sér til neytandans) er svo ógnvekandi að mér lýður ílla bara við að hugsa um það.

Án efa notfæra bændur/hagsmunaaðilar sér það að ekki sé hægt að flytja inn sumar landbúnaðarvörur, en ef að landbúnaðurinn hverfur af því að ríkið hætti að styrkja hann/fólk kaupir bara innflutt haldið þið þá að okursjoppunar á Íslandi fari bara að selja þetta á eitthvað lærra verði? 

Nei.

Það eina sem að myndi breytast væri að fólk væri aftur að borga okurverð eins og venjulega, nema bara án þess matvælaöryggis sem að fylgir því að geta framleitt sinn eiginn mat. 

Stórkostlegt. 

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 17:09

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Sveinn Dagur

Við erum fremur samherjar en hitt. Ég vil íslenskan landbúnað, það styð ég. En sólin skín heitar á mörg önnur lönd og þar vex hraðar. En þar er líka oft fólkið á lægra menningarstigi og vinnur fyrir minni laun. Það er ekki sanngjarnt að íslenskir bændur séu í verðsamkeppi við það fólk. Við verðum að vernda okkar lífsbjörgb og sjálfstæði. Ef allt lkast, þá getum við ekki haft sveitirnar tómar. Við erum bændur og sjómenn að langfeðgatali. Við kunnum fátt annað betur. Bréfaguttarnir eru ekki framtíðin.

Halldór Jónsson, 9.11.2013 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband